fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Fókus

Ingileif og María Rut eignuðust dreng – Sjáðu fæðingarsögu þeirra í hjartnæmu myndbandi

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 16. ágúst 2019 11:00

Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir - Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ofurhjónin Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir eignuðust dreng í gærnótt.

María Rut greinir frá þessu á Instagram og gaf DV góðfúslegt leyfi til að birta færsluna með lesendum. María Rut deilir yndislegu myndbandi af fæðingarsögu þeirra.

„Litla ljónið mætir í mannheima. Kl 02:42 í nótt breyttist lífið okkar til frambúðar þegar að litla ljónið okkar kom loksins í faðminn okkar. Hann er stálhraustur. 49 cm á lengd og 3226 grömm,“ skrifar María Rut.

„Ég verð að segja að ég hef aldrei á ævinni séð jafn mikla áræðni og vinnusemi og ég varð vitni að í nótt. Ingileif tæklaði þetta verkefni af fullum krafti, missti aldrei móðinn og var sannkölluð valkyrja. Konur maður – what a concept! Ég sit hérna á spítalanum og er bókstaflega að rifna úr stolti. Yfir eiginkonunni minni sem ég elska af öllu hjarta og yfir þessu litla lífi sem er bara rétt að kvikna. Hann er guðdómlegur. Lífið er sannarlega rétt að byrja. Við höfum verið galopnar með þetta ótrúlega ferli frá upphafi. Þannig að hérna er fæðingasagan okkar. Hún var dásamleg.“

Horfðu á myndbandið hér að neðan.

 

View this post on Instagram

 

Kl 02:42 í nótt breyttist lífið okkar til frambúðar þegar að litla ljónið okkar kom loksins í faðminn okkar. Hann er stálhraustur, 49 cm á lengd og 3226 grömm. Ég verð að segja að ég hef aldrei á ævinni séð jafn mikla áræðni og vinnusemi og ég varð vitni að í nótt. Ingileif tæklaði þetta verkefni af fullum krafti, missti aldrei móðinn og var sannkölluð valkyrja. Konur maður – what a concept! Ég sit hérna á spítalanum og er bókstaflega að rifna úr stolti. Yfir eiginkonunni minni sem ég elska af öllu hjarta og yfir þessu litla lífi sem er bara rétt að kvikna. Hann er guðdómlegur. Lífið er sannarlega rétt að byrja ❤️ Við höfum verið galopnar með þetta ótrúlega ferli frá upphafi. Þannig að hérna er fæðingasagan okkar. Hún var dásamleg ?❤️

A post shared by María Rut Kristinsdóttir (@mariarut) on


María Rut og Ingileif eru kunnugar flestum landsmönnum. Þær hafa báðar verið ötulir talsmenn fyrir baráttu hinsegin fólks hérlendis, verið áberandi í fjölmiðlum sem og samfélagsmiðlum í gegnum störf sín og aktívisma. Þær eiga fyrir einn son, Þorgeir, sem María átti úr fyrra sambandi.

Fókus óskar fjölskyldunni innilega til hamingju.

Þær voru í einlægu viðtali við DV í mars, sem þú getur lesið hér.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sydney Sweeney sleppti brjóstahaldaranum – Djarfasti klæðaburður hennar til þessa

Sydney Sweeney sleppti brjóstahaldaranum – Djarfasti klæðaburður hennar til þessa
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skilnaðarlögfræðingur um hvort karlar eða konur halda meira framhjá – Svarið gæti komið þér á óvart

Skilnaðarlögfræðingur um hvort karlar eða konur halda meira framhjá – Svarið gæti komið þér á óvart
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einn sögufrægasti áningarstaður landsins kominn á sölu – Eigendur stefna á ný mið

Einn sögufrægasti áningarstaður landsins kominn á sölu – Eigendur stefna á ný mið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vill losna við Scott úr lífi sínu og raunveruleikaþáttunum – Íhugar að setja fjölskyldu sinni afarkosti

Vill losna við Scott úr lífi sínu og raunveruleikaþáttunum – Íhugar að setja fjölskyldu sinni afarkosti
Fókus
Fyrir 5 dögum

Augu Kristínar opnuðust á föstudaginn: Sorgmædd þegar hún leit út um gluggann og sá hver kom út úr stigaganginum

Augu Kristínar opnuðust á föstudaginn: Sorgmædd þegar hún leit út um gluggann og sá hver kom út úr stigaganginum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sjötugur og faðir í áttunda sinn

Sjötugur og faðir í áttunda sinn