fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fókus

Ástand á Tinder – Karlmenn þykjast vera konur: „Ég hata karlmenn“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 13. maí 2019 17:30

Áhugaverð viðbrögð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýtt æði hefur gripið um sig á Tinder þar sem karlmenn hafa breytt myndum af sér með filternum á Snapchat þar sem hægt er að sjá hvernig maður lítur út ef maður væri af gagnstæðu kyni. Nokkrir karlmenn hafa prófað að vista mynd af sér sem kona og stofna Tinder-reikning í nafni konunnar. Þessi áhugaverða tilraun hefur leitt ýmislegt í ljós á stefnumótaforritinu vinsæla.

Fjölmargir menn segja frá þessu á Twitter, en viðbrögð frá öðrum karlmönnum við kvenmannsmyndinni hefur skotið mönnunum skelk í bringu.

„Ég bjó til Tinder-reikning og notaði kvenmannsmyndina með Snapchat-filternum og fjandinn hafi það hvað ég gerði stór mistök,“ skrifar Garrett Mumford á Twitter við mynd af þeim gríðarlegu viðbrögðum sem kvenlega myndin af honum fékk.

Twitter-notandinn Jordan birtir skjáskot af skilaboðum sem hann fékk nánast samstundis og hann stofnaði reikning sem kona á stefnumótaforritinu.

„Ég pósa á Tinder með mynd úr Snapchat-filternum og mér hefur þegar verið boðið að ferðast um Bandaríkin með einhverjum manni,“ skrifar hann.

Tístari sem kallar sig MoshWithTyler hefur mikla samúð með konum eftir að hafa prófað þessa leið.

„Ég bjó til Tinder-reikning með myndinni úr Snapchat-filternum til að sjá hvað myndi gerast og þetta eru andskotans skilaboðin sem ég fékk,“ skrifar hann og birtir skjáskot af skilaboðum sem hann hefur fengið í gegnum forritið. „Ég finn til með konum alls staðar ef innhólfið ykkar lítur í alvörunni svona út,“ bætir hann við.

Mohi fékk gríðarleg viðbrögð við sinni mynd.

„Ég notaði myndina úr Snapchat-filternum á Tinder í þrjátíu mínútur og niðurstaðan er að ég hata karlmenn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun