fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Kristín var gagnrýnd fyrir að Disney-væða flóttabarn – „Kannski var ég að vekja falskar vonir hjá henni“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 12. maí 2019 12:00

Kristín Ólafsdóttir Mynd: Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristín Ólafsdóttir tók við starfi framkvæmdastjóra Píeta samtakanna um síðustu áramót, en þrátt fyrir nám í viðskiptum og lögfræði hefur hún aldrei unnið við þau störf, heldur frekar kosið að vinna störf sem snúa að hinu mannlega, samskiptum og að sköpun. Hún hefur borið fyrir brjósti hag þeirra sem minna mega sín frá unga aldri og á, að eigin sögn, mjög gott með að vinna með fólki, en er á sama tíma óskipulögð og örlítið flippuð og sennilega ekki allra.

Blaðamaður DV settist í sófann með Kristínu á Baldursgötu 7 og fór yfir feril Garðabæjarpíunnar, sem brennur í dag fyrir að þeir sem sjá ekkert annað en myrkur og vonleysi í lífi sínu, finni aftur ljósið og vonina.

Þetta er hluti af stærra viðtali í helgarblaði DV.

Gagnrýnd fyrir að Disney-væða flóttabarn

Eftir að Kristín kom heim starfaði hún í mörg ár í breska sendiráðinu sem upplýsingafulltrúi. Árið 2003, stuttu eftir að hún skildi við eiginmann sinn, bauð þáverandi sendiherra Breta, John Culver, henni að fara í námsleyfi í eitt ár. „Þá vorum við að vinna með Barnasáttmálann í samvinnu við íslensk stjórnvöld. Ég fór til Lancaster á Englandi og lauk LLM í mannúðar- og mannréttindalögfræði, sem ég hef heldur aldrei notað,“ segir Kristín og brosir, „en þarna fékk ég mjög mikinn áhuga á málefnum flóttafólks og hælisleitenda og hef troðið mér í margar nefndir og samtök í kjölfarið.“

Kristín sat meðal annars í stjórn Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, sem Sema Erla Serdar stofnaði í byrjun árs árið 2017. „Ég er hætt í stjórninni, en er með nokkrar flóttafjölskyldur sem vini, sem ég aðstoða sem einstaklingur og þau geta leitað til mín þegar þau vantar aðstoð. Ég á líka eina skádóttur, hana Hanye, sem er 14 ára. Henni kynntist ég þegar átti að vísa henni og föður hennar úr landi árið 2017. Ég hitti hana fyrst á Biskupsstofu sem fulltrúi Solaris og þana sat þetta litla barn sem bara grét og grét í fanginu á mér. Það var búið að reyna allt til að halda þeim feðginum hér heima … nema að Disney-væða barnið, sem er orð úr miður fallegum skilaboðum sem ég fékk. Hennar eina ósk var að verða 12 ára á Íslandi og mig langaði að halda afmæli fyrir hana sem var rosalega erfið ákvörðun, og ég fékk á mig gagnrýni og mörg ekki falleg skilaboð um hvað ég væri að gera barninu. Að Disney-væða hana með því að klæða hana í kjól, mynda og setja hana í blöðin og halda veglegt afmæli með gestum og gjöfum til þess eins að senda hana svo í flóttamannabúðir.

Ég skil auðvitað bæði sjónarmið, þarna á að henda henni úr landi og hún er komin í fallegan kjól og í blöðin og kannski var ég að vekja falskar vonir hjá henni. En ég ræddi þetta mjög vel við pabba hennar, að þetta væri bæði til að uppfylla ósk hennar og vekja athygli á málstaðnum. Í kjölfarið var samþykkt frumvarp um málefni flóttafólks og þau feðgin eru hér enn og fleiri börn sem hafa notið góðs af.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 23 klukkutímum

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn
Fókus
Í gær

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lét sig hverfa ein og berfætt á Ítalíu – „Þegar ég skoða myndir af mér á þessum tíma þá sést alveg greinilega að ég er mjög veik“

Lét sig hverfa ein og berfætt á Ítalíu – „Þegar ég skoða myndir af mér á þessum tíma þá sést alveg greinilega að ég er mjög veik“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður