fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fókus

Sjáðu fyrstu kitluna úr nýju Jókermyndinni – Hildur Guðnadóttir semur tónlistina

Tómas Valgeirsson
Miðvikudaginn 3. apríl 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrsta kitlan er lent fyrir sjálfstæðu kvikmyndina um Jókerinn, erkióvin Leðurblökumannsins, en það er Joaquin Phoenix sem hefur tekið að sér burðarhlutverkið.

Myndin tilheyrir splunkunýjum myndabálki frá hasarblaðaheimi DC Comics og tekur hún nýjan vinkil forsögunnar að því hvernig Jókerinn varð að þeim alræmda glæpamanni sem flestir þekkja. Sagan gerist á níunda áratug síðustu aldar og sækir lauslega innblástur í hina frægu teiknimyndasögu The Killing Joke, eftir Alan Moore. Þess má einnig geta að tónskáldið Hildur Guðnadóttir semur alfarið tónlistina fyrir þessa kvikmynd.

Skemmst er að segja frá því að Leðurblökumaðurinn verður fjarri góðu gamni í tilfelli þessarar myndar. Phoenix hefur sagt í viðtölum að myndin sé eins konar stúdering á geðrænum vandamálum og verður lokaútkoman með þeim dekkri kvikmyndum sem hafa komið út í dágóðan tíma sem gerast í heimi ofurhetja.

Leikstjórinn Todd Phillips (The Hangover 1-3, Due Date, War Dogs) skrifar handrit myndarinnar ásamt Scott Silver, en þeir hafa staðfest að myndin verði meira í líkingu við lágstemmda glæpamynd frekar en hefðbundna ofurhetjumynd. Þetta virðist allt vera í takt við það sem nýja kitlan hefur upp á að bjóða, en hana má sjá í allri sinni dýrð að neðan.


Jókerinn var síðast leikinn á hvíta tjaldinu af Óskarsverðlaunahafanum Jared Leto en hlaut hann vægast sagt blendnar viðtökur í hlutverkinu. Þar áður voru það Heath Ledger heitinn og Jack Nicholson sem slógu í gegn sem glæpatrúðurinn frægi ásamt leikaranum Cesar Romero, en hann lék Jókerinn á sjöunda áratugnum þegar Adam West gekk með grímu Leðurblökumannsins.

Joker verður frumsýnd í október á þessu ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Silva aftur heim
Fókus
Í gær

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra
Fókus
Í gær

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Birgittu Lífar og Enoks kominn með nafn

Sonur Birgittu Lífar og Enoks kominn með nafn
Fókus
Fyrir 2 dögum

TikTok-stjarnan lést á afmælisdegi kærastans

TikTok-stjarnan lést á afmælisdegi kærastans
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Britney rýfur þögnina eftir meint hörkurifrildi hennar og kærastans – „Ég veit að mamma mín tengist þessu!“

Britney rýfur þögnina eftir meint hörkurifrildi hennar og kærastans – „Ég veit að mamma mín tengist þessu!“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Háklassa vændiskona fékk 650 þúsund krónur fyrir fjögurra tíma vinnu – „Ég myndi aldrei mæla með þessu starfi fyrir einhvern“

Háklassa vændiskona fékk 650 þúsund krónur fyrir fjögurra tíma vinnu – „Ég myndi aldrei mæla með þessu starfi fyrir einhvern“