fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Fókus

Forlagið efnir til rafbókakeppni

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 6. nóvember 2018 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forlagið efnir nú aftur til rafbókakeppninnar Nýjar Raddir sem haldin var í fyrsta skipti í fyrra. Þá unnu bækurnar Undir yfirborðinu eftir Tönju Rasmussen, Tinder match eftir Hörð Andra Steingrímsson ogAllavega eftir Ernu Agnesi Sigurgeirsdóttur.

Forlagið óskar eftir handritum eftir höfunda sem ekki hafa gefið út fleiri en eitt prósaverk áður hjá atvinnuforlagi. Handritið skal vera einn samfelldur texti eða safn styttri texta og á lengd við nóvellu eða stutta skáldsögu (um 15.000 til 30.000 orð) ætlaður fyrir fullorðna.

Handrit skulu send undir nafni höfundar ásamt kynningu á honum og fyrri skrifum.

Skiladagur handrita er 10. desember 2018.

Valin verða að hámarki þrjú handrit úr innsendum verkum sem gefin verða út í rafrænu formi undir merkjum Forlagsins að vori. Útvaldir höfundar fá samning við Forlagið, fyrirframgreiðslu upp á 100.000 kr., ritstjórn og kynningu. Frá vinningshöfum er skýrt opinberlega á útgáfudegi.

Í dómnefnd sitja Silja Aðalsteinsdóttir, rithöfundur og ritstjóri, Haukur Ingvarsson, skáld og doktorsnemi í bókmenntum, og Sigríður Rögnvaldsdóttir, ritstjóri hjá Forlaginu.

Handrit skal senda á netfangið handrit@forlagid.is og merkja með „Nýjar raddir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lesið upp fyrir ketti í dag!

Lesið upp fyrir ketti í dag!
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kevin Federline um stöðuna á sambandi drengjanna við móður þeirra

Kevin Federline um stöðuna á sambandi drengjanna við móður þeirra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Líf – Fantagóð frumraun sem gefur lesandanum engin grið

Líf – Fantagóð frumraun sem gefur lesandanum engin grið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Var fljótasta kona heims en á í dag erfitt með að ganga niður stiga

Var fljótasta kona heims en á í dag erfitt með að ganga niður stiga
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ný raunveruleikastjarna vekur mikla athygli – En áhorfendur velta einu fyrir sér

Ný raunveruleikastjarna vekur mikla athygli – En áhorfendur velta einu fyrir sér
Fókus
Fyrir 4 dögum

89 ára næringarfræðingur varpar ljósi á hvað hún borðar til að halda heilsunni góðri

89 ára næringarfræðingur varpar ljósi á hvað hún borðar til að halda heilsunni góðri
Fókus
Fyrir 4 dögum

Alinn upp á Kvíabryggju – ,,Ég ætla að verða heimsmeistari”

Alinn upp á Kvíabryggju – ,,Ég ætla að verða heimsmeistari”