fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fókus

Pálmi gefur út Nafnið þitt – „Birtist eins og laglína af næturhimni“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 25. október 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pálmi Sigurhjartarson píanóleikari sendi í vikunni frá sér nýtt lag, Nafnið þitt, af væntanlegri plötu hans.

Í færslu á Facebook segir Pálmi þetta um nýja lagið. „Kæru vinir, hér lítur dagsins ljós lagið Nafnið Þitt, sem er þriðja útgefna lagið af væntanlegri plötu minni Undir fossins djúpa nið. Plata þessi hefur mjakast áfram og seytlað eins og klettaslæða í huga mínum á síðustu árum og sér nú fyrir endan á upptökum hennar. Nafnið þitt er eitt af þessum lögum sem birtist eins og þruma úr heiðskýru lofti eða réttara sagt laglina af næturhimni, gangandi um einn fegursta almenningsgarð borgarinnar um miðja nótt að vorlagi.Góðir menn og vænar konur hafa komið að þessu lagi ásamt mér og er þeirra getið í upplýsingum um myndbandið og kann ég þeim öllum mínar bestu þakkir.Þar sem dagurinn í dag er minn og að mörgu er að hyggja, þá færi ég ykkur þetta lag því sælla er að gefa en þiggja. Fáið ykkur aðeins meira og deilið að vild.“

Pálmi fagnar einmitt afmæli í dag, en hann er 53 ára. Til lukku með daginn!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Justin Bieber sveittur í afeitrun

Justin Bieber sveittur í afeitrun
Fókus
Í gær

Þórdís Elva hefur fundið ástina

Þórdís Elva hefur fundið ástina
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kardashian-fjölskyldan í áfalli: Náin vinkona Caitlyn Jenner lést í bílslysi aðeins 29 ára gömul

Kardashian-fjölskyldan í áfalli: Náin vinkona Caitlyn Jenner lést í bílslysi aðeins 29 ára gömul
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikarinn Michael Madsen látinn

Leikarinn Michael Madsen látinn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Heima Heimaey, partýtryllir sumarsins!

Heima Heimaey, partýtryllir sumarsins!
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ragnhildur segir að við viljum ekki vera þessi týpa

Ragnhildur segir að við viljum ekki vera þessi týpa