fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fókus

Ragga nagli – „Þú ert alltaf bara einni máltíð frá góðum ákvörðunum sem eru þér í hag“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 22. september 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Á Facebook heldur hún úti vinsælli síðu þar sem hún birtir reglulega pistla um hreyfingu, mataræði og fleira. Í þessum fjallar hún um að láta ekki ein mistök í mataræðinu eyðileggja árangurinn.

Þú ert að krúsa Reykjanesbrautina.
Með Gullbylgjuna í botni.
Úr hátölurunum heyrist Bó Halldórs syngja um Mánabar og Brendu Lee.

Bílferðin gengur eins og smurð flatkaka með hangikjöti.
Þú keyrir á löglegum hraða. 
Fulla ferð áfram. 
Með allt undir kontról
Báðar hendur á stýri.
Þú ert við stjórnvölinn.

Þá byrjar að rigna á landinu bláa.

Bíllinn skrikar til í bleytunni og breytir um stefnu út í vegarkantinn.

Í staðinn fyrir að kippa í stýrið til baka og rétta bílinn af þá snýrðu enn meira upp á það.

Þú botnar bensíngjöfina og stímir áfram út í mosalagða hraunbreiðuna.

Þetta litla hliðarspor breytist í fullkomna katastrófu.

Þú hugsar:

„Það er hvort sem er allt ónýtt eftir að hjólkopparnir tóku aðra stefnu.
Get alveg eins grýtt mér í úfið grjótið og legið þar marineraður í norðangarra og rigningarnepju.

Kem mér bara aftur upp á brautina á morgun… eða mánudaginn.“

Neii… þetta myndi enginn gera.

En þetta gerum við samt þegar kemur að mataræðinu.

Eitt óvænt næringarprump í óráðsíu breytist oft í matarorgíu í marga daga.

Sérstaklega um helgar.

Við eyðileggjum enn frekar fyrir okkur eftir ómerkileg mistök sem breyta engu í stóra samhenginu.


Ef þú sósar þig óvænt í sveittmeti um helgina mundu að þú þarft ekki annað en að kippa í stýrið til að byrja aftur að krúsa Heilsustrætið.

„Þú ert alltaf bara einni máltíð frá góðum ákvörðunum sem eru þér í hag“

Með allt undir kontról
Báðar hendur á stýri.
Þú ert við stjórnvölinn.

Facebooksíða Röggu nagla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 2 dögum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun