Í raunheiminum ganga ekki allar hetjur með skikkjur, en sumar þeirra eru viðbúnar því að fórna góðri úlpu til þurfandi einstaklinga þegar tækifærið kallar eftir því. Ein slík hetja er Lucas Carlin, nítján ára starfsmaður verslunarinnar Iceland í Belfast í Norður-Írlandi.
Lucas hefur vakið gríðarlega athygli á dögunum á samfélagsmiðlum fyrir góðverk sem hann gerði fyrir utan verslunina. Í hellirigningu sást til starfsmannsins mæta með úlpu á miðri vakt og veita litlum gráum hundi hjálparhönd í kuldanum.
Eigandinn hafði skilið hundinn eftir, bundin við stólp, undir berum himni. Lucas gat ómögulega haft það á samviskunni að sjá hundinn yfirgefinn án yfirhafnar.
Góðverkið náðist á upptöku og hafa áhorfstölur myndbrotsins á Facebook slegið upp í tæpar þrjár milljónir á skömmum tíma. Lucas sagði í samtali við fréttamiðilinn The Sun að áhorfstölurnar spegli einfaldlega þá staðreynd að fólk kunni að meta ósjálfselsk góðverk.
Myndbandið má sjá að neðan.