fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Starfsmaður Iceland kemur hundi til bjargar – Sjáðu myndbandið

Tómas Valgeirsson
Fimmtudaginn 30. ágúst 2018 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í raunheiminum ganga ekki allar hetjur með skikkjur, en sumar þeirra eru viðbúnar því að fórna góðri úlpu til þurfandi einstaklinga þegar tækifærið kallar eftir því. Ein slík hetja er Lucas Carlin, nítján ára starfsmaður verslunarinnar Iceland í Belfast í Norður-Írlandi.

Lucas hefur vakið gríðarlega athygli á dögunum á samfélagsmiðlum fyrir góðverk sem hann gerði fyrir utan verslunina. Í hellirigningu sást til starfsmannsins mæta með úlpu á miðri vakt og veita litlum gráum hundi hjálparhönd í kuldanum.

Eigandinn hafði skilið hundinn eftir, bundin við stólp, undir berum himni. Lucas gat ómögulega haft það á samviskunni að sjá hundinn yfirgefinn án yfirhafnar.

Góðverkið náðist á upptöku og hafa áhorfstölur myndbrotsins á Facebook slegið upp í tæpar þrjár milljónir á skömmum tíma. Lucas sagði í samtali við fréttamiðilinn The Sun að áhorfstölurnar spegli einfaldlega þá staðreynd að fólk kunni að meta ósjálfselsk góðverk.

Myndbandið má sjá að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gullni piparsveinninn með ólæknandi krabbamein

Gullni piparsveinninn með ólæknandi krabbamein
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári eldaði hamborgarhrygg úr glöðum grís

Gunnar Smári eldaði hamborgarhrygg úr glöðum grís
Fókus
Fyrir 3 dögum

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum