fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Snorri trúir ekki á geimverur: Segir djöfulinn blekkja manninn til þess að eyðileggja hann

Tómas Valgeirsson
Miðvikudaginn 29. ágúst 2018 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 5. nóvember 1993 söfnuðust um 500 manns saman við Snæfellsjökul og biðu þar í kulda og éljagangi eftir að geimverur létu sjá sig en þær höfðu boðað komu sína að jöklinum þetta kvöld.

Boðin höfðu verið send til fólks sem taldi sig næmt og var að sögn í beinu eða huglægu sambandi við vitsmunaverur á öðrum plánetum utan sólkerfis okkar. Sem von var vakti þetta mikla spennu hjá sumum en aðrir voru síður ánægðir með þessa yfirvofandi heimsókn.

Snorri Óskarsson, safnaðarhirðir hjá Betelsöfnuðinum í Vestmannaeyjum, var ekki sáttur við komu hinna tignu gesta utan úr geimnum og hafði Tíminn eftir honum þann 9. september 1993 að geimverurnar væru útsendarar djöfulsins. Magnús Skarphéðinsson sagði að þessi afstaða Snorra kæmi sér ekki á óvart og væri dæmi um þröngsýni kristinnar trúar.

„Ég kalla þetta tæknivæddan draugagang. Það er svo lítið hægt að byggja á þessu. Menn þurfa helst að vera miðlar til þess að ná sambandi og það er akkúrat það sem heitir á daglegu máli spíritismi og biblían stendur gegn. Þetta eru andar blekkingarinnar. Höfðingi þessara geimvera heitir nú bara djöfullinn og satan,“ sagði Snorri. Þegar hann var spurður hvort þetta væri ekki bara allt saman blekking svaraði hann:

„Nei, þetta er ekki endilega alveg blekking. Maðurinn er þríeinn, hann samanstendur af þremur þáttum; líkama, anda og sál. Andlegi þáttur mannsins er mjög opinn og næmur fyrir öðrum öndum og getur haft samskipti við þá. Þannig getum við t.d. haft samskipti við Guð og engla. Biblían talar um veröldina sem sýnilega líkamlega veröld og andlega. Jesús Kristur rak út illa anda. Nú erum við á þeim tíma að við eigum von á því að endurkoma Jesú Krists eigi sér stað, vegna þess að það er loforð fagnaðarerindisins. Við endurkomuna verða myrkraöflin bundin. Það er talað um það í biblíunni að djöfullinn verði bundinn í þúsund ár og þá verður friður á jörðinni og það verður æðislegt að vera til þá. Þar sem djöfullinn veit að hann hefur þennan óralitla tíma, þá er hann að blekkja manninn og það gerir hann bara til þess að eyðileggja hann.“

En hvað sem skoðunum fólks leið þá lenti ekkert geimfar á eða við Snæfellsjökull umræddan dag og ekki eftir þetta, svo vitað sé. Að minnsta kosti ekki geimför eða geimverur í efnislegu formi.

Þegar Snorri er beðinn um að rifja upp þennan tíma kveðst hann ekki trúa á geimverur og að mannkynið sé í raun hinar einu þekktu geimverur.

„Ég hef oft talað um andaverur vonskunnar í himingeimnum. Það er allt annað mál. Þær verur eru miklu nær okkur en við höldum,“ segir Snorri og heldur áfram: „Fyrir þá sem fóru á jökulinn þá var þetta ákveðin hneisa. Fólk vildi ekki viðurkenna að það lét gabba sig. Það hringdi enginn í mig eftir á til þess að láta mig vita að ég hefði haft á réttu að standa. Fólk bara þagði, alveg eins og þegar það kýs vitlausan pólitískan flokk – það bara þegir.“

Snorri segir að um skólabókardæmi í múgsefjun í íslensku samfélagi hafi verið að ræða.

„Þetta fólk náði athygli fjölmiðla og gat komið með einhvers konar rökhyggju. Þjóðin er svo lítil í „spíritismanum“ og að tengja geimverur við spíritismann fannst henni alveg sjálfsagt. Ég held líka að kvikmyndir eins og E.T. hafi ýtt undir trúna.“

Telur þú að með tilkomu samfélagsmiðla, internetsins, myndavéla að þá hafi dregið úr þessari trú?

„Ég held það, en fólk þarf að átta sig á því að Stjörnuskoðunarfélagið hefur þetta sem meginmarkmið, að leita að lífi í geimnum. Við tölum ekkert endilega um þetta félag sem samfélag heimskingja eða vitleysinga, en þetta er ákveðin trú. Síðan örlar ekki á lífi á þeim hnöttum sem menn hafa skoðað, enda lífið í rauninni stærsta undur veraldar, því við eigum okkar jörð, svona fallega en skoðum samt í kringum okkur og þykjumst eiga réttinn til þess að eyða lífi. Ef okkur líkar ekki að kalla þetta eyðingu, þá köllum við þetta hreinsun. Við skoðum ekki það líf sem blasir þegar við.“

Sjá einnig: Magnús Skarphéðinsson sá geimskip við Snæfellsjökul: „Fyrst gerði ég ráð fyrir því að þetta væru ofsjónir“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram