fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Kanadískur ferðamaður: „Ég borðaði óvart hest á Íslandi“

Auður Ösp
Mánudaginn 27. ágúst 2018 14:40

Hestar Fastir í fylleríspartíi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér líður frekar ömurlega út af þessu enda var ég staðráðin frá upphafi ferðarinnar að prófa ekki neitt skrítið. Það sem gerir þetta ennþá verra er að hesturinn var ljúffengur á bragðið,“ ritar kanadíska blaðakonan Megan Kuklis í ansi hreint spauglegum pistli á vef fréttamiðilsins Prince George Citizen. Pistill hennar hefst á þessum orðum: „Ég borðaði óvart hest á Íslandi.“

Megan og eiginmaður hennar heimsóttu Ísland á dögunum og skoðuðu ýmsa staði á Suður – og Norðurlandi. Einn daginn settust þau inn á ónefndan íslenskan veitingastað.

Megan veltir upp spurningunni hvað fái manneskju til þess að borða óvart hest og segir að í sínu tilviki hafi það verið sambland af löngu ferðalagi, mikilli þreytu, valkvíða og lélegri lýsingu inni á veitingastaðnum. Segist hún hafa rennt snögglega yfir matseðilinn og ákveðið að  panta sér íslenskt fuglakjöt, sem á ensku útleggst sem „Icelandic fowl“. Rétturinn reyndist að hennar sögn afbragðsgóður.

Það var ekki fyrr en hjónin voru komin heim úr ferðlaginu að Megan komst að því að rétturinn sem hún gæddi sér á þetta kvöld var svo sannarlega ekki fuglakjöt.

„Við fengum vini okkar í heimsókn og sögðum þeim frá því sem við sáum og því sem við borðuðum í ferðinni. Skyndilega mundi ég eftir íslenska fuglakjötinu sem ég borðaði,“ ritar Megan og bætir við að þegar hún hafi nefnt þetta við vini sína hafi hún óvart sagt „foal“ í staðinn fyrir „fowl“ en foal er enska þýðingin á íslenska orðinu folaldakjöt.

„Maðurinn minn leiðrétti mig en þarna runnu á mig tvær grímur,“ ritar Megan þvínæst en eftir að hafa leitað á náðir veraldarvefsins komst hún að sannleikanum, sér til mikils hryllings.

„Mér líður virkilega illa yfir þessu, jafnvel þó þetta sé hefðbundinn matur á Íslandi,“ ritar hún jafnframt. Hún segir það ekki bæta úr skák að á ferð þeirra hjóna um landið hafi þau einmitt verið að dásama fegurð og glæsileika hestanna sem urðu á vegi þeirra. Hestarnir voru að sögn Megan „með síðan feld og fax sem var svo gljáandi og veðurblásið að það var eins og þeir væri nýkomnir af hárgreiðslustofu.“ Hún segir kindurnar hafa verið voru  „feitar og með svo mjúka ull að þær litu út eins og kjöbollur á prikum.“

„Það besta var þegar við sáum kind og hest rölta saman hlið við hlið eins og þau væru á leiðinni  í skemmtiskokk. Núna eru allar þessar minningar mengaðar af þeirri tilhugsun að ég borðaði óvart hest. Ég er fegin að vera komin heim, þar sem ég get verið viss um að ef ég innbyrði kjöt þá er það ekki að fara að vera kjöt af litlu folaldakríli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 10 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Í gær

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?