fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
FókusKynning

Skata-stóllinn er bæði klassískur og splunkunýr

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 12. maí 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil gróska er í íslenskri hönnun þessa dagana og hún farin að vekja æ meiri athygli erlendis. Þetta á ekki síst við um húsgagnahönnun sem nú virðist vera að vakna til lífsins á ný. Fáir vita hins vegar að íslensk húsgagnahönnun átti sér mikið blómaskeið á 6. og 7. áratugnum þar sem íslensk húsgögn vöktu jafnvel athygli á sýningum erlendis. Sum þessara húsgagna eru að fara í framleiðslu á ný og ættu að vera sjálfsagðir hlutir á íslenskum heimilum í bland við það nýjasta og besta.

Tvö þessara húsgagna eru stólarnir Skata og Þórshamar, sem voru hannaðir árið 1959 og 1961 og voru þá fyrstu íslensku stólarnir úr formbeygðum krossvið. Báðir státa þeir síðan af því að vera elstu íslensku stólarnir sem enn er í framleiðslu, en framleiðslan á þeim hófst að nýju árið 2007 eftir 35 ára hlé.

Hönnuður stólanna var Halldór Hjálmarsson, húsgagnahönnuður og innanhússarkitekt, en sonur Halldórs, arkitektinn Örn Þór Halldórsson, hóf framleiðsluna að nýju og hefur auk þess verið að þróa útfærslu á þessari klassísku hönnun föður síns í takt við samtímann. Örn segir að Skata sé tímalaus hönnun, þó að grunnformin séu klassísk sé stóllinn líka viðfangsefni nýjustu strauma í húsgagnahönnun:

„Ýmsir arkitektar og hönnuðir hafa auk þess komið að máli við mig og viljað aðlaga stólana að sínum verkefnum. Þetta hefur fætt ýmislegt skemmtilegt af sér og má meðal annars nefna að hönnunar- og  arkitektastofurnar Tvíhorf og Gagarín hafa þróað sérstaka útfærslu fyrir sín verkefni, meðal annars fyrir sameiginlegu kaffistofuna sína. Sú útgáfa er afskaplega skemmtileg og talar beint inn í nútímann með sínum fjölbreytileika og ætti eiginlega að heita Gagarín- og Tvíhorf-stólarnir.“

Skata og Þórshamar eru því til í mörgum útgáfum og nýjustu útgáfurnar er hægt að skoða og kaupa í nýrri verslun Geysis-heima að Skólavörðustíg 12.  Allar útgáfurnar af Skötu og Þórshamri, bæði nýjar og gamlar, eiga þó enn sitt sameiginlega útlit, sem er í senn stílhreint og listrænt og segir Örn að þetta séu ljóðrænir stólar: „Þetta ljóðræna kemur ekki síst fram í því að festingarnar undir Skötustólnum minna á „egg“, en fiskurinn skata verpir einmitt eggjum.“

Fyrir áhugasama þá er best að hafa samband við Örn beint með því að senda skilaboð í gegnum heimasíðuna http://skata.is/, á netfangið info@skata.is. eða senda skilaboð á Facebook-síðunni Skata.

„Í kjölfarið kemur fólk í heimsókn á verkstæðið mitt hérna í Vesturbænum og kaupir stólana beint frá býli,“ segir Örn.

Þess má að lokum geta að stóllinn er á leiðinni á sýningu hjá Illums Bolighus í Kaupmannahöfn í lok maí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7