fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
FókusKynning

Tímamót hjá Kría Hjól: Á nýjum og glæsilegum stað í Skeifunni

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 24. apríl 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við höfum alla tíð verið úti á Granda og það eru því mikil tímamót fyrir okkur að vera komin í hina raunverulega miðju borgarinnar, hérna í Skeifunni. Við elskum Grandann en þetta er frábært,“ segir Emil Þór Guðmundsson hjá Kría Hjól. Fyrirtækið er nú flutt í glæsilegt húsnæði að Skeifunni 11b og er þar bæði til húsa hjólaverslun og reiðhjólaverkstæði.

Kría Hjól er fyrir allt hjólreiðafólk: „Hingað kemur fólk sem vantar bara hjól til að komast á í vinnuna eða út í ísbúð og síðan aðrir sem hugsa varla um neitt annað en hjólasportið. Það var hins vegar alltaf markmið okkar með versluninni að fjölga hjólanördum á Íslandi og ég held að það hafi tekist,“ segir Emil. Kría Hjól var stofnuð árið 2009 en Emil hefur æft og keppt í hjólreiðum allt frá 12 ára aldri.

Kría Hjól flytur inn og selur hin rómuðu Specialized-hjól frá Bandaríkjunum sem er eitt þekktasta reiðhjólamerki í heiminum. Gífurleg breidd og fjölbreytni einkenna úrvalið af Specialized-hjólunum hjá Kría Hjól: „Hér er hægt að fá hjól frá 20.000 krónum og upp í tvær milljónir – og allt þar á milli,“ segir Emil.

Kría rekur öfluga viðgerðarþjónustu í Skeifunni. Pantaður er tími með því að senda tölvupóst á netfangi info@kriahjol.is eða með því að hringja í síma 534 9164. Hjól sem komið er með í viðgerð að morgni dags er síðan klárt úr viðgerð samdægurs.

Eins og fyrr segir hentar Kría Hjól öllum tegundum af hjólreiðafólki, þeim sem þurfa að fá viðgerð eða eru að kaupa sér nýtt hjól eða vantar varahlut í hjólið – en líka þeim sem hafa ástríðu fyrir hjólreiðum og lifa og hrærast í heimi hjólasportsins. Það er sérstaklega gaman fyrir það fólk að koma í Kría Hjól í Skeifunni 11b, skoða vöruúrvalið, spjalla og fá sér kaffisopa: „Við vorum einmitt að fá nýja Rocket-kaffivél en það tilheyrir þessum kúltúr að fara í góðan hjólatúr og fá sér síðan kaffisopa hérna á eftir og spjalla,“ segir Emil.

Eigendur Kría Hjól stofnuðu árið 2011 hjólreiðaklúbbinn Tind sem í dag er næststærsti hjólreiðaklúbbur landsins. Eigendur Kría Hjól eru ekki lengur í stjórn klúbbsins en keppa í mótunum á vegum hans og fjölmargir viðskiptavinir eru virkir í þessum klúbbi og keppa á hjólreiðamótum hans.

Það er opið hjá Kría Hjól mánudaga–föstudaga frá kl. 10 til 18 og frá 11 til 15 á laugardögum. Verkstæðið er opið virka daga frá 9 til 18 en lokað um helgar.

Nánari upplýsingar og vefverslun eru á vefsíðunni kriahjol.is

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
28.06.2024

Komdu með til Verona, Ítalíu í sumar!

Komdu með til Verona, Ítalíu í sumar!
Kynning
18.06.2024

Mikilvægt að byrja snemma að spá í lífeyri – Því yngri, því meira færðu fyrir 1.000 kallinn

Mikilvægt að byrja snemma að spá í lífeyri – Því yngri, því meira færðu fyrir 1.000 kallinn
Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr