fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
FókusKynning

Leppin Sport – Nýr og ennþá betri íþróttadrykkur

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 28. mars 2018 10:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 

Leppin sportdrykkurinn hefur árum saman verið eftirlæti hlaupara og margra annarra íþróttamanna enda hefur hann meðal annars þann kost að veita orku sem endist, nokkuð sem kemur sér til dæmis afar vel á langhlaupum og í íþróttum almennt. Síðan spillir ekki fyrir að drykkurinn þykir afar bragðgóður.

Nýi Leppin drykkurinn – Leppin Sport – hefur gengist undir tvær breytingar: Annars vegar er ekki lengur kolsýra í drykknum og hins vegar hefur skrúftappa verið skipt út fyrir sporttappa en sá síðarnefndi er þannig að honum er þrýst upp og niður, rétt eins og á íþróttavatnsbrúsa, sem er afskaplega þægilegt.

Ein helsta ástæðan fyrir vinsældum Leppin er sú hvað orkan sem hann veitir endist lengi en það er vegna þess að hann inniheldur flókin kolvetni. Hann inniheldur ekki koffín en koffínorkudrykkir veita snögg orkuskot og því þarf að fylla á tankinn oftar, á meðan orkan úr Leppin endist lengur.

Leppin inniheldur auk þess steinefni og meginuppistaðan í honum er einhver heilnæmasti vökvi sem fyrirfinnst – íslenskt vatn. Leppin er fremur hitaeiningasnauður, sérstaklega miðað við orkuna og næringuna sem hann veitir.

Leppin vinnur gegn stífleika og þreytu í vöðvum og til dæmis er alþekkt meðal hlaupara hvað það er gott að fá sér sopa af Leppin þegar maður finnur fyrir stífleika í kálfunum.

Leppin er líka til í duftformi, bæði venjulegur Leppin og Leppin Carb Loader – kolvetnahleðsla. Duftinu er hrært út í vatn. Leiðbeiningar um staðlaða skammastærð fylgja en að sjálfsögðu getur hver og einn ráðið magninu.

Virknin í Leppin hefur áhrif á alla vöðva, þ.á.m. heilavöðvann. Það leiðir af sér betri einbeitingu, til dæmis í próflestri. Enn fremur hefur inntaka flókinna kolvetna þau áhrif að blóðsykur helst í jafnvægi. Ólíkt koffíndrykkjum þá hentar Leppin öllum aldurshópum.

Leppin er til sölu í allflestum matvöruverslunum. Gamli drykkurinn er á útleið en birgðir eru ekki uppurnar. Nýja útgáfan leysir hann af hólmi og er þegar farin að sjást í verslunum. Báðir drykkirnir eru frábærir fyrir hlaupara og aðra íþróttamenn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea