Leppin sportdrykkurinn hefur árum saman verið eftirlæti hlaupara og margra annarra íþróttamanna enda hefur hann meðal annars þann kost að veita orku sem endist, nokkuð sem kemur sér til dæmis afar vel á langhlaupum og í íþróttum almennt. Síðan spillir ekki fyrir að drykkurinn þykir afar bragðgóður.
Nýi Leppin drykkurinn – Leppin Sport – hefur gengist undir tvær breytingar: Annars vegar er ekki lengur kolsýra í drykknum og hins vegar hefur skrúftappa verið skipt út fyrir sporttappa en sá síðarnefndi er þannig að honum er þrýst upp og niður, rétt eins og á íþróttavatnsbrúsa, sem er afskaplega þægilegt.
Ein helsta ástæðan fyrir vinsældum Leppin er sú hvað orkan sem hann veitir endist lengi en það er vegna þess að hann inniheldur flókin kolvetni. Hann inniheldur ekki koffín en koffínorkudrykkir veita snögg orkuskot og því þarf að fylla á tankinn oftar, á meðan orkan úr Leppin endist lengur.
Leppin inniheldur auk þess steinefni og meginuppistaðan í honum er einhver heilnæmasti vökvi sem fyrirfinnst – íslenskt vatn. Leppin er fremur hitaeiningasnauður, sérstaklega miðað við orkuna og næringuna sem hann veitir.
Leppin vinnur gegn stífleika og þreytu í vöðvum og til dæmis er alþekkt meðal hlaupara hvað það er gott að fá sér sopa af Leppin þegar maður finnur fyrir stífleika í kálfunum.
Leppin er líka til í duftformi, bæði venjulegur Leppin og Leppin Carb Loader – kolvetnahleðsla. Duftinu er hrært út í vatn. Leiðbeiningar um staðlaða skammastærð fylgja en að sjálfsögðu getur hver og einn ráðið magninu.
Virknin í Leppin hefur áhrif á alla vöðva, þ.á.m. heilavöðvann. Það leiðir af sér betri einbeitingu, til dæmis í próflestri. Enn fremur hefur inntaka flókinna kolvetna þau áhrif að blóðsykur helst í jafnvægi. Ólíkt koffíndrykkjum þá hentar Leppin öllum aldurshópum.
Leppin er til sölu í allflestum matvöruverslunum. Gamli drykkurinn er á útleið en birgðir eru ekki uppurnar. Nýja útgáfan leysir hann af hólmi og er þegar farin að sjást í verslunum. Báðir drykkirnir eru frábærir fyrir hlaupara og aðra íþróttamenn.