fbpx
Sunnudagur 25.september 2022
Fastir pennarFréttir

Eva Rut Lund skrifar: Engin svör eftir að hafa greinst með HPV og frumubreytingar – Kerfin tala ekki saman

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 22. september 2021 16:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eva Rut Lund skrifar:

Ég má til með að deila með ykkur ruglinu sem ég er búin að standa í núna undanfarna daga.

Ég fór í strok hjá leitarstöðinni í byrjun árs í fyrra og þar kemur i ljós að ég er með HPV veiruna og frumubreytingar. Eftir speglun og niðurstöður úr henni er mér tilkynnt að ég þurfi að koma aftur eftir ár í eftirlit.

Ég fer núna i júní á mína heilsugæslu í strok. Ég fékk svo loksins bréf inn á island.is núna 8. september. Bréfið er frekar óljóst hvað varðar næstu skref, þar semsagt stendur að frumubreytingar hafi mælst og að næstu skref séu að fara í speglun en ekkert um hvar ég ætti að gera það, svo stendur neðst í bréfinu að ef ég fór í rannsókn á heilsugæslunni þá hafi heilsugæslan samband. Ég er svona frekar óþolinmóð týpa svo þegar það var ekki búið að hringja strax daginn eftir þá ákvað ég að hafa samband.

Ég hringdi fyrst í mína heilsugæslu, þau gátu ekki gefið mér nein svör og bentu mér á að hafa samband við samhæfingarstöðina. Ég hringdi á samhæfingarstöðina sem gat heldur ekki gefið mér nein svör og bentu mér á að hafa samband við tiltekinn starfsmann hjá embætti landlæknis. Ég hafði samband við embætti landlæknis, en þessi starfsmaður var ekki við.

Ég sendi starfsmanninum og bað hana að hafa samband sem fyrst mér stæði ekki á sama og þetta væri orðin svakalegur tími sem ég væri búin að bíða og ég væri orðin óþreyjufull um að fá að vita hvort ástandið væri enn óbreytt hjá mér eða hvort það væri nokkuð að versna.

Algjör óvissa um framhaldið

Ég fékk engin svör.

Ég hringdi miður mín í vinkonu orðin óróleg, hún benti mér á að hugsanlega gæti minn kvennsjukdomalæknir framkvæmt þessa rannsókn.

Ég hringi í kvensjúkdómalækninn, þar vildu þau ekki bóka á mig tíma þar sem að engin beiðni lá fyrir,hún sagði mér þar að mögulega gæti mín heilsugæsla græjað beiðni fyrir mig.

Ég hringi í mína heilsugæslu, þau vissu ekki einu sinni að þörf væri á beiðni og sögðust því miður ekki geta afgreitt hana fyrir mig.

Þarna var skrifstofutíma lokið þennan daginn.

Ég byrja aftur næsta dag.

Ég hringi i embætti landlæknis og bið um að fá að tala við konuna. Daman í símanum tilkynnir mér að hún sé i fríi, ég bið þá um að fá að tala við einhvern sem gæti mögulega svarað mér. Hún heyrir i einhverjum, kemur aftur á línuna og segir mér að sá sem hún talaði við hefði engin svör. Ég bið þá aftur um að fá samband við einhvern sem gæti útskýrt fyrir mér afhverju þetta væri svona flókið, hún segir mér að hafa samband við samhæfingarstöðina, þegar ég útskýri að þeir séu búnir að benda mér til þeirra þá svarar hún mér að hún geti ekkert fyrir mig gert.

Sleppti sér í símanum

Ég missti kúlið, hálfpartinn öskra á hana komin með tárin i augun: „Við erum ekki að tala um kvef við erum að tala um möguleikann á krabbameini.”

Hún segir aftur ég get litið gert ef konan er ekki við, ég itreka beiðni mína um að fá þa að tala við bara einhvern sem viti meira um málið en hún. Þarna er hún orðin pirruð og köld og hálf hreytir i mig að það sé bara enginn sem geti svarað mér. Þarna er ég farin að gráta mér er svo mikið niðri fyrir og spyr hvernig i ósköpunum megi vera að enginn hjá embætti landlæknis geti svarað mér nema þessi eina kona sem er i fríi og aftur segi ég: „Við erum að ræða möguleika á krabbameini.”

Þá svarar hún mér:  „Þessu samtali er lokið,” og skellir á mig.

Hvernig er hægt að koma svona fram við mann?

Hvernig má það vera að bara ein kona geti afgreitt þessa beiðni?

Hvernig finnst þeim i lagi að ég fái hálft svar 8. september og loforð um símtal en að hringja svo ekki i heilar 2 vikur?

HVAÐ ER EIGINLEGA Í GANGI?

Uppfært – Allan tímann var beiðnin til

Það ráðlagði mér góð kona hér að hafa samband við Landspítalann sem ég gerði.

Kemur í ljós að allan tímann sem ég stóð í þessu veseni þá var til beiðni á Landspítalanum en það gat enginn á öllum þessum stofnunum sagt mér það!

Er enginn samvinna milli stofnana?

Beiðni fyrir læknisþjónustu fyrir mig, afhverju er hún ekki bara aðgengileg fyrir mig inni á Heilsuveru og til að nota hjá þeim lækni sem mér þykir henta? (Sbr að kvensjúkdomalæknirinn minn hafði ekki aðgengi að þessari beiðni)

Ég er mjög fegin að vera komin með tíma, eftir næstum því mánuð (19. okt) en ég er eiginlega reiðari í dag en í gær og talsvert mikið vonsvikin.

Á meðan að við erum skattlögð svipað og Danmörk hvernig má þá vera að við séum með nánast amerískt heilbrigðiskerfi?

 

Greinin birtist upphaflega í Facebook-hópnum „Aðför að heilsu kvenna֧“

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Auður snýr aftur og gefur út lag með Bubba

Auður snýr aftur og gefur út lag með Bubba
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Á yfir höfði sér bann frá eigin liði út af kynferðislegu sambandi við starfsmann

Á yfir höfði sér bann frá eigin liði út af kynferðislegu sambandi við starfsmann