fbpx
Föstudagur 19.ágúst 2022
Fastir pennar

Af hverju sækja þau ekki bara um dvalarleyfi? 

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 20. júní 2021 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arndís Anna K. Gunnarsdóttir lögmaður skrifar:

Arndís Anna K. Gunnarsdóttir lögmaður

Í umræðum um komu hælisleitenda og flóttafólks hingað til lands er þessari spurningu oft fleygt fram. Hvers vegna kemur fólk hingað til lands og sækir um stöðu flóttamanns? Hvers vegna sækir það ekki bara um dvalarleyfi? 

Svarið við þessari spurningu kemur fólki oftast á óvart, en það er svohljóðandi: Það er einmitt það sem þau eru að gera. Staðreyndin er sú að „alþjóðleg vernd“, eða „staða flóttamanns“, er í grunninn ekkert annað en dvalarleyfi. 

Hverjir þurfa dvalarleyfi? 

Fólk frá löndum utan EES þarf sérstakt leyfi til þess að dvelja á landinu: svokallað dvalarleyfi. Ríkisborgarar annarra EES ríkja þurfa ekkert slíkt leyfi. Þeim er heimilt að koma hingað til lands, starfa hér og dvelja eins lengi og þeim sýnist, með mjög fáum takmörkunum. 

Hvers konar dvalarleyfi? 

Til eru nokkrar tegundir dvalarleyfa, en flest þeirra eru ekki aðgengileg fólki í þeirri stöðu sem flóttafólk jafnan er. Dvalarleyfi á grundvelli atvinnu þarf að sækja um og fá samþykkt áður en komið er til landsins, og það er einungis veitt vegna tiltekins starfs sem viðkomandi hefur þegar verið ráðinn í. Sé um almennt starf að ræða, sem krefst ekki háskólamenntunar eða annarrar mikillar sérhæfingar, er ekki heimilt að ráða viðkomandi nema sannað sé að enginn EES-borgari hafi fundist til þess að gegna því. Það gefur því auga leið að flóttamaður sem flýr heimaland sitt í skyndi hefur ekki raunhæfa möguleika á því að fá slíkt leyfi. Önnur dvalarleyfi eru veitt til dæmis á grundvelli náms eða hjúskapar, og svo eru til sértæk dvalarleyfi fyrir íþrótta- og afreksfólk. Í íslenskum lögum er ekkert til sem heitir almennt dvalarleyfi. Fólk frá ríkjum utan EES hefur enga almenna heimild til þess að koma til landsins, finna sér vinnu og fá að vera. Slíkt dvalarleyfi er ekki til. 

Hvað er þá til ráða? 

Þegar fólk sækir um alþjóðlega vernd er það að sækja um að fá að vera á landinu og byggja sér upp líf, og ekkert annað. Líkt og mörgum öðrum dvalarleyfum (þó ekki öllum) fylgir dvalarleyfi flóttamanns atvinnuleyfi, auk þess sem fólk fær aðgang að heilbrigðistryggingakerfinu, líkt og á við um flest önnur dvalarleyfi. Ýmiss annar stuðningur og þjónusta eru metin í hverju tilviki fyrir sig, eftir einstaklingsbundnum þörfum viðkomandi, líkt og gildir um alla íbúa landsins.

Hvaða vernd er þá verið að tala um? 

Þegar útlendingi er veitt alþjóðleg vernd fær viðkomandi útgefið dvalarleyfi til fjögurra ára, ásamt atvinnuleyfi. Leyfinu fylgir engin frekari „vernd“ önnur en gegn því að verða sendur aftur til heimaríkis síns, þar sem viðkomandi er talinn hafa sýnt fram á að henni eða honum sé ekki vært. Að fjórum árum liðnum getur einstaklingur sótt um ótímabundið dvalarleyfi eða svokallað búsetuleyfi, að nokkuð ströngum skilyrðum uppfylltum. Að fimm árum liðnum geta þau síðan sótt um ríkisborgararétt. Útlendingi sem synjað er um alþjóðlega vernd er í undantekningartilfellum veitt svokallað dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Slíkt dvalarleyfi gildir í einungis eitt ár í senn og því fylgir ekki atvinnuleyfi. 

Umsókn um vernd er umsókn um dvalarleyfi 

Titilspurningunni er því auðsvarað, en svarið kemur mörgum á óvart: Umsókn um stöðu flóttamanns er ekkert annað en umsókn um dvalarleyfi. 

Höfundur er lögfræðingur með sérþekkingu á lögum um útlendinga. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
26.06.2022

Björn Jón skrifar – Tímamótasamningur fyrir hálfri öld

Björn Jón skrifar – Tímamótasamningur fyrir hálfri öld
Fastir pennarFókus
23.06.2022

Var Charles Manson útsjónarsamur költ leiðtogi eða bara örlítið sjarmerandi óþokki?

Var Charles Manson útsjónarsamur költ leiðtogi eða bara örlítið sjarmerandi óþokki?
EyjanFastir pennar
14.06.2022

„Þú líka Brútus“

„Þú líka Brútus“
EyjanFastir pennar
12.06.2022

Björn Jón skrifar: Að lesa í úrslit kosninga

Björn Jón skrifar: Að lesa í úrslit kosninga
EyjanFastir pennar
22.05.2022

Misvægi atkvæða er misvægi mannréttinda

Misvægi atkvæða er misvægi mannréttinda
EyjanFastir pennar
13.05.2022
Framtíð menntunar
EyjanFastir pennar
12.05.2022

Orrustan um Reykjavíkurflugvöll er hafin

Orrustan um Reykjavíkurflugvöll er hafin
EyjanFastir pennar
12.05.2022

Endurreisn Sovétríkjanna á íslenska húsnæðismarkaðnum

Endurreisn Sovétríkjanna á íslenska húsnæðismarkaðnum
EyjanFastir pennar
24.04.2022

Björn Jón skrifar – Harðstjórnarríki rauða aðalsins

Björn Jón skrifar – Harðstjórnarríki rauða aðalsins
Aðsendar greinarFastir pennar
20.04.2022

Alls ekki tala um Bjarna

Alls ekki tala um Bjarna