fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Furðuleg framsetning á kennsluefni

Egill Helgason
Mánudaginn 26. desember 2011 14:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef lítið fjallað um deilurnar milli Vantrúarmanna og guðfræðinga við Háskóla Íslands. Almennt er ég þeirrar skoðunar að þeir sem hafa verið ráðnir til Háskólans eigi að hafa mikið frelsi um hvernig þeir haga kennslu sinni og rannsóknum – það á líka við um hinn umdeilda kennara Bjarna Randver Sigurðsson.

En glærur sem Bjarni Randver notaði við kennslu sína eru ansi hæpnar, því verður ekki neitað. Á vef Vantrúar má sjá hvernig hann afgreiðir til dæmis Níels Dungal, prófessor í læknisfræði, með því að vísa í hrein aukaatriði í bók hans sem nefndist Blekking og þekking. Helgi Hóseason fær sömu útreiðina, það er vísað í furðulegustu kaflana í skrifum hans.

Þetta virkar frekar lágkúrulegt.

Mér sýnist þó að steininn taki úr í glærunni þar sem er fjallað um Richard Dawkins og „fylgismenn“ hans – það má reyndar spyrja hverjir séu fylgismenn Dawkins, hann á milljónir lesenda út um allan heim en hefur ekki stofnað neina hreyfingu eða söfnuð um hugmyndir sínar svo ég viti.

En hér er sagt að Dawkins og menn hans „grafi undan allsherjarreglu samfélagsins og almennu siðferði“ með ýmsum hætti – og jú, gott ef þeir eru ekki gyðingahatarar líka?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“