fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Eyjan

Pappírs-Kiljan

Egill Helgason
Laugardaginn 25. ágúst 2007 10:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég get staðfest það sem komið hefur fram að bókmenntaþátturinn sem hefur göngu sína 12. september á að heita Kiljan.

Þetta er heiti sem hefur nokkuð víða skírskotun – án þess ég fari mikið nánar út í það. Pappírskiljur eru algengasta notkunarform bóka í nútímanum.

Mér er sagt að þetta orð, kilja, sé upprunnið á heimili Vilborgar Dagbjartsdóttur og Þorgeirs Þorgeirsonar.

Þetta hlýtur að hafa verið á sjöunda áratugnum. Gestur sem ég kann ekki að nefna var á heimilinu. Það var rætt um „pappírstígrísdýr“. Þetta orð er fengið úr fræðum Maós formanns og var mikið notað á þessum árum.

Þá mun einhver viðstaddra hafa stungið upp á orðinu „pappírs-Kiljan“. Kiljan tröllreið á þeim árum allri menningarumræðu á Íslandi.

Úr þessu varð semsagt til þetta heiti, pappírskilja. Mér finnst eins og Mál & menning hafi gefið út fyrstu bækurnar undir þessu nafni – það var flokkur bóka sem kom út undir heitinu „Kiljur Máls & menningar.“

Áður kallaðist þetta útgáfuform „vasabrotsbækur“.

Þetta voru bækur eins og Og svo fór ég að skjóta, sem var samantekt frásagna úr Vietnamstríðinu, Um listþörfina eftir Ernst Fischer (þýdd af áðurnefndum Þorgeiri) og svo bók um Bandaríkin og heimsvaldastefnuna eftir marxistann David Horowitz.

Horowitz snerist reyndar seinna 180 gráður og gerðist ákafur ný-íhaldsmaður og stuðningsmaður stríðins í Írak.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar