fbpx
Sunnudagur 05.október 2025
Eyjan

Orðið á götunni – Eldgosið bjargaði flugumferðarstjórum fyrir horn

Orðið
Þriðjudaginn 19. desember 2023 04:54

Arnar Hjálmarsson er formaður Félags flugumferðarstjóra. mynd/iceatca.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fram kom í fréttum í gærkvöldi þá leið ekki á löngu frá því að fréttir bárust af því að gos væri hafið á Reykjanesskaga þar til flugumferðarstjórar frestuðu verkfallsaðgerðum sínum.

Flugumferðarstjórar fresta verkfallsaðgerðum

Orðið á götunni er að eldgosið hafi bjargað flugumferðarstjórum fyrir horn, úr þeirri slæmu stöðu sem þeir voru komnir í.

Eins og fram kom í fréttum í gær þá var ríkisstjórnin reiðubúin til að kalla Alþingi saman til að setja lög á verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, var óvenjuskýrmæltur þegar hann var spurður út í verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra og sagði að aðgerðirnar njóti ekki stuðnings í samfélaginu.

Það er alveg ljóst að flugumferðarstjórar eiga litla samúð eða stuðning almennings þegar kemur að verkfallsaðgerðum þeirra. Laun þeirra verða að teljast ansi góð, að minnsta kosti miðað við laun margra landsmanna sem ná varla endum saman.

Þá er fólk orðið langþreytt á verkfallsaðgerðum þeirra sem koma sér að vonum illa fyrir marga þegar verkfallsvopninu er beitt.

Þá er ekki að heyra að stjórnmálamenn hafi mikla samúð með þeim og því var ljóst að lög yrðu sett á aðgerðir þeirra.

Eldgosið kom því á góðum tíma fyrir flugumferðarstjóra sem gátu tilkynnt að þeir fresti verkfallsaðgerðum vegna eldgossins. Þannig gátu þeir losað sig úr þeirri klemmu sem þeir voru komnir í. Lagasetning yfirvofandi og viðsemjendur þeirra neita að ræða við þá á meðan verkföll eru yfirvofandi. Með þessu vonast þeir kannski til að hressa aðeins upp á almenningsálitið en líklegt má telja að þessi frestun hafi lítil áhrif á það, almenningur er langþreyttur á verkföllum flugumferðarstjóra.

Þess utan er engin þörf á að þeir fresti verkfalli sínu vegna eldgossins. Aðstoðar flugumferðarstjóra er ekki þörf þegar tekist er á við gosið. Það er hins vegar útleið þeirra úr klípunni miklu sem þeir komu sér sjálfir í.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Andri Snær gefur lítið fyrir boð Stefáns Einars – „Á ég að mæta í viðtal til að rangfærslurnar verði viral?“

Andri Snær gefur lítið fyrir boð Stefáns Einars – „Á ég að mæta í viðtal til að rangfærslurnar verði viral?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Dans og leikur í Marbella – kennitöluflakk til Möltu?

Svarthöfði skrifar: Dans og leikur í Marbella – kennitöluflakk til Möltu?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kristrún Frostadóttir á lista með Lamine Yamal og Becky G

Kristrún Frostadóttir á lista með Lamine Yamal og Becky G
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Þykir engum vænt um Stefán Einar og Morgunblaðið?

Svarthöfði skrifar: Þykir engum vænt um Stefán Einar og Morgunblaðið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásmundur Einar hættur í stjórnmálum

Ásmundur Einar hættur í stjórnmálum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stórt skarð höggvið í raðir skrímsladeildarinnar?

Svarthöfði skrifar: Stórt skarð höggvið í raðir skrímsladeildarinnar?