fbpx
Laugardagur 04.maí 2024

Spilling túlípanans

Ritstjórn DV
Föstudaginn 24. ágúst 2018 16:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spilling og umræða um spillingu er þjóðaríþrótt Íslendinga. Sagt er að landsmenn séu almennt mjög andsnúnir spillingu, nema þegar þeir bera eitthvað sjálfir úr býtum vegna hennar.

Vilhjálmur Bjarnason, lektor og fv. alþingismaður, er einn þeirra sem hvað harðast hafa barist gegn spillingu í íslensku samfélagi. Eftir heldur misheppnaðan stjórnmálaferil, sem endaði með því að hann tapaði í prófkjörum með afgerandi hætti, bæði í Garðabæ og Reykjavík, hefur Vilhjálmur nú verið ráðinn í sérverkefni í Seðlabankann – án auglýsingar.

Svo mikinn spillingarfnyk leggur af ráðningunni að upplýst hefur verið að Vilhjálmur hafi verið ráðinn til bankans áður en ákveðið var hvað hann ætti að gera.

Vilhjálmur, sem stundum hefur verið kenndur við túlípana, hefur því orðið eigin spillingu að bráð og er þá væntanlega ekki lengur andsnúinn henni.

Eða eins og sagði í frægri hendingu: „Þetta sem helst nú varast vann varð samt að koma yfir hann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Vill ólmur semja við manninn sem er að verða samningslaus

Vill ólmur semja við manninn sem er að verða samningslaus
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Varpar ljósi á skuggahliðar Benidorm: „Svo eru hótelin hérna hinum megin við götuna“

Varpar ljósi á skuggahliðar Benidorm: „Svo eru hótelin hérna hinum megin við götuna“
433
Fyrir 13 klukkutímum

Enska úrvalsdeildin: Luton og Everton skildu jöfn

Enska úrvalsdeildin: Luton og Everton skildu jöfn
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Helga spurði Jón Gnarr óvæntrar spurningar sem vakti kátínu

Helga spurði Jón Gnarr óvæntrar spurningar sem vakti kátínu
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Sex milljóna stjórnendadegi borgarinnar lauk með móttöku í boði borgarstjóra

Sex milljóna stjórnendadegi borgarinnar lauk með móttöku í boði borgarstjóra
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Manchester United reynir aftur við franska landsliðsmanninn

Manchester United reynir aftur við franska landsliðsmanninn
Fókus
Fyrir 18 klukkutímum

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“