fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025

Dönsku fargi létt af Steingrími

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 25. júlí 2018 17:58

Steingrímur J. Sigfússon

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að litlir kærleikar séu á milli Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis og fyrirrennara hans, Unnar Brár Konráðsdóttur. Ástæðan er hinn stórkostlega misheppnaði Þingvallafundur, sem er að verða að einskonar minnisvarða um íslenska pólitík í hnotskurn.

Steingrímur upplýsti í svarbréfi  að hann hefði ekki átt hugmyndina að því að fá Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins og þekktan rasista, til að halda hátíðarræðuna á Þingvallafundinum: „Það var ekki ég sem ákvað að bjóða forseta danska þingsins í ágúst í fyrra þegar sú hugmynd er fyrst kynnt í forsætisnefnd (þá gegndi Unnur Brá forsetaembættinu).“

Með þessum orðum vék Steingrímur sér ekki einungis undan þeirri dönsku ábyrgð sem hvílt hefur á herðum hans frá því málið komst í dagsljósið, heldur varpaði ábyrgðinni einnig yfir á sjálfstæðiskonuna Unni Brá, sem gegndi embætti forseta Alþingis í ágúst 2017, þegar málið kom fyrst upp.

Eflaust var þungu fargi létt af Steingrími með þessum skrifum, en dálítið einkennilegt að þetta hafi ekki komið frá honum fyrr.

Það væri þó fulldjúpt í árina tekið að segja, að hingað til hafi fjölmiðlar og fleiri, hengt jarðfræðing fyrir lögfræðing. Ábyrgð Steingríms er nefnilega töluverð, jafnvel alger, þó svo hann hafi ekki átt hugmyndina að því að fá Piu Kjærsgaard til fundarins.

Sem forseti Alþingis og einráður í forsætisnefnd, gat Steingrímur nefnilega hvenær sem er ákveðið upp á sitt einsdæmi, líkt og hefð er fyrir í forsætisnefnd, þar sem engum andmælum er hreyft við orðum forseta, fundið aðra manneskju til verksins, eða jafnvel hætt við heimboðið.

Steingrímur, sem er aldursforseti þingsins og þar af leiðandi reynslumesti einstaklingurinn á vinnustaðnum, mátti vita það, að jafn umdeild persóna og Pia Kjærsgaard myndi valda usla hér á landi. Hann mátti jafnvel vita að Helga Vala Helgadóttir kysi að yfirgefa sviðið og barinn þegar Pia hóf upp raust sína, annarsvegar á Þingvöllum og hinsvegar í kvöldverðinum. Orðið á götunni er að leikkonan standi fyllilega undir nafnbótinni „dramadrottning“ vegna leikrænna tilburða sinna.

Steingrímur hefði einnig mátt vita hversu taktlaust það væri, í kjölfar umræðunnar um kostnaðinn við laun alþingismanna hér á landi, að kosta til 80 milljónum króna í þingfund sem skipti almenning engu máli og enginn hafði áhuga á.

Það eina sem Steingrímur gat hugsanlega ekki séð fyrir, voru viðbrögð Pírata, enda virtust þeir sjálfir ekki vita hvernig bregðast átti við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Keypti hund til að verja heimilið eftir að hafa orðið þjóðþekktur

Keypti hund til að verja heimilið eftir að hafa orðið þjóðþekktur
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Hinn 11 ára gamli Pétur er fundinn í Orlando – Móðursystir hans segir það búðarstarfsmanni að þakka

Hinn 11 ára gamli Pétur er fundinn í Orlando – Móðursystir hans segir það búðarstarfsmanni að þakka
Eyjan
Fyrir 17 klukkutímum

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi
Pressan
Fyrir 18 klukkutímum

Gagnrýnir „pirrandi“ Kourtney Kardashian – „Hún gerir mig brjálaða“

Gagnrýnir „pirrandi“ Kourtney Kardashian – „Hún gerir mig brjálaða“
EyjanFastir pennar
Fyrir 20 klukkutímum

Björn Jón skrifar: Rísum upp úr lágkúrunni

Björn Jón skrifar: Rísum upp úr lágkúrunni
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

„Manni dettur í hug að hann hafi sjálfur íhugað hver staðan sín væri“

„Manni dettur í hug að hann hafi sjálfur íhugað hver staðan sín væri“