fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025

Sýndarleikur stjórnsýslunnar

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 14. júlí 2018 12:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að ekki sé allt sem sýnist þegar kemur að ráðningarferli hins opinbera á störfum innan stjórnsýslunnar. Mikil umræða hefur skapast um ráðningu forstjóra Vegagerðarinnar, þar sem margir þykjast finna fúlan Framsóknarfnyk af málinu sökum vinatengsla samgönguráðherra við nýráðinn vegamálastjóra, ekki síst þar sem engrar verkfræðimenntunar hafi verið krafist, en nýi forstjórinn er dýralæknir, líkt og samgönguráðherra sjálfur.

Þá gerðist Reykjavíkurborg brotleg við jafnréttislög er hún réði Ebbu Schram í starf borgarlögmanns á síðasta ári, í stað hæfari karlmanns, sem verður að teljast kaldhæðni örlaganna, þar sem lögin voru sett til að jafna hlut kvenna. Má því segja að um einskonar neikvæða jákvæða mismunun hafi verið að ræða.

Það sem vakti hinsvegar athygli var að bæði borgarstjóri og fyrrum borgarlögmaður hvöttu Ebbu sérstaklega til að sækja um starfið og gerðu ráð fyrir umsókn hennar, líkt og þeir viðurkenndu í símtali við Ástráð Haraldsson, sem einnig sótti um starfið, en kærði niðurstöðuna og vann málið. Þá telur Ástráður augljóst að Ebbu hafi verið „skapað forskot“ og henni hafi verið ætlað starfið frá byrjun.

Alls 13 manns sóttu um starf bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar. Það virðist vera enn eitt leikritið sem stjórnsýslan á Íslandi hefur sett á svið fyrir almenning, því orðið á götunni er að löngu sé búið að ákveða hver hreppi hnossið. Mun það vera starfandi bæjarstjóri, Borgnesingurinn Þórdís Sif Sigurðardóttir , sem ráðin var sem sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs Ísafjarðarbæjar árið 2013, en gegnir starfi bæjarstjóra þar til nýr hefur verið ráðinn. Mun hún því taka við af sjálfri sér, gangi sýningin eftir handritinu.

Spurningin er hinsvegar ávallt sú sama, hvort frammistaðan á stóra sviði stjórnkerfisins sé verðug uppklapps á næstu sýningu, að fjórum árum liðnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 klukkutímum

Guðrún gagnrýnir að til skoðunar sé að rukka Bláa lónið og fleiri fyrir varnargarðana – „Það eru kaldar kveðjur“

Guðrún gagnrýnir að til skoðunar sé að rukka Bláa lónið og fleiri fyrir varnargarðana – „Það eru kaldar kveðjur“
Pressan
Fyrir 2 klukkutímum

Enn eitt áfallið í Alheimsfegurð – Keppandi féll af sviði og flutt á sjúkrahús

Enn eitt áfallið í Alheimsfegurð – Keppandi féll af sviði og flutt á sjúkrahús
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Fóru að reikna og komust að því að þetta væri sú stjarnfræðilega upphæð sem kæmi í kassann ef Messi semur

Fóru að reikna og komust að því að þetta væri sú stjarnfræðilega upphæð sem kæmi í kassann ef Messi semur
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Tjáir sig um orðróminn um að O.J. Simpson sé faðir hennar

Tjáir sig um orðróminn um að O.J. Simpson sé faðir hennar
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

„Kennari ársins“ sendi 64 ástarbréf til 11 ára stúlku

„Kennari ársins“ sendi 64 ástarbréf til 11 ára stúlku
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Flytja skrifstofur sínar í höfuðstöðvar KSÍ

Flytja skrifstofur sínar í höfuðstöðvar KSÍ