fbpx
Laugardagur 10.apríl 2021
Leiðarar

Fjölmiðlafræðibekkurinn settur á hliðina – „Djöfulsins viðbjóður“

Tobba Marinósdóttir
Föstudaginn 26. febrúar 2021 10:10

Tobba Marinós ritstjóri DV. Mynd: Íris Ann

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fyrsta fjölmiðlafræðikúrsinum sem ég tók í menntaskóla lærði ég mikilvæga lexíu sem hefur fylgt mér síðan. Stundum vefst hún fyrir mér, stundum auðveldar hún mér að taka ákvarðanir.

Tíminn byrjaði á lestri. Kennarinn rétti okkur nokkrar blaðsíður sem fjölluðu um hryllilega meðferð á ungum dreng. Hann hafði sætt grófu ofbeldi af hendi móður sinnar, bæði líkamlegu og andlegu. Drengurinn var meðal annars fótbrotinn af móður sinni í einu brjálæðiskastinu, þá rétt fimm ára gamall. Hann bjó við ofbeldið árum saman.

Lesturinn fékk verulega á okkur. Bekkurinn var hljóður fyrir utan stöku „djöfulsins viðbjóður“ og „hvað er eiginlega að fólki?“.

Þegar allir höfðu lokið lestri spurði kennarinn hvað fólki fyndist vera réttmæt refsing fyrir móðurina. Það stóð ekki á svörum. Þau voru öll fremur hörð. Þeir hörðustu vildu aflífa konuna en aðrir vildu láta það nægja að læsa hana inni og henda lyklinum. Gott og vel, sagði kennarinn og rétti hópnum annað blað sem lýsti kynferðisofbeldi á hendur tveimur systkinum af hálfu foreldris.

Að lestri loknum var hópurinn aftur spurður svara. Svörin voru jafnvel afdráttarlausari. Ofbeldismaðurinn átti að gjalda fyrir þetta og það afdráttarlaust. Helst ekki líta dagsins ljós aftur. Þetta er hrein illska. Það er ekkert hægt að gera nema að loka fólk inni sem lengst. Svona fólk breytist ekki, var meðal þess sem rætt var.

Kennarinn horfði yfir bekkinn og kinkaði kolli. Bætti engu við, dró ekki úr. Leyfði fólki að mynda sér skoðanir og ræða þær. Gott og vel, sagði kennarinn. Hvað ef fórnarlambið úr fyrri sögunni er gerandinn í þeirri seinni.

Bekkinn setti hljóðan.

Undrun og vantrú sást á andlitum þeirra sem rétt áður vildu aflífa manninn sem var nú bæði orðinn brotaþoli og of beldismaður.

„Það þarf náttúrlega að hjálpa manninum,“ kallaði einhver.

„Já, rjúfa keðjuna,“ sagði einhver annar. „Einmitt, hann átti aldrei séns á eðlilegum samskiptum.

Ofbeldi var líklega eina form athygli sem hann fékk,“ sagði einhver á aftasta bekk.

Kennarinn kinkaði aftur kolli.

Samhengið skiptir máli en það breytir ekki því að maðurinn hafði gerst sekur um hræðilegan glæp og rænt börn sín sakleysi sínu. Hvar liggja mörkin á milli þess að setja hlutina í samhengi og fyllast meðvirkni?

Fólk þarf að axla ábyrgð á gjörðum sínum hafi það andlega burði til þess.

Við á DV erum sífellt í þessum umræðum og hugleiðingum. Hvenær skal nafnbirta, höfum við allar forsendur, sjáum við samhengið?
Að endingu er það þó alltaf okkar hlutverk að flytja fréttir – ekki dæma fólk sem vont eða gott.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Þórólfur og Kári ósáttir með Áslaugu Örnu – „Hún fær að borga fyrir það“

Þórólfur og Kári ósáttir með Áslaugu Örnu – „Hún fær að borga fyrir það“
EyjanFastir pennar
Fyrir 8 klukkutímum
Farsóttarfangelsið
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Harry og Meghan tjá sig um andlát Filippusar – „Þakka þér þjónustuna“

Harry og Meghan tjá sig um andlát Filippusar – „Þakka þér þjónustuna“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þekktur strípalingur faldi sig í 14 tíma – Gummi Ben segir: „Hann virkaði í góðu COVID standi“

Þekktur strípalingur faldi sig í 14 tíma – Gummi Ben segir: „Hann virkaði í góðu COVID standi“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Solskjær fundar reglulega með Cavani sem veit ekki hvað hann vill

Solskjær fundar reglulega með Cavani sem veit ekki hvað hann vill
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Grunaður mannræningi handtekinn á Íslandi

Grunaður mannræningi handtekinn á Íslandi
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Þetta hafa Íslendingar að segja um andlát prinsins – „Hann sem virtist svo sprækur“

Þetta hafa Íslendingar að segja um andlát prinsins – „Hann sem virtist svo sprækur“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Hagnýtar upplýsingar fyrir gosáhugafólk – Svæðið er hættulegt og fólk skal klæða sig eftir veðri

Hagnýtar upplýsingar fyrir gosáhugafólk – Svæðið er hættulegt og fólk skal klæða sig eftir veðri