fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Dregur úr atvinnuleysi – Nálgast 9 prósent

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 28. maí 2021 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í maí hefur atvinnuleysi minnkað um ríflega 1 prósent og nálgast nú 9 prósent. Í apríl fór það niður í 10,4 prósent úr 11 prósentum.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. „Þetta lítur mjög vel út og það er að fækka mjög mikið á atvinnuleysisskrá. Við eigum von á góðum tölum um mánaðamótin. Betri en við höfðum spáð fyrir um,“ er haft eftir Birnu Guðmundsdóttur, sérfræðingi hjá Vinnumálastofnun.

Fram kemur að meðal þess sem hefur haft mest áhrif séu átakið Hefjum störf en rúmlega 900 manns hafa nýtt sér það í maí og einnig hefur fjölgun ferðamanna haft jákvæð áhrif.

Í upphafi maí voru um 20.000 manns á atvinnuleysisskrá en eru nú nálægt 18.000.

Fréttablaðið hefur eftir Birnu að spáin fyrir sumarið sé góð en helsti óvissuþátturinn að hennar mati er hlutabótaleiðin en hún rennur út um mánaðamótin. „Það er óljóst hvort það fólk verði allt ráðið í fullt starf hjá fyrirtækjunum eða einhverjir lendi tímabundið á atvinnuleysisskrá,“ sagði hún.

Í nýrri þjóðhagsspá, sem Íslandsbanki kynnti í vikunni, er spáð 9 prósenta atvinnuleysi á árinu og að hlutfallið verði komið niður í það sem það var fyrir faraldurinn árið 2023. Birna sagðist telja þessa spá frekar svartsýna og að atvinnuleysi muni dragast hraðar saman. „Ég á von á því að hlutfallið verði orðið svipað og fyrir faraldurinn á næsta ári. Atvinnulífið er að breytast og verða bæði fjölbreyttara og sveigjanlegra. Fólk er ekki lengur alltaf í sömu störfunum og árstíðasveiflurnar eru að grynnast,“ er haft eftir henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn