fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Heimóttarskapur er erfiður andstæðingur

Eyjan
Þriðjudaginn 13. maí 2025 06:00

Ole Anton Bieltvedt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir 100 árum voru jarðarbúar 2 milljarðar. Voru Evrópubúar, er þar átt við vestari hlutann, 500 milljónir. 25% jarðarbúa. Verulegur hluti.

Staðan og horfur nú?

Nú eru þessar tölur 8,0 milljarðar jarðarbúa, en Evrópubúum hefur ekki fjölgað. Eru enn 500 milljónir. Hlutfallið er komið niður í 6%.

Um næstu aldamót er talið, að jarðarbúar verði komnir í 11-12 milljarða, en ekki er búizt við, að Evrópubúum fjölgi. Þeir verða því aðeins 4% jarðarbúa um næstu aldamót.

Miðstöð mannréttinda, velferðar og öryggis

Á sama tíma er Evrópa miðstöð góðs siðferðis, mannréttinda, virðingar við jörðina, velferðar, frelsis og öryggis. Er ljóst, að margur maðurinn í Asíu, Afríku eða S-Ameríku muni renna hýru auga til Evrópu og þeirrar farsældar og þess öryggis, sem hér má finna.

Þessi staða er nú þegar komin upp í formi flóttamanna frá Miðausturlöndum, Asíu og Afríku, svo að ekki sé talað um Úkraínumenn, sem reyndar eru að flýja innan Evrópu, en vilja ekkert frekar, en verða hluti af hinni eiginlegu Evrópu, ESB.

Enn eru þetta mest  einstaklingar, sem eru að flýja stríðshörmungar, atvinnuleysi, fátækt, vonleysi og ófrelsi. Ekki öflug lið eða skipulegar fylkingar trúarhópa eða árásargjarnra þjóða eða kynþátta.

Hvað kennir mankynssagan okkur?

Mannkynssagan einkennist af baráttu um auðæfi, land og kosti þess, völd og trúarbrögð. Þrátt fyrir viðleitni til samskipta og samstarfs á grundvelli skilnings og samhjálpar, er hætt við, að mannkynssagan endurtaki sig.

Eitt er sjálfsbjargarhvöt manna og leit að betra lífi, annað er valda- og yfirráðasókn valdagráðugra þjóðarleiðtoga og ofstækisfullra trúarleiðtoga í heimi dvínandi lífsgæða. Pútínar og Trumpar framtíðarinnar.

Höldum vöku okkar fyrir börnin okkar

Það væri ótrúleg grunnhyggja, ef við, Evrópubúar, héldum, að við gætum setið að mannréttindum okkar, allsnægtum og öryggi, í ró og friði, meðan að aðrir hlutar mannkyns svelta, líða og þjást, og, að þeir, sem eiga undir högg að sækja, muni einfaldlega nema staðar við línu á landakortinu.

Gæti uppskipting og ágreiningur vera til góðs?

Til eru þeir menn, sem halda, að Evrópa sé bezt komin í uppskiptingu og ágreiningi. Það er hryggilegt, að líka íslenzkir forystumenn skuli, vegna þjóðernishyggju sinnar og einstrengingsháttar, aðhyllast og beinlínis styðja þessi sjónarmið og tilraunir til niðurrifs og uppskiptingar Evrópu.

Brexit-sinnar, sem fyrir mér eru upplausnar- og niðurrifsmenn, eru hér alls staðar á ferð. Líka í of stórum stíl á Alþingi.

Skyldu þeir skilja ábyrgð sína og hugleiða velferð og öryggi barna sinna? Heimóttarskapur er erfiður andstæðingur.

Sterk Evrópa og aðgerðarplan til hjálpar

Til að tryggja hagsmuni og öryggi Evrópu, þarf þetta til að koma:

  1. Skilningur á þessari stöðu og þeirri hættu, sem framundan er.
  2. Fullkomin samstaða og bezta möguleg samvinna allra þjóða og afla innan Evrópu. Ísland auðvitað meðtalið.
  3. Evrópa þarf að fara af stað með öfluga áætlun og aðgerðaplan til að styrkja og byggja upp fátækar þjóðir heims, einkum í Afríku og Asíu, og hjálpa þeim þannig til sjálfsbjargar.

Vettvangur fyrir þetta lífsnauðsynlega samstarf og aðgerðir er vitaskuld Evrópusambandið, ESB, sem, Guði sé lof, er komið vel á veg með að friða, sameina og styrkja Evrópu, viðskiptalega og efnahagslega, og sér nú þörfina og hefur tekið stór skref til hernaðarlegrar styrkingar aðildarríkjanna og þar með sjálfstæðis Evrópu.

NATO fínt, en veitir ekki framtíðaröryggi

Menn hafa talið, að NATO myndi tryggja hagsmuni Evrópu og varnir, en, því miður hafa Evrópubúar treyst um of á hernaðarmátt Bandaríkjanna og þar með vanrækt sjálfstæðar varnir sínar og hernaðarmátt Evrópu sjálfar.

Úr þessu er nú loks verið að bæta, reyndar í stórum stíl, svo kaldhæðnislegt, sem það er, þökk sé Pútín.

Brogaður stríðsferill Bandaríkjamanna

Sagan sýnir, að Bandaríkin hafa lítinn raunverulegan sigurmátt á erlendri grund, þegar á reynir:

Illa vopnaður bændaher rak þá út úr Víetnam, nánast eins og halaklippta hunda, þrátt öll þeirra gjöreyðingarvopn.

Ekki gekk vel í Kóreu heldur, og ekki er árangurinn skárri í Afganistan, Írak eða Mið-Austurlöndum.

Gjöreyðingarvopn hafa fælingarmátt, en stríð vinnast ekki með þeim – með þeim tapa allir – stríð vinnast aðeins, ef yfir höfuð er hægt að tala um vinning og sigur í stríði, með hefðbundnum hernaði.

Endurkoma „Trumps“ meitluð í stein

Erfitt verður mikið að treysta á þá klofnu þjóð, sem Bandaríkjamenn eru, eftir að hún kaus sér Donald Trump sem forseta, í annað sinn, en búast má við, að annar hans líka, óútreiknanlegur sýndarmennskupési, hrokagikkur og óheilindamaður, kannski J.D. Vance, með America-First-stefnu, muni komast þar aftur til valda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Íslendingur týndur í Búlgaríu

Íslendingur týndur í Búlgaríu
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Borga sex milljónir fyrir Hojlund í vetur

Borga sex milljónir fyrir Hojlund í vetur
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Jackson sagður snúa aftur til Chelsea

Jackson sagður snúa aftur til Chelsea
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Möguleg tímamót framundan í Eyjum – Menningar- og náttúruminjar gætu farið undir byggð

Möguleg tímamót framundan í Eyjum – Menningar- og náttúruminjar gætu farið undir byggð
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Hún horfði á andlit nýfædda drengsins og sá að eitthvað var að – Níu mánuðum síðar kom sannleikurinn í ljós

Hún horfði á andlit nýfædda drengsins og sá að eitthvað var að – Níu mánuðum síðar kom sannleikurinn í ljós
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu umdeilt atvik í London – Margir bálreiðir yfir þessari ákvörðun

Sjáðu umdeilt atvik í London – Margir bálreiðir yfir þessari ákvörðun
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fengu skítkast en svöruðu hressilega fyrir sig á samskiptamiðlum – Sjáðu færsluna

Fengu skítkast en svöruðu hressilega fyrir sig á samskiptamiðlum – Sjáðu færsluna