fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Eyjan

Haraldur Ólafsson skrifar: Myrkur og óöld í heimi án Evrópusambands

Eyjan
Miðvikudaginn 13. nóvember 2024 21:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður heitir Davíð Þór Björgvinsson og skrifar um trú sína á EES-samningnum í DV 12. nóvember sl.  Allt yfirbragð greinarinnar gefur til kynna að höfundur hafi sannfærst um að Íslendingum séu skömmtuð gæði þessa heims í gegnum EES-samninginn og án hans væri eilíft myrkur.  Til vitnis er kölluð sjálf Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.  Hún sagði það á fundi þar sem vinir EES-samningsins hittust.   Davíð Þór heyrði sjálfur þegar spámaðurinn sagði frá, og lesendur DV skella upp úr.

Davíð Þór fjallar um þá „einföldu hugsun að forsenda fyrir sameiginlegum markaði á sviði vöruviðskipta, þjónustu, fjármagnsflutninga og vinnuafls sé að sömu reglur gildi alls staðar á honum.“  Það er vissulega einföld hugsun, en hún er líka barnalega einfeldningsleg.  Allir vita, að allt þetta sem nefnt er, er stundað í stórum stíl um allan heim af sjálfstæðum ríkjum og allir vita að Íslendingar stunduðu blómleg viðskipti löngu fyrir daga EES-samningsins.  Ríki heims geta sett sér ólíkar reglur og sum ríki þurfa ekki að ráða yfir öðrum til að eiga farsæl viðskipti.  Þannig hefur það lengi verið.

Frelsi sjálfstæðra ríkja til að setja sér lög kemur ekki í veg fyrir að þau afriti annarra ríkja lög og það er öllum að meinalausu.  Það er á hinn bóginn ekki að meinalausu ef íþyngjandi lögum sem henta ekki og kostar mikið að framfylgja er þvingað upp á þjóðir.  Það ætti Davíð Þór og allir sem þetta lesa að íhuga vandlega.

Greinarstúfur Davíðs Þórs Björgvinssonar, lagaprófessors, er dálítið fyndinn, en ekki alvöru framlag til stjórnmálaumræðu á Íslandi.

Höfundur er formaður Heimssýnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Biðskylda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Biðskylda
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Reiði skólameistarinn

Reiði skólameistarinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fylgi Miðflokks eykst enn – Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar

Fylgi Miðflokks eykst enn – Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Miðflokkurinn kominn í tæp 20%

Miðflokkurinn kominn í tæp 20%
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björg Magnúsdóttir: Er það til góðs að rífast við einhverja hagfræðinga um millistykki og bílastæði?

Björg Magnúsdóttir: Er það til góðs að rífast við einhverja hagfræðinga um millistykki og bílastæði?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Veikari fjölmiðlar þýða veikara lýðræði

Sigmundur Ernir skrifar: Veikari fjölmiðlar þýða veikara lýðræði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björg Magnúsdóttir: Pólitík ekki fyrir þá sem vilja bara þægilega innivinnu

Björg Magnúsdóttir: Pólitík ekki fyrir þá sem vilja bara þægilega innivinnu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Verðbólga fírast niður en vextir næst ákveðnir eftir rúma tvo mánuði

Verðbólga fírast niður en vextir næst ákveðnir eftir rúma tvo mánuði