fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
Eyjan

Vilhjálmur Egilsson: Eigum ekki að fara í ESB bara á efnahagslegum forsendum

Eyjan
Föstudaginn 2. janúar 2026 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Evrópusambandið er lýðræðisbandalag sem tryggir frið. Umræðan um aðildarviðræður og inngöngu Íslands ætti ekki síður að snúast um það hvað við höfum fram að færa gagnvart ESB en það sem ESB gefur okkur. Ef innganga Íslands byggir aðeins á því hvað við getum fengið en ekki það sem við getum gefið er hætt við að betur sé heima setið. Vilhjálmur Egilsson er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hér er hægyt að hlusta á brot úr þættinum:

Vilhjalmur Egilsson - 3
play-sharp-fill

Vilhjalmur Egilsson - 3

Andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu hafa talað um Evrópusambandið sem brennandi hús. og spurt: „Hver vill fara inn í brennandi hús?“ Er Evrópusambandið brennandi hús að þínu mati í þessum skilningi?

„Nei, ég held það sé ekki hægt að kalla það brennandi hús, en Evrópusambandið býr við þetta vandamál sem ég hef verið að lýsa og það er ákveðin stöðnun í Evrópusambandinu að því leytinu til að hagvöxtur þar hefur núna töluvert lengi verið svona undir því sem að ætti að vera og þyrfti að vera. En sjáðu til, þetta er heldur ekkert nýtt. Ég er nú ekkert svo rosalega gamall, en ég man eftir því þegar það var eitt hugtakið í gangi sem heitir Euro-sclerosis.

Það var á níunda áratugnum og það er að byggjast upp seint á áttunda áratugnum og svo á níunda áratugnum. Og hvað gerðu menn þá? Menn tóku sig til og stofnuðu innri markaðinn og það hleypti bara heilmiklu lífi þá í Evrópusambandið.

Í framhaldi af því tóku menn upp evruna þannig að þessi mál voru „leyst“, það var brugðist við með réttum hætti í bæði þessi skipti, bæði þegar innri markaðurinn var settur upp og þegar evran var sett upp, og hvort tveggja hefur orðið Evrópusambandinu til framdráttar.

Það er spurning núna hvort að Evrópusambandið hefur þetta innra afl sem þarf til þess að ná sér aftur á strik. Það eru vissulega heilmiklar pælingar innan Evrópusambandsins um þetta, samanber Draghi-skýrsluna sem er nú mikið umtöluð, og hvar Evrópusambandið, ætlar að bera niður? Þetta eru svona stóru málin fyrir Evrópusambandið.“

Það er náttúrlega nærtækt að spyrja næst, nú er yfirlýst stefna þessarar ríkisstjórnar að það færi fram þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald aðildarviðræðna ekki seinna en 2027. Margir segja, eins og ástandið í heiminum er, þá er ástæða til að flýta því. Hvað finnst þér um þessa þjóðaratkvæðagreiðslu og viðræður?

„Ég spyr mig nú sko, ef við Íslendingar erum að horfa á þetta algjörlega út frá okkar þröngu hagsmunum alltaf, við erum alltaf að spyrja hvað fáum við út úr þessu? En við spyrjum aldrei hvað eigum við og hvað þurfum við að leggja af mörkum? Hvað höfum við fram að færa til Evrópusambandsins? Og erum við tilbúin til þess að hafa eitthvað fram að færa til Evrópusambandsins?“

Heldurðu að við séum tilbúin til þess?

„Mér finnst að umræðan ætti að ganga út á það. Það ætti að vera númer eitt. Hvað höfum við fram að færa? Ætlum við eitthvað að leggja þarna af mörkum eða hvað? Ef við erum alltaf að bara að reikna út, hvað fáum við? Og allt sem við leggjum af mörkum er bara litið á sem fórn. Þá náttúrlega bara spyr maður sig, af hverju við erum að ganga í Evrópusambandið og við? Í sjálfu sér hefur okkur gengið bara mjög vel efnahagslega.“

En við borgum það á margan hátt dýru verði. Við erum með óstöðugt hagkerfi. Margir kenna gjaldmiðlinum þar um.

„Þú getur talið upp alls konar svona hluti sem eru réttir. Ef þú tekur bara krónuna eða evruna, evran er miklu sterkari gjaldmiðill heldur en krónan. En engu að síður, þá er það þannig að við þurfum alltaf að standa okkur í efnahagsmálunum, hvort sem við erum inni í Evrópusambandinu eða úti og aðild að Evrópusambandinu er ekki að afnema lífsbaráttuna á Íslandi.

Evran getur verið betri að einhverju leyti og svo koma einhverjir aðrir þættir sem eru erfiðir og allt það. En það sem ég er að segja, ef þessi umræða á að fara fram öllsömul á efnahagslegum forsendum þá finnst mér bara einhvern veginn eins og að við komumst ekkert áfram. Ef við ætlum að fara inn í Evrópusambandið á efnahagslegum forsendum, þá mun okkur alltaf líða illa í Evrópusambandinu. Alveg eins og Bretunum. Af því að þá förum við alltaf að kenna Evrópusambandinu um allt sem er erfitt. Og allt sem að gerist vont á Íslandi er út af Evrópusambandinu og allt þetta. Þá er bara betur heima setið.

En ég segi, ef við ætlum okkur raunverulega inn í Evrópusambandið þá erum við að spá í það, við viljum bara vera aðilar að þessu stóra bandalagi sem er að tryggja okkur frið, er lýðræðisbandalag og jafnvel þótt við séum bara með lítið lóð á vogarskálina þá erum við samt að gera eitthvað sem að hefur einhvern æðri tilgang og hefur einhverja æðri þýðingu fyrir okkur heldur en bara að telja peninga. Þetta er að mínu mati aðalmálið.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify.
Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún Karls Helgudóttir: Ótrúlegt hvað stórfelldar breytingar á Þjóðkirkjunni frá 2019 hafa farið lágt

Guðrún Karls Helgudóttir: Ótrúlegt hvað stórfelldar breytingar á Þjóðkirkjunni frá 2019 hafa farið lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Er ekki allt í jólalagi?

Nína Richter skrifar: Er ekki allt í jólalagi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verkstjórnin ber nafn með rentu

Orðið á götunni: Verkstjórnin ber nafn með rentu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gylfi Magnússon: Ekki hægt að tala um skattahækkanir

Gylfi Magnússon: Ekki hægt að tala um skattahækkanir
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Gylfi Magnússon: Bandaríkjamenn eru sjálfir að borga tolla Trumps

Gylfi Magnússon: Bandaríkjamenn eru sjálfir að borga tolla Trumps
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Til hamingju – Eins árs afmæli og verkin tala

Orðið á götunni: Til hamingju – Eins árs afmæli og verkin tala
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Jóhann Páll Jóhannsson skrifar: Planið virkar – Lækkandi vextir og minnsta verðbólga frá 2020

Jóhann Páll Jóhannsson skrifar: Planið virkar – Lækkandi vextir og minnsta verðbólga frá 2020
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025
Hide picture