fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Eyjan

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn

Eyjan
Miðvikudaginn 20. ágúst 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tollar rugla markaðinn mikið og þó að því sé oft haldið fram að búið sé að fella niður nær alla tolla á innflutningi til Íslands þá fer því fjarri að svo sé. Við erum með gríðarlega háa verndartolla á ýmsar landbúnaðarafurðir sem hafa mikil áhrif á verðlag matvöru hér á landi. Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins.

Hægt er að hlusta á brot úr þættinum hér:

Markaðurinn - Gréta María - 2
play-sharp-fill

Markaðurinn - Gréta María - 2

„Já, og svo má ekki gleyma því líka að með því að styðja við samkeppni, þó það komi til okkar í annaðhvort skipti eða þriðja hvert skipti, þá þýðir það líka að verðin í þeirri búð sem fær kannski oftar viðskipti eru ódýrari líka,“ segir Gréta María.

Já, maður hefur bara tekið eftir þessu, maður horfir nokkur ár til baka. Ég man þegar Costco kom hér inn á markaðinn, það hafði merkjanleg áhrif á verðlag hér á Íslandi. Og þið eruð líka að hafa svona áhrif.

„Já, og við erum allavega að leggja okkur öll fram við það og ég er alveg sammála. Alltaf þegar að kemur samkeppni á markaðinn þá er það til góðs fyrir neytendur og þegar Costco kom þá var Ísland oft af því þú færð og margir segja alltaf. Ég man eftir umræðu til dæmis um raftæki. Það var alltaf umræða um það að þessi raftæki sem voru með þessu þarna serial númeri að þau væru miklu lélegri en þau voru kannski framleidd fyrir Pólland. Nákvæmlega sama vara, segjum það, af því það bara var markaður sem að fólk hafði ekki jafn mikið milli handanna og þess vegna var varan ódýrari. Og það er þegar af því að Ísland hefur verið land þar sem að framleiðendur hafa litið á sem svona háframleiðsluland og þá er varan bara sem er seld til Íslands í grunninn dýrari. Og þess vegna oft hafa aðilar verið að flytja inn sjálfir. En með því að Costco sem sagt kemur, þá eru margir framleiðendur sem að breyta í rauninni flokkuninni á Íslandi af því þá getur ekki lengur selt á þessum háu verðum til Íslands.“

Já, ég man eftir því þegar ég bjó í Þýskalandi fyrir einhverjum áratugum. Þjóðverjar fóru yfir til Danmerkur til þess að kaupa sér Mercedes-Benz vegna þess að það eru svo miklir tollar og skattar á bílum í Danmörku að bílar eru svo dýrir þar að framleiðendur selja þá ódýrari til innflytjenda. Og ef þú kaupir bílinn til þess að flytja hann úr landi þá borgar þú ekki dönsku gjöldin. Þannig að Þjóðverjar fóru til Danmerkur til að kaupa sér Mercedes-Benz.

„Þetta eru einmitt svona dæmi um það hvernig verður og af því að við erum að tala um svona tollagjöld þá hefur náttúrlega verið mikið rætt síðustu vikur hér um tolla af því að Bandaríkjamenn ætla að setja okkur tolla á íslenskar vörur til útflutnings. Við megum líka ekki gleyma því að það eru miklir verndartollar á ýmsar innfluttar vörur.“

Já, já, það er stundum látið eins og sé búið að fella niður alla tolla en því fer víðs fjarri, því fer víðs fjarri.

„Því fer víðs fjarri. EES-samningurinn gerði okkur náttúrulega gríðarlega gott, það er mikið af vörum og frjálst flæði en það er mikið af vörum samt enn þá sem að hafa gríðarlega háa tolla og þá erum við ekkert að tala um eins og í Bandaríkjatilfellinu tíu til fimmtán prósent. Við erum sko að tala um tugi og hundrað prósent á sumar vörur sem við flytjum inn.“

Já, já, þetta er náttúrulega mjög mikið landbúnaðarafurðir.

„Já, mjög mikið landbúnaðarafurðir og þá er það bara eins og ég segi og það mér finnst allt í lagi að af því að við viljum að neytendur séu upplýstir að þegar að kemur oft erlend vara og það er bara hvernig getur hún verið ódýrari þegar það er búið að flytja hana inn til landsins og annað. Það er mjög oft út af tollum þannig að eins og með kjöt og annað þar sem að eru háir verndartollar á og við erum að styðja við íslenskan landbúnað og þá er það samt þannig að þó þú sért með tolla og annað þá er hún samt ódýrari. Já, en auðvitað er þetta þannig og við eigum náttúrulega að sjálfsögðu að markaðssetja okkar íslenskar vörur sem gæðaafurðir og fókusa á það. Það er ekkert endilega mikið magn, þær eru dýrari, það eru góð gæði þannig að við eigum að geta nýtt okkur það sem samkeppnisforskot.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sverð og skildir íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sverð og skildir íslenskra hagsmuna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Hide picture