fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Eyjan

Orðið á götunni: Stjórnlaus græðgi sumra þingmanna – fara í frí á fullum launum meðan þing situr

Eyjan
Miðvikudaginn 9. júlí 2025 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að full þörf sé að hafa virkt eftirlit með því hvort þingmenn á hinu háa Alþingi vinni fyrir kaupinu sínu. Samkvæmt lögum ber alþingismönnum að mæta í vinnuna þegar þing en í 1. mgr. 65. gr þingskapalaga segir:

„Skylt er þingmönnum að sækja alla þingfundi nema nauðsyn banni. Forföll skal tilkynna forseta svo fljótt sem unnt er og metur hann nauðsynina.“

Í 2. mgr. sömu greinar segir:

„Ef þingmaður forfallast svo að nauðsyn krefji að varamaður hans taki sæti hans á meðan skal hann tilkynna forseta það bréflega og jafnframt gera grein fyrir í hverju forföllin eru fólgin og hversu lengi þau muni vara. Forseti kynnir þinginu bréfið. Þegar varamaður tekur sæti í forföllum þingmanns skal hann ekki sitja skemur en [eina viku nema þingi hafi áður verið frestað eða þinghlé sé hafið samkvæmt starfsáætlun]. Þingmaður nýtur ekki þingfararkaups meðan varamaður hans situr á þingi nema fjarvist sé vegna veikinda eða þingmaður sé fjarverandi í opinberum erindum í a.m.k. fimm þingdaga.“

Orðið á götunni er að sumir þingmenn umgangist þessa mætingarskyldu sín mjög frjálslega og vanræki að tilkynna forföll er þeir mæta ekki til þings jafnvel svo vikum skiptir.

Athygli vakti að á dögunum varð að skikka Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttir, þingmann Sjálfstæðisflokksins, til að kalla inn varamann eftir að hún flutti til New York þar sem hún hyggst stunda nám næstu mánuði. Hafði hún horfið af þingi án þess að tilkynna forföll og verið í einhverjar vikur á fullu þingfararkaupi í Vesturheimi að undirbúa námið og koma sér fyrir.

Orðið á götunni er að þegar Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknarflokksins, sást ekki á þingi í nokkra daga á dögunum hafi hann einfaldlega brugðið sér norður í land og farið í heyskap í sinni heimasveit á fullu þingfararkaupi á meðan þingið sat og fundaði í Reykjavík.

Í síðustu viku birtist allt í einu Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, þingmaður Miðflokksins, í þingsal til að flytja sína fyrstu ræðu í málþófi stjórnarandstöðunnar gegn veiðigjaldamálinu. Orðið á götunni er að hún hafi verið að koma úr 18 daga fríi erlendis. Enginn varamaður var kallaður inn fyrir hana og því var hún á fullu þingfararkaupi allan tímann í fríinu.

Orðið á götunni er að dæmin um þingmenn sem taka sér frí til að sinna sínum einkamálum án þess að kalla inn varamann séu fleiri og nafni Sigríðar Andersen, þingmanns Miðflokksins, hefur heyrst fleygt.

Þegar búið er að slíta þingi, sem jafnan gerist í júnímánuði eiga þingmenn sitt sumarfrí og geta farið hvert á land sem er á fullum launum fram í september vegna þess að engan þarf að kalla inn varamanninn þegar þing situr ekki. Lögin eru hins vegar alveg skýr með það að taki þingmaður frí til að sinna einkaerindum sínum meðan þing situr ber honum að kalla inn varamann, sem skal sitja eina viku skemmst.

Orðið á götunni er að sá háttur ofangreindra þingmanna stjórnarandstöðunnar að taka sér frí á fullum launum sé í raun ekkert annað en vinnusvik, auk þess að vera brot á þingskapalögum.

þessi háttsemi virðist einskorðast við þingmenn stjórnarandstöðunnar, þingmenn stjórnarmeirihlutans fylgi reglum og lögum. Þannig mun Víðir Reynisson, þingmaður Samfylkingar, hafa tekið sér frí í síðustu viku, kallað inn varamann og því verið launalaus í fríinu eins og vera ber. Það hafa aðrir þingmenn Samfylkingarinnar líka gert. Í mars fór Sigmundur Ernir Rúnarsson í frí og kallaði inn varamann. Í síðasta mánuði fór Kristján Þórður Snæbjarnarson í frí og var launalaus meðan varamaður hans leysti hann af. Þá mun Ása Berglind Hjálmarsdóttir hafa gert hið sama, kallað inn varamann þegar hún sinnti einkaerindum utan þings.

Orðið á götunni er að það sé ámælisvert að þingmenn sem kosnir hafa verið til að setja okkur lög og þiggja himinhá laun frá skattgreiðendum skuli óhikað virða að vettugi lögbundna skyldu sína til að vera í vinnunni þegar þeir eru á launum. Það sé yfirgengileg og óboðleg græðgi að þiggja laun fyrir vinnu sem ekki er innt af hendi. Þetta sé sjálftaka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lára Björg ráðin verkefnastjóri miðlunar og samskipta hjá Háskólanum í Reykjavík 

Lára Björg ráðin verkefnastjóri miðlunar og samskipta hjá Háskólanum í Reykjavík 
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann

Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar