fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
EyjanFastir pennar

Sigmundur Ernir skrifar: Ísrael hefur sagt sig úr samfélagi siðaðra þjóða

Eyjan
Laugardaginn 19. júlí 2025 13:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísraelsk stjórnvöld gera sér far um að myrða palestínsk börn. Þau elta þau uppi, hvar sem þau finnast, og drepa með ísköldu blóði. Ef skotmörkin eru ekki sjúkrahús og fæðingarstofur, þá eru það leikvellir og skólar. Og nú síðast biðraðir barna eftir mat og öðrum nauðsynjum á sundurskotinni Gasaströnd.

Á þeim liðlega 650 dögum sem liðnir eru frá því herir síonista endurguldu ógeðslega hryðjuverkaárás Hamas-liða á ísraelskar grundir, hefur gjörvallt samfélag Palestínumanna á Gasa verið lagt í rústir einar. Tækifærið sem gafst öfgafullri Netanyahu-stjórninni var gripið á lofti – og nýtt til hins ýtrasta. Það sem ráðherra harðlínuaflanna hafði lengi dreymt um, gat nú orðið að veruleika í nafni hefndar.

Stundarhneykslan Vesturvelda á framferði Hamas skyldi nú óspart notuð til að útrýma palestínskri þjóð á téðu svæði í eitt skipti fyrir öll, með ríkri hernaðaraðstoð og velvild, beggja vegna Atlantsála.

Og niðurstaðan liggur fyrir. Einn best búni herflokkur heims hefur fylgt eftir stefnu um stórfelldasta þjóðarmorð okkar tíma. Af þeim 58 þúsund manneskjum sem ísraelskir hermenn hafa murkað lífið úr á næstum tveggja ára skeiði, eru að minnsta kosti 17 þúsund börn. Á öllum aldri. Samantekt Politiken sýnir að 916 þeirra eru innan eins árs, 893 eru yngri en tveggja ára, 897 innan þriggja ára, 840 yngri en fjögurra ára og 816 innan fimm ára. Raunar dreifist morðtíðnin nokkuð jafnt yfir palestínska krakka, en hún er á bilinu 800 til rösklega 1000 fram á átjánda árið.

„Af hálfu Íslands og annarra þjóða sem vilja leggja nafn sitt við mannúð er ekki lengur í boði að deila menningu, viðskiptum og öðrum samskiptum við stórtækustu lögbrjóta alþjóðareglna sem síðari tíma sögur fara af.“

Þessi liður í miskunnarlausum þjóðernishreinsunum, sem eiga ekki sinn líka fyrir botni Miðjarðarhafs, er að sögn fréttaskýrenda einkum til þess gerður að skapa sem mesta örvæntingu og þjáningu, svo uppgjöfin verði að endanum lokasvarið. Palestínskir Gasabúar safnist þá saman í einar og sömu útrýmingarbúðirnar og bíði þar ýmist dauða – sem ef til vill er orðinn skásti kosturinn við ólýsanlega ljótar aðstæður – eða búa sig undir endanlegan flótta frá heimalandi sínu, þá aumu endurlausn.

Þeim eru nefnilega allar bjargir bannaðar. Ef börn og fullorðnir eru ekki skotin á færi við að leita sér hjálpargagna á vandlega völdum stöðum – svo skotmarkið sé auðveldara – treðst fólkið undir í hungri sínu og örvæntingu. Því er beint um þröngan veg að matarvögnum bandarísk-ísraelskra samtaka, sem stýrt er af kristnum stuðningsmanni Donalds Trump Bandaríkjaforseta, svo píndu Palestínufólki gefist eins veikur kostur og hugsast er að seðja sultinn. Og annan mat er hvergi að finna.

Sameinuðu þjóðanna segja nú að yfir 500 manns hafi látist við þessar hraksmánarlegu matarúthlutanir hjá fyrrgreindum samtökum sem kenna sig við hjálp, en fara á svig við alla mennsku og reglur.

Og allt minnir þetta á þá þjáningu sem gyðingar sjálfir stóðu frammi fyrir undir miðja síðustu öld. Þeim var safnað saman í útrýmingarbúðir. Sagan geymir þann hrylling um aldir.

Og nú skal hún endurtaka sig af þeim sem ekkert hafa lært af sögunni – og aldrei munu læra að skammast sín. Stríðsglæpaherrann Netanýahú, sem brennir Genfarsáttmálann daglega í beinni útsendingu um allan heim, ætlar í slagtogi við varnarmálaráðherra sinn, Israel Katz að reisa „mannúðarborg“ á rústum Rafah-borgar á Gasa, en „lokamarkmiðið“ sé að hýsa þar alla íbúa Gasa þar til þeir verði að lokum fluttir brott úr landi sínu.

Kunnuglegt?

Það verður ekki unað við þessa glæpi gegn mannkyni. Ísarel hefur sagt sig úr samfélagi siðaðra þjóða. Af hálfu Íslands og annarra þjóða sem vilja leggja nafn sitt við mannúð er ekki lengur í boði að deila menningu, viðskiptum og öðrum samskiptum við stórtækustu lögbrjóta alþjóðareglna sem síðari tíma sögur fara af. Barbarískir barnamorðingjar dæma sig sjálfir til eilífrar útilokunar.

Jafnvel Rússar fara sér hægar. Og höfum við þó sagt skilið við þá. Í þeim efnum verður Ísland að vera sjálfu sér samkvæmt. Annað er ekki í boði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem er á móti frjálsri fjölmiðlun

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem er á móti frjálsri fjölmiðlun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Kormákseðli þjóðskáldsins

Óttar Guðmundsson skrifar: Kormákseðli þjóðskáldsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Keppni hafin í lýðskrumi án atrennu – Miðflokkurinn tekur forystuna

Svarthöfði skrifar: Keppni hafin í lýðskrumi án atrennu – Miðflokkurinn tekur forystuna
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Milljarðafyrirtækin barma sér vegna fjölmiðlastyrks sem ætti ekki að skipta þau neinu máli

Svarthöfði skrifar: Milljarðafyrirtækin barma sér vegna fjölmiðlastyrks sem ætti ekki að skipta þau neinu máli
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Af útlenskum lögum á Íslandi

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Af útlenskum lögum á Íslandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Thomas Möller skrifar: Hvað ef ESB væri ekki til?

Thomas Möller skrifar: Hvað ef ESB væri ekki til?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Nína Richter skrifar: Þegar Play ýtti á stopp

Nína Richter skrifar: Þegar Play ýtti á stopp
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Verðfall í búð reynslunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Verðfall í búð reynslunnar