fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
Eyjan

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 15. júlí 2025 18:03

Guðrún Hafsteinsdóttir. Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður og formaður Sjálfstæðisflokksins segist hlakka til næsta þingvetrar. Núna þegar fallegasti og mest heillandi árstími landsins stendur yfir óskar hún landsmönnum gleðilegs sumar og hlakka til að eiga samtal við landsmenn. 

Segir hún þinglokin staðfesta fórn ríkisstjórnarinnar:

Þinglokin staðfesta að ríkisstjórnin lagði allt undir fyrir veiðigjaldið og fórnaði í leiðinni nánast öllum öðrum málum sínum. En við í Sjálfstæðisflokknum náðum mikilvægum áfanga með breytingartillögu okkar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga sem kemur í veg fyrir skattahækkun á rúmlega 90 þúsund manns. Það eitt sýnir hversu mikilvægt er að hafa sterka stjórnarandstöðu sem stendur vörð um fólkið í landinu.

Þessi tilraun ríkisstjórnarinnar til að hækka skatta er aðeins forsmekkurinn. Við vitum hvert þau stefna, en við ætlum ekki að sitja hjá. Við stöndum með heimilum, fyrirtækjum og sjálfstæðu atvinnulífi.

Guðrún segir Kristrúnu Frostadóttur vera fyrsta forsætisráðherrann í 66 ár til að beita 71. greini þingskaparlaga. 

Ekki vegna neyðarástands, heldur til að þröngva í gegn skattahækkun. Það var ekkert annað en valdbeiting sem sýnir ekki styrk, heldur veikleika.

Guðrún segir sinn flokk halda áfram með skýra sýn:

Næsti þingvetur verður tími nýrrar baráttu og Sjálfstæðisflokkurinn er tilbúinn að leiða hana af ábyrgð og festu. Við ætlum að leggja áherslu á að bæta hag heimilanna, styðja við verðmætasköpun og sterkt atvinnulíf, og standa vörð um fullveldið. 

Sjálfstæðisflokkurinn mun áfram standa vörð um hagsmuni þjóðarinnar. Sterkur Sjálfstæðisflokkur skiptir sköpum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Umræðunni um málfrelsi komið upp á rétt plan

Orðið á götunni: Umræðunni um málfrelsi komið upp á rétt plan
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segja sleggjuna hafa verið of þunga fyrir Kristrúnu

Segja sleggjuna hafa verið of þunga fyrir Kristrúnu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ásgeir Jónsson eins og Neró – skítt með brunann

Orðið á götunni: Ásgeir Jónsson eins og Neró – skítt með brunann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“