fbpx
Laugardagur 24.maí 2025
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Bólu-Hjálmar

Eyjan
Laugardaginn 24. maí 2025 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt öflugasta og fátækasta skáld 19. aldar var Hjálmar Jónsson frá Bólu í Blönduhlíð í Skagafirði. Hann þótti níðskældinn og var kærður fyrir sauðaþjófnað af nágrönnum sínum. Eftir löng réttarhöld var hann sýknaður og hrökkluðust hjónin í kjölfarið frá Bólu. Hann var listfengur og liggja eftir hann margir glæstir smíðisgripir og útskurður í lokuðum dyblissum Þjóðminjasafns.

Kvæði hans og vísur urðu landsfræg enda var hann ótrúlega hagmæltur. Hjálmar var reiður mörgum samtímamönnum sínum og sendi þeim naprar kveðjur. Hann orti um sveitunga sína í Akrahreppi:

Félagsbræður ei finnast þar,
af frjálsum manngæðum lítið eiga,
eru því flestir aumingjar,

en illgjarnir þeir sem betur mega.

Hjálmar dó í mikilli örbirgð og var jarðaður við litla viðhöfn frá Miklabæjarkirkju. Saga skáldsins er stundum sögð til að sýna fram á skilningsleysi nítjándu aldar gagnvart hæfileikafólki.

Hjálmari hefði þó sennilega ekki vegnað mikið betur í nútímasamfélagi. Ljóðabækur hans hefðu selst illa eins og slíkar bækur gera. Hann hefði birt skáldskap sinn á netinu og uppskorið hörð viðbrögð. Gott og rétthugsandi fólk reiddist og skrifaði harðorða pistla um þennan beiska hagyrðing að norðan. Hann hefði staðið í endalausum meiðyrðamálum bæði gagnvart einstaklingum og opinberum stofnunum með tilheyrandi kostnaði. Íbúar og yfirvöld í Akrahreppi hefðu safnað undirskriftum til að losna við hann úr sveitinni. Bankarnir stefndu honum fyrir þessa vísu:

Er það gleði andskotans,
umboðslaun og gróði,

fémunir þá fátæks manns,

fúna í ríkra sjóði.

Slyngir stjörnulögmenn bankanna hefðu gert hann gjaldþrota. Í ellinni hefði hann unnið við að semja texta fyrir rokkhljómsveitir á Sauðárkróki og koma fram á hagyrðingakvöldum. Félagsmálayfirvöld í Skagafirði settu hann á endalausan biðlista eftir félagslegu húsnæði og liðveislu þar sem röðin kom aldrei að honum.

Hætt er því við að Hjálmar hefði dáið jafn beiskur og einmana inni á hjúkrunarheimili samtímans og hann gerði forðum í Seyluhreppi árið 1875.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Stjórnarandstaða með pólitískt sjálfsofnæmi

Sigmundur Ernir skrifar: Stjórnarandstaða með pólitískt sjálfsofnæmi
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Vælustjórnun

Óttar Guðmundsson skrifar: Vælustjórnun
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum
Lögregla rúin trausti
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Traust er undirstaða réttláts samfélags

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Traust er undirstaða réttláts samfélags
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Hér vantar óperu

Björn Jón skrifar: Hér vantar óperu
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Steinunn Ólína skrifar: Óttaslegnir menn

Steinunn Ólína skrifar: Óttaslegnir menn
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna
EyjanFastir pennar
19.04.2025

Svarthöfði skrifar: Sendu nú vælubíl að sækja mig!

Svarthöfði skrifar: Sendu nú vælubíl að sækja mig!
EyjanFastir pennar
19.04.2025

Sigmundur Ernir skrifar: Mesta lýðræðisógn okkar tíma

Sigmundur Ernir skrifar: Mesta lýðræðisógn okkar tíma