fbpx
Laugardagur 14.júní 2025
EyjanFastir pennar

Steinunn Ólína skrifar: Verjum hafið og hemjum valdið

Eyjan
Föstudaginn 16. maí 2025 06:00

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Mynd: Kári Sverrisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í áratugi höfum við barist fyrir hærri tekjum af sjávarútvegi. Það hefur verið kallað réttlætisbarátta. En á hvaða grunni stendur sú barátta?

Þegar við krefjumst arðs af veiðum, sem skaða hafsbotninn og lífríkið allt, erum við auðvitað samsek. Botnvörpuveiðar, burðarás stórútgerðarinnar raska viðkvæmum búsvæðum, draga úr líffræðilegum fjölbreytileika um allt að 50% og veikja getu hafsins til að binda kolefni, samkvæmt Hafrannsóknastofnun og erlendum sérfræðingum.

Erum við nokkru skárri en þeir sem framkvæma skemmdarverkin, ef við viljum hirða arðinn af eyðileggingunni?

Framtíð í okkar höndum

Sjávarútvegur skilar um 25% af útflutningstekjum Íslands. En ef við höldum áfram að ofnýta og eyðileggja hafið, glatast þessi auðlind og framtíðarforsendur bresta.

Rannsóknir sýna að þegar hafsvæðum er gefinn friður frá veiðum, vaxa fiskistofnar um 20–30% á 5–10 árum. Með verndun fjárfestum við því bæði í náttúrunni og hagkerfinu til langtíma.

Kvikmyndin Hafið – kraftmikið ákall

Í Sambíóunum er nú sýnd kvikmyndin Hafið, líklega síðasta verk Davids Attenborough. Myndin leiðir okkur um undraheim sjávarins – en sýnir líka skelfilegar afleiðingar botnvörpuveiða.

Vonin felst þó í endurnýjunarhæfni hafsins. Þegar hafsvæði fá frið, tekur lífríkið við sér á ótrúlegum hraða.

Breyttir tímar

Kvótakerfið átti að vernda fiskistofna, en varð að eignakerfi fárra. Þjóðin, sem á auðlindina samkvæmt lögum, situr eftir með sárt ennið.

Við höfum reynt að leiðrétta þetta með veiðigjöldum og tillögum um innköllun. En núna er tækifærið komið!

Verndin veikir valdið

Ísland hefur skuldbundið sig til að vernda 30% af hafsvæði sínu fyrir 2030. Enn sem komið er eru aðeins tæplega 2% friðuð.

Stækkun verndarsvæða, t.d. kóralrifa og uppeldisstöðva mikilvægra tegunda getur dregið úr veiðiheimildum stórútgerða án þess að við þurfum að heyja beint stríð um eignarréttinn.

Reynsla annarra þjóða, til að mynda á Nýja-Sjálandi, sýnir að slíkar aðgerðir veita rými fyrir minni og sjálfbærari veiðar sem gagnast nærsamfélögum og náttúrunni.

Nice 2025

Í júní 2025 tekur Ísland þátt í Sjávarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Nice. Þar getur Ísland lagt fram metnaðarfullar tillögur um friðun og styrkt stöðu sína sem leiðandi afl í sjálfbærni.

En til þess þarf þrýsting heima fyrir. Við þurfum almannavilja – og sameiginlegt ákall.

Hver á líf?

Guðmundur í Brim sagði: „Fiskurinn á sig sjálfur.“ Það er rétt. Hafið lifnar við þegar það fær frið. Því fleiri svæði sem njóta verndar, því minna svigrúm hefur stórútgerðin.

Við þurfum ekki að vera háð gróða þeirra sem skaða náttúruna. Við þurfum því að svelta valdið – ekki með öskrum, heldur með ábyrgri stefnu og friðsamlegri ákvörðun um að vernda hafið okkar vegna.

Verjum hafið og hemjum valdið

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Tveggja turna tal

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Tveggja turna tal
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Prússneskur agi

Björn Jón skrifar: Prússneskur agi
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Umræðu lyft á hærra plan

Þorsteinn Pálsson skrifar: Umræðu lyft á hærra plan
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Thomas Möller skrifar: Samkeppnishæfni Íslands er málið

Thomas Möller skrifar: Samkeppnishæfni Íslands er málið
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Brimlaus andstaða

Þorsteinn Pálsson skrifar: Brimlaus andstaða
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Við borðið eða á ganginum?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Við borðið eða á ganginum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Efnaðasta fólkið fær mesta afsláttinn

Sigmundur Ernir skrifar: Efnaðasta fólkið fær mesta afsláttinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Frá Brjánslæk til Brussel

Þorsteinn Pálsson skrifar: Frá Brjánslæk til Brussel