fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris

Eyjan
Fimmtudaginn 10. apríl 2025 07:00

Kamala Harris.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri bók eftir blaðamanninn Jonathan Allan kemur fram að Barack Obama, fyrrum forseti Bandaríkjanna, hafi ekki viljað að Kamala Harris yrði forsetaframbjóðandi Demókrata í forsetakosningunum síðasta haust.

New York Post skýrir frá þessu og segir að þetta komi fram í bókinni „Fight: Inside the Wildest Battle for the White House“.

Í bókinni segir meðal annars: „Obama var harðákveðinn í að Biden ætti ekki að halda áfram og hann vildi heldur ekki að Kamala Harris tæki við af Biden.“

Obama vildi láta efna til opinnar samkeppni um hver yrði forsetaframbjóðandi í staðinn fyrir að útnefna Harris sem frambjóðanda.

Í samtali við MSNBC sagði bókarhöfundurinn að Obama hafi virkilega unnið gegn Harris, því hann hafi ekki talið hana besta kostinn fyrir Demókrata.

Segir bókarhöfundurinn að Obama hafa neitað að lýsa yfir stuðningi við framboð Harris daginn sem Biden dró framboð sitt til baka.

Obama hefur ekki viljað tjá sig um það sem fram kemur í bókinni.

Eftir að margir valdamiklir Demókratar höfðu lýst yfir stuðningi við Harris, skrifaði Obama á X: „Við Michelle hringdum í vinkonu okkar Kamala Harris fyrr í vikunni. Við sögðum henni að við teljum að hún verði góður forseti og að hún njóti fulls stuðnings okkar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hörð átök Kaliforníu og Trump – Mikilvægir hlutir gerast baksviðs

Hörð átök Kaliforníu og Trump – Mikilvægir hlutir gerast baksviðs
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump

Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Örvænting grípur um sig meðal uppgjafaráðherra

Orðið á götunni: Örvænting grípur um sig meðal uppgjafaráðherra
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Sendu nú vælubíl að sækja mig!

Svarthöfði skrifar: Sendu nú vælubíl að sækja mig!
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Lélegir innviðir Þrándur í Götu ferðaþjónustunnar

Hanna Katrín: Lélegir innviðir Þrándur í Götu ferðaþjónustunnar