fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Eyjan

Krefjast svara um afskipti Ásthildar Lóu af kjaraviðræðum kennara

Eyjan
Fimmtudaginn 6. febrúar 2025 16:14

Ásthildur Lóa Þórsdóttir og Kristrún Frostadóttir á þingsetningu Alþingis.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn­ar­andstaðan á Alþingi hefur krafið Kristrúnu Frostadóttur, for­sæt­is­ráðherra, um svör vegna meintra af­skipta Ásthild­ar Lóu Þórs­dótt­ur mennta­málaráðherra, eða starfs­manns á henn­ar veg­um, af  kjaraviðræðum Kenn­ara­sam­bands Íslands við ríki og sveit­ar­fé­lög.

Ásthildur Lóa hefur þegar neitað fyrir aðkomu sína að kjaradeildunni í viðtali við Mbl.is á þriðjudaginn.

Spurningar stjórnarandstöðunnar hafa verið send fjöl­miðlum en und­ir sendinguna rita Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, þing­flokks­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, Bergþór Ólason, þing­flokks­formaður Miðflokks­ins og Ingi­björg Isak­sen, þing­flokks­formaður Fram­sókn­ar.

Er þar gefið í skyn að Ásthildur Lóa hafi ekki farið með rétt mál þegar

„Fregn­ir herma að hæst­virt­ur mennta- og barna­málaráðherra, eða starfsmaður á hans veg­um, hafi boðið tveggja pró­senta launa­hækk­un til viðbót­ar við það sem þá var á borðinu. Þetta var kostnaður sem rík­is­sjóður átti að taka á sig til ein­hvers tíma í þeim til­gangi að liðka fyr­ir deil­unni,“ seg­ir í fyr­ir­spurn­inni.

„Ráðherra hef­ur enga beina aðkomu að samn­ing­um sem þess­um sem er alls ekki að ástæðulausu og er vart hægt að segja að þarna hafi verið að tryggja sam­stöðu á meðal aðila vinnu­markaðar­ins þegar boðin er launa­hækk­un um­fram aðra hópa.“

Þingflokksformennirnir þrír segja að miklir hagsmunir séu í húfi og því óski þeir eftir svörum sem fyrst frá forsætisráðherra. Ástæða þess að fyrirspurnin er borin upp með þessum hætti er vegna þess að óund­ir­bú­inn fyr­ir­spurna­tími sem var á dag­skrá þing­fund­ar í dag var felld­ur niður en til stóð að Kristrún og Ásthild­ur stæðu þar fyr­ir svör­um.

Þá varp­ar þremenningarnir fimm spurn­ing­um fram í fyr­ir­spurn sinni:

1. Er rétt að mennta- og barna­málaráðherra, eða starfsmaður á hans veg­um, hafi boðið samn­ingsaðilum, í kjara­deilu kenn­ara við ríki og sveit­ar­fé­lög, 2% hækk­un ofan á það sem þegar lá fyr­ir? Ef ekki, var aðkoma ráðherr­ans með öðrum hætti en hér er til­greind, og hver þá?

2. Er rétt að ráðuneyt­is­stjór­ar í for­sæt­is- og fjár­málaráðuneyti, eða aðrir starfs­menn þeirra ráðuneyta, hafi mætt í húsa­kynni rík­is­sátta­semj­ara á þess­um tíma, og ef svo er, í hvaða er­inda­gjörðum?

3. Ef svo er, var það með vit­und og samþykki for­sæt­is­ráðherra og/​eða fjár­málaráðherra?

4. Ef rétt er, liggja fyr­ir fjár­heim­ild­ir vegna þessa?

5. Ef rétt er, lít­ur for­sæt­is­ráðherra svo á að eðli­legt sé að mennta- og barna­málaráðherra stigi inn í kjara­deil­una með þess­um hætti? Lít­ur for­sæt­is­ráðherra al­mennt svo á að af­skipti ráðherra af kjara­deil­um séu eðli­leg?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Hér vantar óperu

Björn Jón skrifar: Hér vantar óperu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Borgum meira!

Thomas Möller skrifar: Borgum meira!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heimir Már sakar stjórnarandstöðuna um enn eitt málþófið út af veiðigjöldunum – „Af hagsmunatengdum vinum má þekkja þá“ 

Heimir Már sakar stjórnarandstöðuna um enn eitt málþófið út af veiðigjöldunum – „Af hagsmunatengdum vinum má þekkja þá“ 
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bandaríkin eru svona nærri því að verða einræðisríki

Bandaríkin eru svona nærri því að verða einræðisríki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Bjarnason hæðist að Svandísi – „Enginn getur tekið tapið frá flokksformanninum – sama hvað hlaðvarpssamtölin verða mörg“ 

Björn Bjarnason hæðist að Svandísi – „Enginn getur tekið tapið frá flokksformanninum – sama hvað hlaðvarpssamtölin verða mörg“