fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Eyjan

Segja mikið drama hafa átt sér stað fyrir framan nefið á Trump

Eyjan
Þriðjudaginn 29. apríl 2025 18:00

Elon Musk og Donald Trump. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er almennt vitað að Elon Musk, ráðgjafi Donald Trump, og Scott Bessent, fjármálaráðherra, kemur ekki vel saman. Nú eru nýjar upplýsingar komnar fram um ósætti þeirra og hávaðarifrildi þeirra beint fyrir framan nefið á Trump.

Nýlega skýrðu fjölmiðlar frá deilum þeirra og Axios bætti um betur og kom með nýjar fréttir um deilur þeirra á skrifstofu Trump í Hvíta húsinu.

„Þetta voru tveir hvítir, miðaldra milljarðamæringar, sem héldu að þetta væri glímukeppni í Vesturálmunni,“ sagði heimildarmaður Axios.

Rifrildið snerist að sögn um hver eigi að stýra bandaríska skattinum, IRS. Þegar rifrildi Musk og Bennet hófst hafði Trump tilnefnt Gary Shapley, sem Musk vildi í embættið. Bandarískir fjölmiðlar segja að Trump hafi síðan bakkað með þetta og reiknað sé með að Michael Faulkender, sem Bessent vill í embættið, fái það.

Axios segir að það hafi verið Bennet sem hóf rifrildið. Hann hafi sagt við Musk að hann hafi farið á bak við hann. „F-sprengjurnar byrjuðu að fljúga um loftið,“ sagði heimildarmaður og á þar auðvitað við orðið „fuck“.

Trump var viðstaddur þegar þessi orðaskipti áttu sér stað og Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, var í heimsókn í Hvíta húsinu þennan dag og er sögð hafa heyrt orðaskiptin.

Sjónarvottur sagði að Bessent hafi öskrað „fuck you“ að Musk sem hafi þá beðið hann um að segja þetta hærra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi