fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Eyjan

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins: Óánægja með nýjar reglur sem vængstýfa málefnanefndir – formanni fengið fordæmalaust vald

Eyjan
Föstudaginn 28. febrúar 2025 16:30

Mynd/Sjálfstæðisflokkurinn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkur óánægja virðist komin upp hjá mörgum landsfundarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins með ný fundarsköp landsfundarins, sem miðstjórn Sjálfstæðisflokksins samþykkti á fundi sínum 7. febrúar sl. Þykja fundarsköpin gera málefnanefndirnar nær áhrifalausar.

Óánægjan snýr að 3. kafla fundarskapanna, sem fjallar um meðferð og afgreiðslu ályktana á fundinum, en á landsfundi Sjálfstæðisflokksins starfa átta málefnanefndir og segja má að starf þeirra sé hryggjarstykkið í landsfundinum. Í nefndunum fer fram mikil og ítarleg umræða um þau ályktanadrög sem lögð eru fyrir nefndirnar og gjarnan gerðar talsverðar breytingar á þeim áður en þær eru sendar til endanlegrar afgreiðslu sjálfs landsfundarins.

Nú hefur miðstjórn samþykkt að þegar búið sé að afgreiða ályktunardrög frá málefnanefndum skuli þær lagðar fyrir almennan fund landsfundar „til afgreiðslu án umræðu“.

Hljóti drög ekki meirihluta atkvæða á almennum fundi landsfundar skulu upphafleg drög, sem Valhöll sendi inn til málefnanefndar borin undir atkvæði. Fái þau drög ekki meirihluta skal ályktun síðasta landsfundar, sem haldinn var árið 2022, gilda áfram í viðkomandi málaflokki.

Óánægja landsfundarfulltrúa snýst m.a. um það að ekki skuli leyfðar umræður um ályktanadrög á almennum fundi landsfundar en ekki síður nýtt vald sem kjörinn formaður málefnanefndar fær til að ryðja öllum breytingum sem samþykktar eru í málefnanefndinni út af borðinu áður en drögin eru tekin til afgreiðslu á landsfundinum sjálfum, þar sem engar umræður eru heimilar.

Auk þeirrar málamiðlunar sem fundarstjóri málefnanefndar hefur heimild til að vinna að getur kjörinn formaður málefnanefndar ávallt flutt breytingartillögu á almennum fundi landsfundarins, um að texti ályktunar sé færður til þess horfs sem upprunalega var lagður fyrir fundinn af viðkomandi málefnanefnd og þannig horfið frá breytingum sem samþykktar hafa verið í málefnanefndum á landsfundi. Jafnframt getur almennur fundur landsfundar tekið málamiðlunartillögur kjörinna formanna málefnanefnda eða staðgengils hans til afgreiðslu með afbrigðum.“

Þarna þykir landsfundarfulltrúum miðstjórn flokksins hafa gengið of langt í að svipta fulltrúa á landsfundi og þátttakendur í starfi málefnanefnda lýðræðislegum rétti sínum til að hafa áhrif á stefnu Sjálfstæðisflokksins. Fundarsköpin þykja ólýðræðisleg og einn viðmælandi Eyjunnar orðaði það svo að með því að færa formönnum málefnanefnda vald til að sópa öllum samþykktum breytingatillögum við drög ályktana út af borðinu sé í raun óþarft að halda uppi starfi málefnanefnda á landsfundinum vegna lýðræðishalla hinna nýju fundarskapa. Sjálfstæðismenn kalla landsfund sinn jafnan lýðræðisveislu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Hægribylgjan og menningarstríðið

Björn Jón skrifar: Hægribylgjan og menningarstríðið
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Steingerður Steinarsdóttir skrifar: Hrútskýring eða listin að gefa óumbeðnar útskýringar

Steingerður Steinarsdóttir skrifar: Hrútskýring eða listin að gefa óumbeðnar útskýringar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn kasta steinum úr glerhúsi

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn kasta steinum úr glerhúsi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Allar hinar Nínurnar

Nína Richter skrifar: Allar hinar Nínurnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Sögueyjan Sikiley

Thomas Möller skrifar: Sögueyjan Sikiley
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi