fbpx
Laugardagur 04.október 2025
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Klæðnaður þingmanna

Eyjan
Laugardaginn 22. febrúar 2025 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingasögur fjalla mikið um fundi Alþingis að Þingvöllum við Öxará enda gerðust þar helstu viðburðir sögunnar. Milli þingstarfa var staðurinn almennur skemmtistaður og félagsmiðstöð þar sem stofnað var til ótal hjónabanda og oft lá við slagsmálum. Sögurnar lýsa nákvæmlega klæðnaði þingmanna. Gunnar á Hlíðarenda og Hallgerður langbrók voru eins og klippt út úr tískublaði þegar þau hittust í Almannagjá. Sama má segja um Ólaf pá sem var klæddur samkvæmt nýjustu tísku þegar hann bað sér Þorgerðar Egilsdóttur frænku minnar fyrir konu. Þingið var ein samfelld tískusýning þar sem keppt var í glæsimennsku.

Margar aldir eru liðnar en nútímamenn hafa þó reynt að halda í gamlar hefðir. Ætlast er til að þingmannahópurinn sé snyrtilega klæddur. Karlar eiga helst að vera í jakkafötum með slipsi en konur í smekklegum kjólum eða dröktum. Fyrir mörgum árum var forseti þingsins rithöfundur úr alþýðustétt sem varð að fá styrk til fatakaupa svo að hún væri frambærileg í þingveislum. Sumir þingmenn hafa þó reynt að sýna sjálfstæði sitt í verki og klæðast snjáðum gallabuxum og bol að hætti beitarhúsamanna. Einn athyglissjúkur þingmaður gekk á sokkaleistunum. Allir eru sammála um að klæðaburður viðhaldi stéttaskiptingu á þinginu.

Ég vann á Vogi um árabil. Þar voru allir skyldaðir til að klæðast langröndóttum náttfötum og slopp í pastellitunum. Þetta var hið fullkomna jafnrétti þar sem enginn gat slegið um sig með flottri merkjavöru frá Armani og félögum. Allir voru jafnhallærislegir til fara. Þetta kerfi held ég að mundi henta Alþingi sérlega vel. Þingmenn fengju náttföt og slopp til að klæðast á þingfundum. Þetta gæfi þinginu heimilislegan og alþýðlegan svip og yrði örugglega umfjöllunarefni erlendra fjölmiðla. Allt rifrildi út af gallabuxum eða bindisleysi einstakra þingmanna hyrfi. Þingmannahópurinn gæti myndað eina órofa heild á náttfötum og slopp sem væri tilbúin að vinna landi sínu og þjóð allt til heilla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flækjusaga af rugluðu regluverki

Sigmundur Ernir skrifar: Flækjusaga af rugluðu regluverki
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Feimnismál

Óttar Guðmundsson skrifar: Feimnismál
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Dýrkun ljótleikans

Björn Jón skrifar: Dýrkun ljótleikans
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin í íslenskum fjárlögum

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin í íslenskum fjárlögum
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
01.09.2025

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar
EyjanFastir pennar
31.08.2025

Björn Jón skrifar: Kvendjöflar og breyskar hetjur

Björn Jón skrifar: Kvendjöflar og breyskar hetjur