fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Eyjan

Áslaug Arna: Hef ekki áhyggjur af fjölskyldutengslum við útgerðina í landinu

Eyjan
Mánudaginn 17. febrúar 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formannsframbjóðandi í Sjálfstæðisflokknum, hefur ekki áhyggjur af því að fjölskyldutengsl hennar inn í útgerðina í landinu skapi ímyndarvandamál fyrir hana nái hún kjöri. Hún vonast til að fólk dæmi hana af verkum hennar og ástríðu fyrir sjálfstæðisstefnunni. Hún segir flokkinn hafa sofið á verðinum gagnvart litlum og meðalstórum fyrirtækjum og talsambandið við þau hafi rofnað. Áslaug Arna er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hægt er að hlusta á brot úr þættinum hér:

Eyjan - Aslaug Arna - 4
play-sharp-fill

Eyjan - Aslaug Arna - 4

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið gagnrýndur fyrir að vera í mikilli varðstöðu fyrir útgerðina í landinu. Ég verð að spyrja þig að þessu vegna þess að þú ert tengd útgerðinni í landinu. Þó að þú sért ekki sjálf í útgerð hefurðu mikil tengsl við útgerðina í gegnum fjölskyldutengsl. Hefurðu engar áhyggjur af því að það geti reynst ímyndarvandamál verðir þú kosin formaður?

„Nei, ég vona að fólk dæmi mig af verkum mínum og minni sýn á pólitíkina, sama við hvað faðir minn hefur starfað eða einhver fjölskyldutengsl. Ég held að verk mín og ástríða fyrir Sjálfstæðisstefnunni eigi að dæma sig sjálf og fólk getur skoðað hvaðan ég kem og hvernig ég hef talað. Við eigum að tala upp fyrirtæki í landinu, við eigum að tala upp atvinnuvegi, við eigum að tala upp verðmætasköpun, samkeppni og tækifæri. Í því finnst mér við mest hafa sofið á verðinum gagnvart litlum og meðalstórum fyrirtækjum og þar hafi talsambandið okkar helst rofnað. Ég tek undir þá gagnrýni og set það mjög mikið á dagskrá að þar eigum við að gera miklu betur, þetta á að vera fólk sem fylgir okkur að málum.“

Áslaug Arna segir Sjálfstæðisflokkinn hafa leyft öðrum að skilgreina flokkinn með ákveðnum hætti: „Skilgreina fyrir hverja við stöndum, fyrir hverja við tölum og hver flokkurinn er. Við þurfum að svara því með kröftugri hætti af því að sjálfstæðisstefnan vinnur fyrir alla. Hún lyftir öllum upp í öllum stéttum, hvar sem fólk er, og það er það sem er svo heillandi við stefnuna sjálfa.“

Það hefur einmitt verið haft á orði að Sjálfstæðisflokkurinn tali máli þeirra sem geta vel talað máli sínu sjálfir og vanræki þá sem þurfa málsvara.

„Já, ég get alveg tekið undir það að við eigum að vera skýrari málsvari fyrir þá sem leggja mikið undir í litlum fyrirtækjum, að það borgi sig að vera duglegur. Líka fyrir þá sem minna mega sín. Við viljum forgangsraða velferðinni og jöfn tækifæri og verðmætasköpun eru forsenda þess að geta byggt upp öfluga velferð og hjálpað þeim sem þurfa á hjálp að halda. En við viljum ekki halda fólki þar, við viljum gera vel við þá sem þurfa á því að halda en hjálpa fólki líka til að hjálpa sér sjálft og það er það sem er svo fallegt við stefnuna og þar þurfum við kannski að ná í ákveðna mýkt gagnvart því að stefnan okkar talar einmitt fyrir þeim, en fara ekki í vörn fyrir stefnuna eða vera hrædd við að tala fyrir henni.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ábyrg stefna eða upphrópanir í útlendingamálum?

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ábyrg stefna eða upphrópanir í útlendingamálum?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum
Reiði skólameistarinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Munurinn á aðildarþjóð og „lobbý-þjóð“

Þorsteinn Pálsson skrifar: Munurinn á aðildarþjóð og „lobbý-þjóð“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Tölum um krónuna … í alvöru!

Thomas Möller skrifar: Tölum um krónuna … í alvöru!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Særindi og drama í Pírötum – „Vanþakklæti og vantraust eru fyrstu orðin sem koma upp í hugann“

Særindi og drama í Pírötum – „Vanþakklæti og vantraust eru fyrstu orðin sem koma upp í hugann“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Íslenskan í forgrunni

Björn Jón skrifar: Íslenskan í forgrunni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Hallgrímur Pétursson í jólabókaflóðinu

Óttar Guðmundsson skrifar: Hallgrímur Pétursson í jólabókaflóðinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Engin leið að hætta! Guðlaugur Þór íhugar að renna sér út á hála ísinn og leggja ferilinn að veði

Orðið á götunni: Engin leið að hætta! Guðlaugur Þór íhugar að renna sér út á hála ísinn og leggja ferilinn að veði
Hide picture