fbpx
Föstudagur 28.mars 2025
Eyjan

ESB er tilbúið með rosalegan mótleik við tollum Trump

Eyjan
Þriðjudaginn 11. febrúar 2025 07:00

Donald Trump Bandaríkjaforseti. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef Donald Trump efnir til tollastríðs við ESB, eru Evrópubúar tilbúnir með öflugt vopn sem þeir geta beitt gegn Bandaríkjunum. Það var eiginlega búið til í því skyni að hræða Kínverja frá að efna til tollastríðs en ekkert er í vegi fyrir að því verði beitt gegn Bandaríkjunum.

Þetta vopn er oft sagt vera „bazooka“ því þetta er öflugasta vopnið, á efnahagssviðinu, sem ESB hefur nokkru sinni ráðið yfir.

ESB samþykkti vopnið í nóvember 2023 en hefur aldrei beitt því. En það getur breyst fljótt ef Trump stendur við hótanir sínar og gerir alvöru úr viðskiptastríði við ESB.

Vopnið er hannað til að beita gegn ríkjum sem beita ESB eða einstök aðildarríki pólitískum þvingunum eða efnahagslegum hótunum til að knýja fram breytingar.

Financial Times segir að ESB undirbúi nú beitingu vopnsins, sem nefnist ACI, gegn til dæmis stórum bandarískum tæknifyrirtækjum á borð við Amazon og Meta en þessi fyrirtæki eru orðnir „vinir“ Trump eftir forsetakosningarnar.

Embættismenn hjá ESB sögðu í samtali við Financial Times að hótanir Trump um að beita hervaldi eða efnahagslegum þvingunum gegn Danmörku til að ná Grænlandi, geti verið næg ástæða til að beita vopninu. Það sama á við ef Trump reynir með tollaárásum sínum að þrýsta á ESB um að láta stóru bandarísku tæknifyrirtækin vera undanþegin reglugerðum sambandsins.

Leynilegar áætlanir

Trump hefur ekki enn skýrt frá hvernig eða hvenær hann ætlar að setja toll á evrópskar vörur en samt sem áður byrjaði ESB strax síðasta haust að undirbúa svar sitt við slíkum aðgerðum af hálfu Trump.

Áætlanir ESB eru leynilegar en á leiðtogafundi sambandsins í síðustu viku sögðu leiðtogar ESB-ríkjanna að svar sambandsins við tollum Trump komi skjótt og verði öflugt.

Meðal þess sem ESB gæti gert er að banna bandarískum fyrirtækjum að fjárfesta í ESB-ríkjunum eða taka þátt í útboðum. Einnig verður hægt að setja útflutningsbann á ákveðnar vörur sem Bandaríkin hafa þörf fyrir, til dæmis lyf eða tæki.

ESB gæti einnig sett takmarkanir á starfsemi bandarískra banka og tryggingafélaga í ESB eða jafnvel afnumið eignarétt þannig að bandarísk einkaleyfi eða hugverkaréttur gildi ekki í ESB.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Ofstæki og heift ræður för – Sá ykkar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum

Orðið á götunni: Ofstæki og heift ræður för – Sá ykkar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Hver tekur við af Ásthildi Lóu sem mennta- og barnamálaráðherra?

Könnun – Hver tekur við af Ásthildi Lóu sem mennta- og barnamálaráðherra?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fyrrum aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar ráðinn til Símans

Fyrrum aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar ráðinn til Símans
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Varnir og viðskipti

Þorsteinn Pálsson skrifar: Varnir og viðskipti