fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
Eyjan

Guðrún Karls Helgudóttir: Umbúðirnar breytast en innihaldið ekki

Eyjan
Þriðjudaginn 23. desember 2025 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Boðskapur Biblíunnar er túlkaður út frá samtímanum hverju sinni og túlkunin tekur mið af aðstæðum á þeim tíma sem Biblían var skrifuð. Túlkunin hefur breyst í tímans rás en innihaldið er eftir sem áður hið sama. Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hér er hægt að hlusta á brot úr þættinum:

Guðrún Karls Helgudóttir - 1
play-sharp-fill

Guðrún Karls Helgudóttir - 1

Það er ekki bara hjá verslunarfólkinu sem desember er annasamur mánuður. Er það ekki líka í þínu fagi?

„Jú, aldeilis. Þetta er svolítið tími kirkjunnar. Bæði er mikið um að vera í desember í kirkjunum. Það eru aðventustundir og það eru líka allir jólatónleikarnir hjá kórunum, bæði börnum og fullorðnum og alls kyns starf. Kirkjur eru líka margar með til dæmis jólaaðstoð fyrir jólin, fyrir þau sem að eiga sárt að binda. Hjálparstarfið er líka með mikið af jólaúthlutunum og að aðstoða fólk fyrir jólin. Síðan koma jólin. Og þá er líka enn þá jafn mikið um að vera í kirkjunum. Það kemur nefnilega ekki jólafrí heldur þá byrjar heldur betur svona, ja, svolítið annar taktur, en samt sem áður, það eru messur alla helgidagana.“

Það eru margir sem kannski fara ekki mikið í kirkju, en þeir fara í kirkju á jólum.

„Það er rétt. Það er nefnilega, kirkjurnar, þær alveg troðfyllast á jólum. Meira og minna allar kirkjur. Og mikið af fólki sem að er með þá hefð að fara einmitt í kirkju, annaðhvort á aðfangadagskvöld klukkan sex, til dæmis í aftansöng, eða fimm. Svo eru aðrir sem að eru vanir því að fara alltaf í miðnæturmessu. Svo er alveg annar hópur sem kemur á jóladag. Það er oft svolítið annar hópur heldur en kemur á aðfangadag. Svo er annar í jólum og svo er aftansöngurinn á gamlárskvöld. Það er dásamleg stund í kirkjunum. Og svo er nýársdagurinn. Það er líka alveg einstök messa þegar við horfum til framtíðar og einhvern veginn hittumst í birtunni á fyrsta degi ársins.“

Nú verð ég bara að biðjast forláts, en aðventan, þetta er kirkjulegt, eða hvað?

„Já, þetta er jólafasta. Þetta er tíminn sem við nýtum til að undirbúa jólin. Orðið aðventa merkir að koma. Og það er þá Kristur sem er að koma, er að fæðast sem lítið barn um hver jól, en það er annað sem gerist á aðventunni og það er að það hefst nýtt kirkjuár. Vegna þess að kirkjan er líka með sér ár eða almanak, þannig að nýtt ár hefst alltaf fyrsta sunnudag í aðventu.

Þessir sunnudagar í aðventu, þeir miða síðan allir að því sem koma skal um jólin, allir lestrarnir. Allir textarnir sem eru lesnir og svoleiðis og svo bætist náttúrlega við bara allar þessar miklu hátíðir. Flestallar kirkjur eru með svona, kannski einn af þessum sunnudögum þar sem er svona sérstök aðventuhátíð. Þá er mikið um dýrðir, öllu tjaldað til og allir mæta. Þetta er mjög skemmtilegur tími í kirkjunni og þetta er líka eitthvað svo hlýlegur tími í kirkjunni. Það er svo notalegt að koma og syngja jólalög og aðventusálma og heyra fallegan boðskap. Þetta er góður tími í kirkjunni.“

En þetta er ekki helgasta hátíð kristinna manna, eru það ekki páskarnir?

„Einmitt. Páskarnir eru í raun aðalhátíðin því það er ástæðan fyrir því að við erum kristin, það er upprisa. Þannig að það eru þrjár aðalhátíðir kirkjunnar eða kristninnar og það eru páskar, það eru jól og það er hvítasunna.

Það má segja, hvítasunnan er oft sko tengd við að þá hafi kirkjan verið stofnuð. Það er að segja þegar heilagur andi kom yfir lærisveinana og þeir fóru að tala tungum.“

En kirkjan, sem slík, þetta er hvað, tæplega 2.000 ára fyrirbæri. Hún hefur verið gegnum tíðina náttúrlega, gengið í gegnum ýmislegt. Hún hefur klofnað og við erum í sjálfu sér klofningur frá hinni upprunalegu kirkju. Þessi boðskapur, boðorðin tíu, svona þessi kristilegi boðskapur, það er nú erfitt að fara í gegnum boðorðin tíu og hugsa með sér, nei, þetta gengur ekki, nei, við getum ekki notað þetta. Þetta eru ágætar reglur …

„Þetta eru góðar reglur og eiginlega alveg sjálfsagðar í rauninni.“

En það hlýtur að vera dálítið mál fyrir kirkjuna að halda sér í takti við samfélagið án þess að missa sig.

„Einmitt. Þú hittir naglann á höfuðið þarna. Og þetta er svolítið það sem við erum svona að glíma við og vinna í einmitt þessa dagana. Þetta að vera, hvað á ég að segja, vera relevant, vera þannig að fólk finni tengingu og upplifi að kirkjan hafi eitthvað við mig að segja, að kristnin sé eitthvað sem skiptir mig máli. Til þess að koma boðskapnum á framfæri þá þurfum við að gera það með þeim hætti að við náum sannanlega til fólks. Þannig að þegar við finnum nýjar leiðir til þess að koma boðskapnum á framfæri, þá er svo mikilvægt að átta sig á því að boðskapurinn breytist ekki. Við erum bara að breyta leiðunum til þess að koma boðskapnum á framfæri og við megum alls ekki rugla þessu saman. Að bara vegna þess að við förum að tala um kristna trú með kannski öðru orðfæri og á öðrum stöðum en áður, þá er boðskapurinn alltaf sá sami. Hann breytist ekki neitt vegna þess að það er engin ástæða til að breyta honum. Hann er stöðugur. Það má segja að umbúðirnar breytast en innihaldið ekki.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Víðsýn og frjálslynd hugsun endurvakin

Þorsteinn Pálsson skrifar: Víðsýn og frjálslynd hugsun endurvakin
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Jóhann Páll Jóhannsson skrifar: Planið virkar – Lækkandi vextir og minnsta verðbólga frá 2020

Jóhann Páll Jóhannsson skrifar: Planið virkar – Lækkandi vextir og minnsta verðbólga frá 2020
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok
Hide picture