fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
Eyjan

Gylfi Magnússon: Ekki hægt að tala um skattahækkanir

Eyjan
Mánudaginn 22. desember 2025 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margt bendir til að áform ríkisstjórnarinnar um hallalaus fjárlög 2027 geti gengið eftir. Ef horft er til stefnu hennar má sjá að ekki er verið að gera stórkostlegar breytingar í skattheimtu þótt fyrirkomulagi gjaldtöku sé breytt, t.d. varðandi kílómetragjald í stað eldsneytisgjalds. Hagvöxturinn frá hruni hefur mikið byggst á atvinnugreinum sem ekki búa til hálaunastörf en pólitísk stefnumörkun getur haft áhrif þar á. Gylfi Magnússon, hagfræðiprófessor og fyrrverandi ráðherra, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

„Jú, sko, þetta er kannski ekkert óraunhæft, en það verður alltaf að hafa þann mikla fyrirvara að afkoma ríkissjóðs fer mjög eftir bara almennu efnahagsástandi. Ef hér er mikill uppgangur og laun og hagnaður hækka, þá streymir fé inn í ríkissjóð bara um allar gáttir og virðisaukaskattur og tekjuskattur einstaklinga og fyrirtækja og fleiri tekjustofnar. Og svo öfugt, ef að hér er samdráttur og atvinnuleysi, að þá streymir fé út úr ríkissjóði. Þannig að spurningin um hallalaus fjárlög, það er ekkert að skilja hana frá spurningunni um það hvernig verður efnahagsástandið?“

Hvernig verður það?

„Já, það er auðvitað eitthvað sem er hægt að spá um, en spárnar eru alltaf með fyrirvörum um eitthvað óvænt. En ef maður gefur sér nú að það gerist ekkert mjög óvænt, þá er kannski líklegt að það verði svona þokkalegur hagvöxtur. Það er reyndar ekki spáð mjög miklum hagvexti, en svona einhver, og það lagar aðeins stöðuna í ríkisfjármálum. Þannig að þá væri þetta nú kannski ekkert fráleitt markmið. En svo, bara ef við tökum síðasta áfallið sem að var þessi bilun í álverinu á Grundartanga. Það var auðvitað eitthvað sem að menn sáu almennt ekki fyrir, þannig það getur komið eitthvað annað. Nú, eða eldsumbrotin í Grindavík, það við erum svo sem kannski orðin vön þeim núna, en þegar þau byrjuðu þá kom þetta eins og þruma úr heiðskíru lofti.“

Já, já, það átti enginn von á því að ríkissjóður þyrfti að kaupa upp eitt sveitarfélag.

„Nei, nei. Það geta alltaf komið einhver svona áföll og þá þarf nú að henda öllum áætlunum um hallalaus ríkisfjárlög út og byrja að teikna upp eitthvað annað.“

Efnahagsstefna þessarar ríkisstjórnar, bara svona í lokin. Án þess að ég ætli að reyna að draga þig mikið út í pólitíkina, það er rifist á þingi þessa dagana. Stjórnarandstaðan heldur því fram að útgjaldaþensla ríkissjóðs sé óstöðvandi og mikil og hafi aukist, á meðan ríkisstjórnin heldur öðru fram. Hvernig líst þér á efnahagsstefnu þessarar ríkisstjórnar?

„Þar verðum við að reyna að greina á milli skammtíma og lengri tíma eða svona horft til framtíðar. Það sem er verið að deila um núna eru svona einhverjar útfærslur á tekjuöflun, hvort það er kílómetragjald eða einhverjir skattar á eldsneyti og nákvæmlega útfærslu á tekjuskattskerfinu og eitthvað fleira. Það eru nú satt best að segja engar stórkostlegar breytingar sem verið er að boða þar. Og útgjaldamegin kannski ekkert mjög miklar heldur ef við horfum á, til dæmis tvo stærstu útgjaldaliðina hjá hinu opinbera, sem er menntakerfið og heilbrigðiskerfið. Að það er nú ekkert verið að spýta í þar. Eiginlega þvert á móti, það er ansi naumt skammtað. Finnst allavega stjórnendum Landspítalans og Háskóla Íslands, minni stofnana. Þannig að það er nú ekkert verið að týna sér í útgjöldum í þessum stóru liðum. Það eru hins vegar háar upphæðir nefndar í tengslum við opinberar framkvæmdir. Jarðgöng og brýr og fleira. Og vinna upp einhverja innviðaskuld. Og það eru svo sem háar upphæðir. Reyndar líka löng hefð fyrir því að fresta slíku þegar að það þarf að kæla eitthvað hagkerfið, þannig að kannski gengur nú ekki allt að því sem nú er boðað eftir. Eða allavega frestast eitthvað ef að ef að það þykir ekki henta fyrir hagstjórnina. En þetta er nú svona nánast bara dægurþras stjórnmálanna, deila um útfærslur á einhverjum sköttum, allavega ef það er ekki verið að hækka þá eitthvað stórkostlega, eða framlög til einstakra liða í ríkisútgjöldunum.

Mér fannst eiginlega áhugaverðara að sjá hvað er verið að teikna upp undir hatti atvinnustefnu fyrir Ísland. Þar er náttúrlega horft til töluvert lengri tíma. Og ég veit svo sem ekkert sko hvort að það mun ganga eftir sem þar er verið að teikna upp en þar er verið að spyrja svolítið lykilspurninga eins og, hér hefur orðið svona bara umtalsverður hagvöxtur á undanförnum árum, eiginlega bara frá hruni. Auðvitað með smá bakslagi í Covid. En þessi vöxtur hefur verið mjög mikið í atvinnugreinum sem að búa ekki til mikið af hálaunastörfum.

Þar horfa menn alltaf mikið á ferðaþjónustuna en svo sem fleiri geirar. Og það er áleitin spurning hvort það sé kannski æskilegra að reyna að með einhverjum hætti að ýta frekar undir vöxt í hálaunastörfum sem að krefjast auðvitað fólks með mikla menntun og krefjast góðra innviða og peninga sem þarf að setja í rannsóknir og þróun og menntun og fleira. Og þar held ég að það sé nú kannski hægt að hafa meiri áhrif með pólitískri stefnumótun. Vegna þess að sumt af því sem hefur gerst undanfarin ár í til dæmis vöxtur ferðaþjónustunnar. Þetta var svo sem ekkert skipulagt af hinu opinbera, þetta einhvern veginn gerðist. Og án þess að það sé endilega mjög slæmt, þá er það er augljóslega einhverjir vaxtarverkir sem hafa fylgt þessu sem að er þá álitamál hvort að eigi að reyna að teikna upp einhverja framtíð sem að tekur á þessu. Umræðan um húsnæðismarkaðinn, það er náttúrulega hægt að slíta hana frá því að hún tengist því auðvitað að hér hefur verið gríðarleg fólksfjölgun. Þannig að hún hefur svona vaxtarverki í för með sér.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hjálmar Sveinsson býður sig ekki fram til borgarstjórnar

Hjálmar Sveinsson býður sig ekki fram til borgarstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
Eyjan
Fyrir 1 viku

Svandís hættir sem formaður VG

Svandís hættir sem formaður VG
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina