fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Eyjan

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili

Eyjan
Sunnudaginn 9. nóvember 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kostar 70 prósent meira að taka húsnæðislán á Íslandi en á evrusvæðinu. Ungt fólk, sem gæti hæglega keypt sér húsnæði á evrusvæðinu kemst ekki inn á húsnæðismarkaðinn hér á landi. Auk þess er hægt að festa vexti út lánstímann á evrusvæðinu en hér á landi er hægt að festa vexti í mesta lagi í 5 ár. Dagur B. Eggertsson er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hægt er að hlusta á brot úr þættinum hér:

Eyjan - Dagur B - 3
play-sharp-fill

Eyjan - Dagur B - 3

Húsnæðismálin, það er nú alveg sama hvort að við erum á sveitarstjórnarstiginu eða á Alþingi. Húsnæðismálin eru alltaf fyrirferðarmikil.

„Já, mjög fyrirferðarmikil og voru auðvitað eitt af mínum hjartans málum þegar ég var borgarstjóri. En maður áttar sig á því núna þegar maður er kominn hinum megin götunnar, yfir Vonarstrætið, að fyrri ríkisstjórn er bæði í orði kveðnu en í raun svolítið að ýmsu leyti, sko, svona ýtti þessu svolítið til sveitarfélaganna og sagði: „Reynið þið að glíma við þetta,“ þó að mjög mörg tæki og kannski miklu fleiri heldur en hjá sveitarstjórnunum liggi hjá ríkisvaldinu.

Jú. En náttúrlega, skipulagsmálin eru eru hjá sveitarstjórnum.

„Og þau skipta mjög miklu máli. En ríkið á til dæmis bara heilmikið af landi hérna á höfuðborgarsvæðinu. Og, á meðan ríkið var að hvetja sveitarfélögin til þess að útdeila sínu landi og láta byggja á því, þá var ríkið latt sem landeigandi og stór aðili að þessu máli. Þannig að eitt af því sem við erum að gera núna, bæði í þingmannahópi um húsnæðismál og í þessum húsnæðispökkum ríkisstjórnarinnar, er að bara skoða hvaða ríkislóðir og hvaða ríkisland er gott byggingarland um land allt. Og það er gaman að vera hluti af stjórnarmeirihluta sem tekur ábyrgð og lítur á húsnæðismálin sem stórt og mikilvægt mál sem varðar ríkisstjórnina og landið allt. Og þessi húsnæðispakki heyrir þess vegna til tíðinda. En, en taktu eftir því að það var líka undirstrikað, þetta er fyrsti pakkinn. Það var ekki verið að segja: „Heyrðu, hér er þetta komið, svo bara glímið þið hin við þetta.“ Ríkisstjórnin ætlar að vera virk og ábyrg á þessum vettvangi, sem ég bara fagna.“

Já, þegar við tölum um húsnæðismálin, þá er eiginlega órjúfanlegur þáttur í því, það eru lánamálin. Það eru þau lán sem standa til boða og það er nú heldur betur svona, eigum við að segja óvissa.

„Jú, það, það er bara vel valið orð og ég hef nú aðeins verið að skrifa um þetta í kjölfar þessa dóms Hæstaréttar, sem í svona stuttu máli gengur út á það, að það verði að vera fyrirsjáanleiki í þeim lánakjörum sem að bankar og lánastofnanir bjóða neytendum. Varðandi húsnæðislánin þá eru þarna undir ákveðnir skilmálar sem eru með almennu orðalagi í lánaskilmálunum og Hæstiréttur er að segja: Þetta þarf að vera skýrara.

Það vekur spurningar um hvernig eigi að halda utan um til dæmis bara verðtryggð lán sem vísar bara til verðbólgu og verðbólgumælinga. Fyrirsjáanleiki verðbólgu er jafn lítill eða minna en veðurs á Íslandi. Nema fólk getur treyst því að þetta gangi í svona einhverjum hæðum og dölum þegar til framtíðar lítur. Og núna hafa bara lánastofnanir dregið harkalega í land varðandi verðtryggð lán. Bjóða áfram óverðtryggð lán og þá sjáum við svolítið svart á hvítu íslensk krónulánakjör.

Og hver eru þau? Að meðaltali 9,13% óverðtryggðir vextir. Og þetta var mér tilefni til þess að gera svona ítarleit. Hérna þar sem eru í boði evrulán. Meðaltalið þar eru 3,3% vextir, óverðtryggt. Munurinn er auðvitað gríðarlegur eins og fólk heyrir bara af þessum tölum, en ef við færum þetta yfir í svona raunveruleika heimilis. Og ég reiknaði út 60 milljón króna lán. Það er kannski hærra heldur en ýmsir treysta sér til þess að taka.“

Allavega á þessum vöxtum?

„Já, miðað við verðin sem er í gangi á fasteignamarkaðnum, þá hugsa ég að mörg heimili vildu geta tekið sirka 60 milljónir af láni til þess að fjármagna hérna húsnæði eða stækkun á húsnæði og og hver er þá greiðslubyrðin bara á mánuði af óverðtryggðu láni til 25 ára? Það er yfir 500.000 af krónuláninu, 509.000. Það er undir 300.000 af evruláninu. Þetta eru bara svona mánaðarlegar, báðar tölur eru háar, en þetta eru auðvitað 60 milljón króna lán þannig að, helmingi lægra lán væri með helmingi lægra, en svo þegar við reiknum þetta til þessara 25 ára þá fáum við líka mjög athyglisverðar tölur. Heildarendurgreiðslan, sem vegur svona þungt af krónuláninu, er yfir 150 milljónir á meðan heildarendurgreiðslan af evruláninu er undir 90 milljónir. 152 annars vegar og 88 hins vegar. 70 prósenta munur. Og ef við værum að tala um lengra lán, eins og til 40 ára, þá væri munurinn bara enn þá meiri.

Svo er annað í þessu sem að má ekki gleyma. Evrulánin, þar er boðið upp á fasta vexti út lánstímann. Hér er það hægt allt að fimm árum, svo er alger óvissa hvað hvað gerist eftir það.

„Já, þar er það bara verðbólgan sem sveiflar okkur og alls konar aðstæður sem skapast í litlu hagkerfi. Og við höfum nú aldeilis, ef við horfum bara 20 ár aftur í tímann, þá munum við eftir ýmsu sem hefur á gengið, bæði með gengi krónunnar og verðbólguáhrifin af því.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu
Hide picture