fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
Eyjan

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Eyjan
Sunnudaginn 2. nóvember 2025 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reynir Traustason fékk að kynnast því að það getur verið hættulegt að fjalla um undirheimamál. Eitt sinn var ruðst inn á ritstjórn DV og Reynir tekinn kverkataki. Hótað var að koma heim til hans og skaða hann og fjölskyldu hans. Lögregluþjónn ráðlagði honum að taka málin í eigin hendur. Reynir er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hægt er að hlusta á brot úr þættinum hér:

Eyjan - Reynir Traustason - 4
play-sharp-fill

Eyjan - Reynir Traustason - 4

Þið voruð að fjalla um viðkvæm mál. Þið voru að fjalla um jafnvel undirheimamál og svona. Gerðist aldrei neitt?

„Jú, það var náttúrulega mikið rokk og ról. Það reis ágætlega hátt þarna þegar Jón Trausti Lúthersson og félagar ruddust inn á DV. Menn fylgdust alveg með því. Mikael [Torfason] var ritstjóri, ég var fréttastjóri. Ég held að annar hver maður hafi þá verið fréttastjóri á blaðinu. Við vorum að minnsta kosti þrír, ég, Kristinn Hrafnsson og Kristján Guy Burgess. Beitan var alltaf: Komdu og þú verður fréttastjóri. Svo bara fattaði maður það allt í einu að það voru eiginlega allir orðnir fréttastjórar.

Nema hann kemur þarna og er raunverulega að leita að Mikael. En ég mæti honum og hann ræðst á mig, tekur mig þessu fræga kverkataki og Eiríkur Jónsson hljóp á bak við súlu og var svo brugðið að hann hringdi 911 í staðinn fyrir 112. Þeir brutu og brömluðu þarna eitthvað og fóru svo. Nema ég kærði þetta og var náttúrulega skrámaður, en svo kærði ég og þá byrjuðu hótanirnar um að koma heim til mín og ég frétti af því að þeir væru að bjóða fé til höfuðs mér. Bjóða einhverjum að ef hann færi heim til mín þá fengi hann 100.000 kall ef hann gerði einhvern óskunda þar. Hvort sem að væri að berja mig eða konuna eða börnin eða eitthvert moð. Og það var svolítið fyndið. Ég var ekki mjög hræddur en dóttir mín átti vinkonu. Ég bjó uppi á Kirkjustétt og á neðstu hæðinni var vinkona dóttur minnar, 7-8 ára stelpa. Hún fylgist með fréttum og heyrir þetta og heyrir að það er verið að hóta að koma heim til mín og þetta hafði mjög slæm áhrif á hana. Í einhverja mánuði var hún bara hjá sálfræðingi að glíma við það að það myndu koma þarna ljótir karlar og þeir myndu þá byrja að ryðjast inn til þeirra og fara svo upp til mín. Þannig að það er svona ljóta hliðin á þessu.

Ég átti samtal við yfirlögregluþjón í Reykjavík sem ég ætla ekki að nefna. Og ég segi við hann: Þetta eru náttúrlega beinar hótanir, hvað viljið þið gera í þessu? Þá var hérna, heyrðu, við getum nú sett myndavél utan á húsið eða eitthvað, en… svo svona hallaði hann sér að mér og sagði, veistu Reynir, það eina sem svona lið skilur, það er að þeir séu buffaðir. Það verður að buffa þá. Og ég segi nú, ætlið þið að gera það? Nei, nei, nei. Þú ert bara … Þú græjar það. Og ég tók hann á orðinu. Ég var þá að skrifa bók sem heitir Skuggabörn, var í miklum tengslum við undirheimana í sjálfu sér, og ég tók hann á orðinu þennan yfirlögregluþjón sem var mjög hávaxinn, en ég ætla ekki að nefna hann. Ég tala við minn mann í þeirri bók. Ég sagði: Það er verið að hóta að fara heim til mín. Það er svona ákveðin örvænting ríkjandi, geturðu gert eitthvað? Hann sagði: Gefðu mér kortér. Eftir kortér hringdi hann og sagði: Þetta verður ekki vandamál. Ég er búinn að leysa þetta.

Ég heyrði aldrei meira frá Jóni Trausta og félögum og hann endaði jú með því að fara á Litla-Hraun í tvo mánuði ef ég man rétt. Og síðasta tilraunin þeirra var sú að þeir sátu fyrir mér í Héraðsdómi þegar ég var að koma að bera vitni. Ég hugsaði með mér, hvernig getur þetta gerst í þessu réttarríki að annar sparkaði í mig fyrir, bara fyrir framan konurnar sem eru þarna í búrinu? Þeir ætluðu að hrekja mig í burtu þannig að ég færi ekki að vitna. En auðvitað fór ég og Sveinn Andri varði Jón Trausta. Símon grimmi var dómari þannig að þetta var allt í lagi. Hann sendi gaurinn á Hraunið. Oft eru þessir, þetta eru stór börn. Eins og aumingja Jón Trausti Lútherssonar. Hann var í jakkafötum þarna með bindi og svona fallegur í framan. Maður var hugsaði með sér: Það er eiginlega ljótt af manni verði að senda svona fallegan mann í fangelsi. Svona fallegt barn. Og ég hef aldrei óttast þessa menn.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Gæsalifur og hvítvín

Óttar Guðmundsson skrifar: Gæsalifur og hvítvín
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn tapar fylgi – missir Viðreisn fram úr sér

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn tapar fylgi – missir Viðreisn fram úr sér
Eyjan
Fyrir 1 viku

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Sigurður Hólmar skrifar: Treystum fólkinu sem veit hvað það er að gera

Sigurður Hólmar skrifar: Treystum fólkinu sem veit hvað það er að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem er á móti frjálsri fjölmiðlun

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem er á móti frjálsri fjölmiðlun
Hide picture