fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Eyjan

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi

Eyjan
Mánudaginn 17. nóvember 2025 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Margeirsson hagfræðingur sem starfar í Sviss og er sérfræðingur í fasteignamarkaðsmálum segir í mjög athyglisverðum pistli á Facebook að besta leiðin til að ná niður vaxtastiginu á Íslandi sé að hætta að verðtryggja lán enda dragi verðtryggingin úr áhrifum vaxtastefnu Seðlabankans. Álag á ríkisskuldabréfavexti sé ekkert hærra hér en í öðrum löndum og það sé því ekki það sem útskýri vaxtastigið.

Ólafur birtir með pistlinum myndrit með upplýsingum um vexti fasteignalána með fasta vexti í fimm ár og álagi á ríkisskuldabréfavexti á Íslandi og nokkrum öðrum löndum til samanburðar. Auk Íslands birtir hann upplýsingar frá Póllandi, Sviss, Þýskalandi, Ítalíu, Frakklandi, Spáni, Svíþjóð og Bretlandi.

Á myndritinu má sjá að fasteignalánavextirnir voru hæstir á Íslandi, 8,15 prósent en sumir bankar eru nú hættir að bjóða upp á fasteignalán með föstum vöxtum til fimm ára. Í Póllandi eru þessir vextir 7 prósent, um 4,5 prósent í Bretlandi en undir 4 prósentum í hinum löndunum og þar af lægstir í Sviss, 1,5 prósent.

Þegar kemur að álagi á ríkisskuldabréf er það hæst í Póllandi, rétt yfir tvö prósent. Á bilinu 1-2 prósent í Sviss, á Íslandi og Þýskalandi en undir 1 prósent í hinum löndunum.

Ekki álaginu að kenna

Ólafur segir að álag á ríkisskuldabréfavexti á Íslandi sé 1,3-1,4 prósent, þetta megi reikna þökk séu hinu nýja vaxtaviðmiði Seðlabankans.

Hann segir að miðað við þessar tölur þá sé ljóst að það sé ekki þessu vaxtaálagi að kenna að vextir á fasteignalánum séu svona miklu hærri á Íslandi:

„Ástæðan er mun frekar í því að vextir Seðlabankans eru háir en þeir hafa sterk áhrif á aðra vexti í hagkerfinu. Og þeir eru háir því verðtrygging stoppar vaxtastefnu Seðlabankans frá því að hafa þau áhrif á greiðslubyrði lána og þar með á eftirspurn í hagkerfinu sem sóst er eftir. Því þarf Seðlabankinn að hafa hærri vexti en ella. Svo ef þið viljið lægri vexti þá er alveg kjörið að hætta að verðtryggja lán og leigu o.fl.“

Ólafur nefnir síðan að lokum þann möguleika að flytja lágvaxtastefnu inn til landsins með því að taka upp svissneska frankann.

Agnar Tómas Möller hagfræðingur, sem situr í stjórn Íslandsbanka, tekur undir með Ólafi:

„Hárrétt hjá Ólafi – í grunninn ráðast vextir á fastvaxta íbúðalánum bankanna af vöxtum sértryggðra skuldabréfa, sem að jafnaði hafa borið um 0,5% vaxtaálag, að viðbættu álagi bankans til að ná viðunandi arðsemi á lánveitinguna (í samræmi v arðsemismarkmið viðkomandi banka) sem liggur mögulega á bilinu 0,75-1,0%.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sleikipinnapólitík

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sleikipinnapólitík
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um breytingar og hitt sem ekki breytist

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um breytingar og hitt sem ekki breytist