fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
Eyjan

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Eyjan
Laugardaginn 1. nóvember 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Reynir Traustason hætti á DV árið 2002 færði hann sig yfir á Fréttablaðið og tók sig til og kláraði ævisögu Sonju Zorilla sem hafi átt ævintýralega ævi. Bókin um Sonju vakti mikla athygli og varð metsölubók. Reynir er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hægt er að hlusta á brot úr þættinum hér:

Eyjan - Reynir Traustason - 3
play-sharp-fill

Eyjan - Reynir Traustason - 3

„Sonja Zorilla var í raun og veru ógleymanleg en ég náttúrlega hitti hana aldrei. Þú hittir hana. Hún sagði alltaf: „Listen, darling. Það er betra að þú hittir mig ekki. Hugsaðu um mig eins og ég var.“ Hún var náttúrlega orðin þarna öldruð …“

Hún var nú glæsileg fram á síðasta dag.

„Já, já, já, já. Ég vildi absolut hitta hana á einhverju stigi. Við tókum, tókum öll þessi símtöl og það var svo fyndið að stundum þá heyrði hún í börnunum mínum á bak við og þá vildi hún endilega fá að tala við þau. Hún átti hálftíma samtal við Símon, son minn, sem var þá, 2002, en hann var ungur. Og svo var það Harpa, dóttir mín, sem var nú bara barn. Og hún vildi endilega fá að tala við börnin og spjalla og spjalla og spjalla. Ég á marga klukkutíma af upptökum því ég tók upp öll samtölin og þannig unnum við þetta. En tvisvar þá ætlaði ég að hitta hana. Það var búið að ákveða það. Þá á endanum þá snappaði hún: „Nei, nei, nei.“

En hún gaf mér allan aðgang að vinum sínum og ég fór nokkrar ferðir til New York, talaði við fólkið þar og fór meðal annars inn á klúbb, ég held að það heiti Klúbbur 54, og var aðalsnobbstaðurinn á Manhattan. Þegar að þeir komust að því að ég væri að skrifa ævisögu Sonju Zorilla, þá var ég heiðursgestur. Gestunum var raðað svona eftir mikilvægi. Og þeir allra mikilvægustu voru undir skjaldarmerki sem var þarna í salnum. Og þar var ég settur af því að ég væri höfundurinn að Sonju. Ég fór þarna með Guðmundi Franklín sem var mikill meistari.“

Já, já, hann átti sína spretti.

„Já, hann átti heldur betur spretti þarna. Ég þori nú ekki að segja allar sögurnar af því en það munaði minnstu að ég lenti í miklu klandri af því ég tók hann með. Mér er boðið þarna sem heiðursgesti og ég mátti taka annan með mér. Og Gúndi var orðinn svolítið svona, hann var orðinn svolítið brattur …“

Eins og hann verður stundum.

„Já, hann flautaði á þjón. Þú getur rétt ímyndað þér hvað það þýðir. En þetta var gaman. Það var gaman að stúdera sögu hennar og að átta sig á því að hún átti grjótnóg af peningum. Allt veraldlegt var hennar. En hún dó náttúrulega ekkert hamingjusöm. Hún dó bara ein og, jú, hafði Gumma frænda sem er í tíunda ættlið, ef ég man rétt. Ekki voðalega mikill frændi. En, en hún er svolítið ein og hún er einmana undir það síðasta. Og ég held hún hafi verið bara svolítið fegin að, að fara. Eins og kemur fram í bókinni þá var partíið eiginlega búið. En það sem hún þekkti, hún þekkti nánast alla. Onassis. Sem var loverinn hennar, fór til Íslands til að athuga mömmuna. Hann fór til Íslands og kíkti á mömmu. Og hún, oh my god, hún kom þarna örugglega á nælonsloppnum og með eitthvað í hárinu. Hún hélt að það hefði ekki boðað hana neinni sérstakri framtíðarsýn að hún ætti eftir að þróast í þá átt. En þau voru vinir alveg fram að andláti.“

Já, já, hún átti vini. Hún átti vini.

„Já, bara sanna vini. Allt í góðu um það, en svo er hún náttúrulega bara orðin þetta veik og öldruð. Og hún, eins og við öll, þurfti að lúta fyrir dauðanum.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Árvakur vill kaupa fjölmiðla Sýnar

Orðið á götunni: Árvakur vill kaupa fjölmiðla Sýnar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Laxness á náttborðinu

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Laxness á náttborðinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem er á móti frjálsri fjölmiðlun

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem er á móti frjálsri fjölmiðlun
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Sigurður Ingi gefur ekki kost á sér áfram sem formaður Framsóknarflokksins

Sigurður Ingi gefur ekki kost á sér áfram sem formaður Framsóknarflokksins
Hide picture