fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Eyjan

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi

Eyjan
Fimmtudaginn 6. nóvember 2025 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Búist er við átakafundi í Verði, fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, næsta mánudag. Þá verður ákveðin aðferð við val á lista flokksins í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum, vorið 2026. Gert er ráð fyrir því að stjórn Varðar muni leggja fram tillögu um leiðtogaprófkjör, en að kosið verði um sex næstu sæti, hvert fyrir sig, á fulltrúaráðsfundi. Til þess að þetta verði samþykkt þarf 2/3 hluta atkvæða því að þá væri um að ræða frávik frá þeirri aðferð við prófkjör sem mælt er fyrir um í skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins. Verði tillagan ekki samþykkt verður haldið almennt prófkjör.

Orðið á götunni er að stuðningsmannahópur Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, sem er með völdin í stjórn Varðar, standi á bak við þessa hugmynd. Guðlaugur Þór og félagar vilja leiðtogaprófkjör en Hildur Björnsdóttir er mótfallin því og vill halda almennt prófkjör. Hún er hrædd við leiðtogaprófkjör þar sem fylking Guðlaugs Þórs myndi bjóða fram leiðtogaefni á móti henni. Hildur er staðráðin í því að reyna að halda fyrsta sætinu en hulduher Guðlaugs Þórs er með annað á prjónunum. Ekki er vitað hvort Guðlaugur Þór ætlar sjálfur að taka slaginn eða tefla fram einhverjum tryggum stuðningsmanni sínum, en hulduherinn sættir sig ekki við forystu Hildar Björnsdóttur sem leiddi flokkinn í síðustu kosningum, fór með fylgið niður í 25 prósent úr 31 prósenti og tapaði tveimur borgarfulltrúum. Í kjölfarið hefur flokkurinn þjáðst áfram í valdalausum minnihluta i borginni allt þetta kjörtímabil líkt og verið hefur hlutskipti hans frá árinu 2010.

Orðið á götunni er að þegar sé hafin grimm smölun á Varðarfundinn, sem gæti orðið fjölmennur því að fylkingarnar sjá þar tækifæri til að kanna styrk sinni fyrir þá blóðugu baráttu sem fram undan er. Hildur var einlægur stuðningsmaður Áslaugar Örnu í baráttunni við Guðlaug Þór í borginni sem og í formannskosningunni fyrr á þessu ári. Áslaug Arna tapaði þeim orrustum og er nú flutt úr landi.

Guðlaugur Þór hefur verið sterki maðurinn í Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík hin síðari ár og sættir sig ekki við stuðningsmenn Áslaugar Örnu í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðismanna. Fylgismenn hans telja vænlegustu leiðina til að auka fylgi flokksins úr þeim 25 prósentum sem Hildur náði vera að halda leiðtogaprófkjör, koma sínum manni að sem oddvita flokksins og velja svo sex næstu frambjóðendur úr samstæðum hópi sem gæti unnið saman. Eins og staðan er nú er borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins þríklofinn og óstjórntækur að allra mati nema e.t.v. einhverra í Valhöll.

Orðið á götunni er að hulduher Guðlaugs Þórs vilji styðja Ragnhildi Öldu Maríu Vilhjálmsdóttur áfram, jafnvel í leiðtogasætið farið Guðlaugur Þór ekki fram sjálfur, en annars ofarlega á lista. Hina borgarfulltrúa flokksins munu þeir vilja losna við alla til að koma á samstilltum borgarfulltrúahópi og fríska upp ásýnd flokksins sem þykir veik, þreytuleg og lítt sigurstrangleg.

Orðið á götunni er að mikill skjálfti sé nú í herbúðum Hildur Björnsdóttur vegna fundarins á mánudaginn. Hún er sögð mjög óróleg eins og glöggt mátti sjá á framkomu hennar í Kastljósi fyrr í vikunni þar sem hún hafði lítið fram að færa annað en þá von að bilunin hjá Norðuráli á Grundartanga stæði það lengi yfir að tekjuöflun Orkuveitunnar skaðaðist nægilega til að rýra arðgreiðslur til Reykjavíkurborgar á næsta ári. Hildur virtist verulega þanin. Það er skiljanlegt að hún og hennar fólk kvíði fundi fulltrúaráðsins á mánudag því að ef hann fer á annan veg en hún leggur upp með er hún þegar komin í mjög veika stöðu þegar rúmt hálft ár er til kosninganna.

Orðið á götunni er að Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík sé klofinn í marga anga og að niðurstaða fundarins á mánudag muni leiða til þess að stór hópur hrósar sigri en annar allstór hópur verður sár og svekktur. Hjaðningavígin í Sjálfstæðisflokknum virðast ekki ætla að taka neinn endi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þegar Hailey Bieber seldi mér sjálfa mig

Nína Richter skrifar: Þegar Hailey Bieber seldi mér sjálfa mig
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála