fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
Eyjan

Reynir Traustason: Sérstakur fulltrúi Valhallar sendur til að anda ofan í hálsmál ritstjórnarinnar

Eyjan
Föstudaginn 31. október 2025 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reynir Traustason hætti á DV 2002 og færði sig á Fréttablaðið. Þá var Óli Björn Kárason ritstjóri DV og tök Sjálfstæðisflokksins á blaðinu svo sterk að ráðinn var inn sérstakur fulltrúi flokksins til að fylgjast með fréttastjórum og blaðamönnum, ekki ólíkt því sem tíðkaðist í Sovétríkjunum þegar KGB var jafnan með sinn fulltrúa á hverjum vinnustað til að hafa eftirlit með fólki. Reynir er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hægt er að hlusta á brot úr þættinum hér:

Eyjan - Reynir Traustason - 2
play-sharp-fill

Eyjan - Reynir Traustason - 2

„Ég er mjög stoltur af þessum tíma. Þarna voru Ingi Freyr [Vilhjálmsson] og fleiri og fleiri. Jón Bjarki, sá sem teipaði mig seinna, og Jóhann Páll Jóhannsson, núverandi ráðherra. Þetta voru menn sem voru á útopnu að vinna ferskar og fínar fréttir og upplýsa um það sem var að gerast. Okkur fannst við ekkert vera neinum háðir nema bara okkar eigin samvisku. En það gekk á ýmsu. Vorum lögsóttir hægri, vinstri og það var aldrei svona dauður tími.“

Reynir segir DV hafa komið ágætlega út úr öllu þessu. „Hrunskýrslurnar leiða það alla vega í ljós að DV var á þessum tíma með báða fætur á jörðinni og varaði við yfirvofandi hruni. Ég man: „Kreppan kemur eftir páska“ var einn uppslátturinn. Og við vorum bara á fullu í því að vara við því sem væri að fara að gerast. En það voru auðvitað þessir blaðamenn sem köfuðu djúpt eins og Ingi Freyr og strákarnir sem lærðu nú helling á honum.“

Já, þið voruð dálítið í því að fletta ofan af málum, þið voruð með sjálfstæða fréttamennsku.

„Það gat verið dýrkeypt því að auglýsendur eru viðkvæmir en við töldum okkur hafa bara fyrst og fremst skyldur við almenning og þetta gekk ágætlega, eins og ég nefndi, að því leytinu til að við vorum að ná að jafnvægi í rekstrinum. En við vorum auðvitað svo heppnir að, sko, ég get nefnt sög til sögunnar Hrein Loftsson, sem var útgefandi og var algjörlega frábær í þessu. Hann, hann tók alltaf slaginn með okkur, nema ef menn voru að misstíga sig. Ég man eftir því að hann fékk símtal frá Bjarna Benediktssyni, sem var að klaga Inga Frey. Ingi Freyr hafði hringt í Bjarna og Bjarni fór hamförum og Ingi skrifaði bara upp samtalið orð fyrir orð fyrir orð og þetta birtum við. Og Bjarni hringdi Hrein Loftsson heim og Hreinn bókstaflega trylltist. Sagði við mig að hann hefði sætt hótunum frá, ja, hvort Bjarni hafi verið, fjármálaráðherra eða hvað hann var á þessum tíma og hann bara krafðist þess að við birtum bara frásögn af því. Útgefandinn bara segir frá því að hann fær símtal frá Bjarna og þar sætir hann hótunum og hann svarar honum af bara af fullri, fullri hörku.“

Reynir segir Hrein ávallt hafa verið algerlega heilan í því að standa með sinni ritstjórn. „Þó að hann kæmi inn úr pólitíkinni, þá var hann heill og hann passaði upp á að það væri ekki verið að djöflast í okkur. Hann stóð vörð sem útgefandi þarf að gera. Útgefandi þarf að standa vörð um ritstjórnina. Það má ekki vera eins og þegar ég endaði á DV í fyrstu lotunni, þegar Óli Björn [Kárason] er orðinn ritstjóri. Það gekk allt út á það að Valhöll væri bara sátt. Og það gekk svo langt að það var ráðinn maður úr Valhöll til að vakta okkur fréttastjórana og blaðamennina. Ólafur Teitur [Guðnason] kemur þarna inn og hann var bara, eins og við vorum að meta það, og Páll Ásgeir, sem var þá yfirmaður helgarblaðsins, skrifaði grein í Mál og menningu, tímaritið, sem hét „Síðustu dagar DV“, þar sem hann lýsir afskiptum þessa agents. Þetta var bara sendibréf úr Valhöll.“

Þetta er þá afturhvarf til gamalla tíma á Vísi þegar leiðarinn kom alltaf úr Valhöll.

„Ja, miklu verra, af því að þetta var maður sem var að anda ofan í hálsmálið hjá hinum. Og þú vissir aldrei hvað var hann eiginlega  … hérna sátu fréttastjórarnir á fundi með ritstjóranum og það eru blaðamennirnir, það eru morgunfundir og allt þetta. En svo er einhver þarna sem er svona utan við allt en er á bólakafi í öllu. Páll Ásgeir [Ásgeirsson] lýsti þessu einmitt ágætlega, þar sem að hann er að rýna í einhverja grein og æpir: „Guð minn góður, það er verið að hrauna yfir ráðherrann.“ Ég held að Óli Björn sé ágætis maður og ég held að hann hafi alveg vitað það hvað miklar villigötur þetta voru sem hann var á. Hann gerði eflaust margt ágætlega og ég kunni ágætlega við Óla Björn í sjálfu sér, en það duldist engum duldist engum, þetta var eins og um borð í rússneskum togara. Þá var skipstjóri, stýrimaður og allt þetta, og svo kom einhver agent frá kommúnistastjórninni sem var stöðugt að væflast á milli manna og hlusta, hvað er þessi að segja, hvað er hinn að segja. Þannig að þetta var eins brenglað eins og það gat orðið. Svo var það haustið 2002, þá er mér boðið á Fréttablaðið. Var búinn að vera á DV þá í örugglega átta ár. Ég tók því boði og settist inn hjá Óla Birni og sagði að ég vildi bara fá að fara núna, þetta væri komið gott. og hann einhvern veginn segir:

„Við höfum nú ekki efni á að hækka launin.“

„Nei, ég vil ekki hærri laun, ég vil bara fara.“

Og það er minnisstætt þegar ég fer út. Og ég er úti á bílastæði og ég lít svona aftur fyrir mig. Þá standa þeir þarna í glugganum og horfa á eftir mér, Óli Björn og Jónas Haraldsson, sem að gerðist nú mikill bandamaður hans. Jónas var að reyndar fréttastjóri, fyrsti fréttastjóri minn. Hann var alltaf í skjóli Jónasar nafna síns. Og tekur svo þennan kaleik að verða hægri hönd Óla Björns. En þeir stóðu þarna í glugganum og horfðu eftir mér. Ég saknaði einskis og leit aldrei um öxl aftur, heldur fór bara og var svo á Fréttablaðinu og var svo heppinn að geta hent út einni metsölubók þarna fyrir jólin um Sonju Zorilla.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Árvakur vill kaupa fjölmiðla Sýnar

Orðið á götunni: Árvakur vill kaupa fjölmiðla Sýnar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Laxness á náttborðinu

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Laxness á náttborðinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem er á móti frjálsri fjölmiðlun

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem er á móti frjálsri fjölmiðlun
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Sigurður Ingi gefur ekki kost á sér áfram sem formaður Framsóknarflokksins

Sigurður Ingi gefur ekki kost á sér áfram sem formaður Framsóknarflokksins
Hide picture