fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
Eyjan

Benedikt Gíslason: Samkeppni mikil á íslenskum bankamarkaði – skattsporið stærra en erlendis

Eyjan
Föstudaginn 17. október 2025 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkeppni á íslenskum bankamarkaði er mikil og fer vaxandi með tilkomu nýrra fjártæknilausna. Hreyfanleiki viðskiptavina milli banka er meiri hér en annars staðar í Evrópu. Ef við tækjum upp nýjan gjaldmiðil, sem myndi opna á samkeppni að utan, þyrfti að færa skattheimtu og eiginfjárkröfur til þess horfs sem er annars staðar en hér er mun meiri skattheimta af bönkum og meiri eiginfjárkrafa. Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins.

Hægt er að hlusta á brot úr þættinum hér:

Benedikt Gíslason - 3
play-sharp-fill

Benedikt Gíslason - 3

Það eru er nú einhverjir sem hafa rætt það og ég hef alveg verið í þeim hópi, að það sé ákveðinn galli á umhverfinu hér á Íslandi hvað þetta er lokað, að fjármálafyrirtæki, bankar og tryggingafélög, séu meðal annars vegna gjaldmiðilsins varin fyrir utanaðkomandi samkeppni. Hvað finnst þér um það? Eruð þið í of miklum bómull?

„Nei, ég held ekki. Ég það er áhugavert ef þú skoðar mælingar sem hafa verið gerðar, meðal annars lét SFF mæla hreyfanleika á fjármálamarkaði, þá mælist hann einna hæstur, og bara hæstur í Evrópu. Sem segir okkur að bæði er auðvelt að færa sig á milli hefðbundinna rótgróinna fjármálafyrirtækja, en svo eru líka komin önnur ný, sem eru svona áskorunaraðilar á markaði.“

Eru þau ekki samt, mörg hver alla vega, tengd gömlu bönkunum?

„Kvika á nokkur þeirra, Auður og Aur og Netgíró eru í rekstri Kviku og Kvika hefur auðvitað byggt upp mjög öfluga fjártæknistarfsemi. Indó er alveg sjálfstætt félag. Og síðan ertu með, þegar kemur að lífeyrisþjónustu, þá erum við með þessa erlendu, þýsku aðila sem bjóða sína þjónustu. En síðan sjáum við það bara í auknum mæli að það er Revolut og Monzo og aðrir bankar sem starfa erlendis standa Íslendingum til boða.“

Með svona, með greiðslukortaþjónustu?

„Já. Síminn, Síminn Pay, er kominn inn á kortamarkaðinn líka. Þannig að þessi flóra er alltaf að stækka. Aðgangshindranirnar eru að verða minni og minni. Það er alveg hægt að færa fyrir rök að krónan sé samt kannski að einhverju leyti aðgangshindrun. Ég held að reyndar að Revolut sé að bjóða upp á íslensku krónuna núna sem mynt í sínu kerfi, fjölmyntakerfi sem þeir reka þar í sinni þjónustu. En á móti höfum við svo sem bent á, segjum að við færum í evruna og erlendir bankar gætu með auðveldari hætti sett upp starfsemi hér og eru náttúrulega að gera það þegar kemur að lánveitingum til fyrirtækja.“

Jú, jú. En þá er það náttúrlega í erlendri mynt.

„Já, já. En þegar kemur einmitt að bara einstaklingsþjónustu og þá myndi það auðvitað með nýrri myntvera auðveldast. En þá þurfa leikreglurnar að vera þær sömu og það var gert kannski meðvitað eftir 2008 að setja upp okkar fjármálakerfi þannig að það væri vel fjármagnað eiginfjárlega. Og síðan höfum við búið þannig um hnútana að það er töluvert meiri skattlagning. Bæði eru þrír sértækir skattar sem eru notaðir hér og held ég allir þeirra með því hæsta sem þekkist í Evrópu.“

Já, þú ert að tala um náttúrlega bankaskattinn, sem er vel þekktur …

„Bankaskattinn, sérstakur fjársýsluskattur og svo er sérstakur tekjuskattur, það er hærri tekjuskattur á fjármálafyrirtæki en önnur fyrirtæki í landinu. Þetta eru þrír skattar og skattspor þessa bransa er orðið ansi hátt. Ef Landsbankinn, Íslandsbanki og Arion ættu að keppa við, segjum DNB, Danske Bank og SEB bank, sem dæmi þá þyrftum við náttúrlega að aðlaga þetta líka. Svo bætast eiginfjárkröfurnar.“

Já, þær eru hærri hér. Já, það er ekki hægt að opna á samkeppnina og láta menn vera bara með aðra höndina bundna fyrir aftan bak.

„Og svo er annað sem er áhugavert, til dæmis fylgni svona óbundinna innlána, bestu kjör, eins og til dæmis Auður er að bjóða og reyndar held ég að aðrir bankar séu farnir að bjóða upp á sambærilega reikninga. Fylgni þeirra við stýrivexti er er hærri og betri heldur en þekkist í Evrópu. Þetta heitir á ensku deposit beta eða sem sagt hvernig, hvernig fylgja innláns, hagstæðustu innlánsvextir stýrivöxtum á hverjum tíma. Og síðan, ef maður horfir bara á arðsemina, allavega þegar kemur að samanburði við norræna banka, þá er hún lægri heldur en stóru norrænu bankana sem eru kerfislega mikilvægir, þessir bankar sem ég nefndi, DNB, Danske, Swedbank og fleiri.“

Er það eftir alla skattheimtu eða er það fyrir skattheimtuna?

„Það er eftir skattheimtuna. Ég hef nú ekki skoðað hvernig það kæmi út ef skattheimtan væri svipuð en það væri allavega minni munur. Ég er ekki viss um að arðsemin myndi samt ná. Og þá náttúrlega kemur inn í, bara þetta eru svo lítil fyrirtæki. Skalinn er minni og reglubyrðin er sú sama. Þannig að það kostar hlutfallslega töluvert meira fyrir 1.000 manna fyrirtæki að fylgja evrópska regluverkinu heldur en, já, heldur en 10.000 manna fyrirtæki.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Benedikt Gíslason: FBA og Kaupþing undir sama þaki – skrítin stemning í mötuneytinu

Benedikt Gíslason: FBA og Kaupþing undir sama þaki – skrítin stemning í mötuneytinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigríður nýr þingflokksformaður Miðflokksins

Sigríður nýr þingflokksformaður Miðflokksins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Keppni hafin í lýðskrumi án atrennu – Miðflokkurinn tekur forystuna

Svarthöfði skrifar: Keppni hafin í lýðskrumi án atrennu – Miðflokkurinn tekur forystuna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Milljarðafyrirtækin barma sér vegna fjölmiðlastyrks sem ætti ekki að skipta þau neinu máli

Svarthöfði skrifar: Milljarðafyrirtækin barma sér vegna fjölmiðlastyrks sem ætti ekki að skipta þau neinu máli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hálfgerður þursaflokkur

Orðið á götunni: Hálfgerður þursaflokkur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Grace skrifar: Frá Íslandi til umheimsins – Gracelandic, saga þrautseigju og sjálfbærni

Grace skrifar: Frá Íslandi til umheimsins – Gracelandic, saga þrautseigju og sjálfbærni
Hide picture