fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Eyjan

Bjarni hættir sem formaður Sjálfstæðisflokksins og tekur ekki sæti á þingi

Eyjan
Mánudaginn 6. janúar 2025 13:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar ekki að gefa kost á sér í formannskjöri á komandi landsfundi Sjálfstæðisflokksins og tekur ekki sæti á þingi. Frá þessu greinir hann á Facebook.

„Það hafa verið forréttindi og heiður að leiða flokkinn frá árinu 2009. Ég skil sáttur við mín verk, þakklátur fyrir stuðninginn og stoltur af mínum störfum sem þingmaður í tæplega 22 ár.

Á mínum fyrstu árum í forystu fyrir Sjálfstæðisflokkinn var staðan í þjóðlífinu erfið. Mikið uppgjör var framundan og þörf fyrir endurreisn á sviði efnahagsmála. Við Íslendingar fengumst við einhverja mestu efnahagskrísu lýðveldistímans og mikil átök voru í þinginu um pólitíska stefnumörkun. Allt var undir fyrir Ísland á þessum örlagaríku tímum og ég lagði allt mitt af mörkum fyrir landið okkar ásamt samherjum í flokknum, og hef gert það alla tíð síðan.“

Bjarni segir að árangurinn sem þjóðin hafi náð frá því að Sjálfstæðisflokkurinn tók sæti í ríkisstjórn 2013 hafi farið fram úr hans björtustu vonum. Lífkjör hafi vaxið og hvergi sé betra að búa en á Íslandi. Hann hafi aldrei tekið því sem sjálfsögðum hlut að endurnýja umboð sitt. Ekkert hafi þroskað hann meira og mótað í lífinu en að glíma við flókin úrlausnarefni sem þingmaður og ráðherra, ræða við kjósendur og standa reikningsskil af verkum sínum.

„Á þessum tímamótum hef ég hins vegar ákveðið að sækjast ekki eftir endurnýjuðu umboði til forystu fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Nýafstaðnar kosningar skiluðu Sjálfstæðisflokknum næst flestum þingmönnum á Alþingi, þar sem hann var rúmu prósentustigi minni en sá stærsti.“

Bjarni segir að sögulega séu úrslit kosninganna ekki nægilega góð fyrir Sjálfstæðismenn en þetta hafi verið ágætur varnarsigur. Ný tækifæri séu fyrir flokkinn í stjórnarandstöðu en hann lætur öðrum eftir að móta það starf.

„Undanfarna daga hef ég átt með mínum nánustu til að líta yfir farinn veg, ræða og hugsa um framtíðina. Ég finn að þetta er rétti tíminn til að breyta til. Það er ekkert launungarmál að ég mun njóta þess að hafa meiri tíma í framtíðinni með fjölskyldunni, sem hefur farið stækkandi, og til að sinna öðrum hugðarefnum.

Í ljósi þessara aðstæðna hef ég ákveðið að taka ekki sæti á því þingi sem hefst síðar í mánuðinum. Næstu vikur ætla ég að taka mér frí en hyggst svo taka mín síðustu skref á pólitíska sviðinu og kveðja vini mína í Sjálfstæðisflokknum á landsfundinum sem framundan er, þar sem blásið verður til sóknar fyrir þjóðlífið allt.“

Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjóra menn í kjördæmi Bjarna á Kraganum. Jón Gunnarsson sat í 5. sæti á listanum. Þar sem Bjarni mun afsala sér þingsæti færist Jón upp í fjórða sætið og fer þar með inn á þing.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin í íslenskum fjárlögum

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin í íslenskum fjárlögum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar er einsamall í hópferð erlendis – „Fullkomlega stjórnlaust“

Brynjar er einsamall í hópferð erlendis – „Fullkomlega stjórnlaust“