fbpx
Fimmtudagur 25.september 2025
EyjanFastir pennar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tíðindalaus uppskeruhátíð eða hvað

Eyjan
Fimmtudaginn 25. september 2025 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef ég væri stjórnmálamaður væri ég skíthræddur við upptöku evru. Það myndi girða fyrir möguleika stjórnmálamanna að úthluta gæðum til vina og vandamanna.

Þetta voru skilaboð Guðmundar Kristjánssonar forstjóra Brims í pallborðsumræðum með forseta ASÍ og framkvæmdastjóra SA á landsþingi Viðreisnar.

Fyrirsögn á yfirlitsfrétt Morgunblaðsins um landsþingið var svo: Tíðindalaus uppskeruhátíð.

Skortur á faglegri umræðu

Hvenær sæta ummæli tíðindum og hvenær ekki? Uppskrift að réttu svari er ekki til. En kannski voru einmitt þessi tilvitnuðu ummæli ástæðan fyrir því að landsþing Viðreisnar þótti tíðindalaust á þeim bæ.

Forstjóri öflugasta útgerðarfélags landsins sagði líka á þessum vettvangi að sjávarútvegurinn hefði ekki tekið faglega á umræðum um Evrópusambandið síðan 2009 og undanskildi ekki eigið fyrirtæki þar.

Þetta eru nokkuð stór orð. Einhvern tímann hefðu þau að sama skapi þótt nokkuð stór tíðindi.

Erfitt er að draga af þeim aðra ályktun en að þau taki einnig til þeirra fjölmiðla og þeirra stjórnmálamanna, sem gagnrýnislaust hafa endurómað þá orðræðu.

Þjóðaratkvæði komið á dagskrá

Sjávarútvegurinn og stjórnarandstöðuflokkarnir þrír hafa verið andvígir þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna.

Andstaðan hefur byggst á þeirri óskiljanlegu kenningu að í þessu eina máli sé pólitískur ómöguleiki að færa fullveldisyfirráðin til þjóðarinnar.

Fram kom í pallborðsumræðunum að þrátt fyrir þessa afstöðu sjávarútvegsins og stjórnarandstöðunnar litu talsmenn ASÍ og SA svo á að þjóðaratkvæðagreiðslan væri þegar komin á dagskrá.

Forstjóri Brims gekk skrefi lengra og hvatti ríkisstjórnina til að ákveða sem fyrst hvenær hún skuli fara fram.

Í ljósi afstöðu sjávarútvegsins og stjórnarandstöðuflokkanna er óhætt að fullyrða að í þá gömlu góðu daga hefðu slík ummæli forstjóra jafn umfangsmikils sjávarútvegsfyrirtækis þótt tíðindi.

Tímasetningin

Tvö sjónarmið gætu togast á varðandi tímasetningu þjóðaratkvæðagreiðslunnar.

Hafa verður í huga að andstæðingar hennar hafa forskot í umræðunni.

Því er augljóst að stuðningsmenn þjóðaratkvæðis þurfa nokkurn tíma, jafnvel heilt ár héðan í frá, til að rökræða við þá sem forstjóri Brims segir að hafi ekki tekið faglega á viðfangsefninu.

Á móti kemur að margt bendir til þess að einmitt núna séu aðildarríki Evrópusambandsins opnari en áður til að taka í ríkari mæli tillit til sérstöðu Íslands.

Ríkisstjórnin gætir vissulega betur hagsmuna Íslands með því að velja þann tíma, sem hún telur að skili mestum árangri, fremur en að taka mið af stöðunni í umræðunni innanlands.

Hærri hugmyndir um fullveldið

Ég get ekki túlkað ummæli forstjóra Brims sem fyrirvaralausan stuðning við fulla aðild að Evrópusambandinu.

Hitt væri ósennilegt að hann hvetti til þjóðaratkvæðis fyrr en seinna og lýsti sig tilbúinn til málefnalegrar umræðu ef hann væri þess fullviss að Ísland yrði að gefa eftir fiskveiðiheimildir.

Í málflutningi talsmanna sjávarútvegsins og stjórnarandstöðuflokkanna þriggja felst að Ísland eigi fyrst að semja við sjálft sig um það sem ekki er hægt að ná fram og taka svo afstöðu á grundvelli þeirrar niðurstöðu.

Forstjóri Brims virðist aftur á móti hafa hærri hugmyndir um fullveldi Íslands.

Ríkisstjórnin eigi einfaldlega að hafa sjálfstraust til að setja fram hugmyndir að lausn sem fullnægi íslenskum þjóðarhagsmunum. Láta á þær reyna og leyfa síðan kjósendum í seinni atkvæðagreiðslu að meta hvernig til hefur tekist.

Svo hitti hann naglann á höfuðið með því að segja: „Ef það má ekki breyta neinu náum við engum árangri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar
EyjanFastir pennar
23.08.2025

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu
EyjanFastir pennar
22.08.2025

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir